Undrast 200% hærra gjald á makrílkílóið svavar hávarðsson skrifar 1. apríl 2015 08:15 Sérstök gjaldtaka af makríl vekur undrun. fréttablaðið/óskar Margt í nýjum frumvörpum Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld kemur á óvart og sumt stenst illa skoðun, segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Veiðigjald á makríl hækkar um nærri 200% sem kemur sér illa fyrir fyrirtæki sem hafa stundað þær veiðar, og sérstaklega kunni þetta að hitta minni fyrirtæki illa fyrir. Jákvætt er þó að kostnaður er tekinn til greina en ekki aðeins aflaverðmæti við að finna afkomustuðla við útreikning á almenna veiðigjaldinu.Kolbeinn ÁrnasonKolbeinn segir að í sínum huga sé tímabundin sex ára úthlutun og viðbótargjald á hvert makrílkíló, 10 krónur, kannski stærsta fréttin. Einfaldlega vegna þess að um svo stórt frávik sé að ræða í fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sjávarútvegsins, sem löngum hefur verið leiðarljósið í umræðunni og hvetji til ábyrgrar nýtingar, fjárfestinga og verðmætasköpunar. „Nú er komið nýtt sex ára tímabil sem er mjög á skjön við þessa hugsun,“ segir Kolbeinn. Með þessari hugmynd sé ljóst að veiðigjald á makrílkílóið slái yfir 18 krónur, en á markaði fást 50 til 70 krónur fyrir kíló af makríl, svo það hlutfall sé æði hátt. Eins sé talað um að 5% af makrílkvótanum gangi til þeirra sem telja sig frumkvöðla í manneldisvinnslu. Kolbeinn segir ekki gott að átta sig á um hverja sé talað þar sem þetta sé frávik frá grundvallarreglunni um veiðireynslu. Sigurður Ingi segist í fjölmiðlum vera að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis um að hlutdeildarsetja beri makrílinn. Frumvarpið gengur hins vegar þvert á þær úthlutunarreglur sem hafa verið í gildi hingað til hvað varðar veiðireynsluna, segir Kolbeinn. Hvað varðar almenna veiðigjaldið telur Kolbeinn eitt og annað jákvætt, t.d. að miðað er við landaðan afla og gjaldið því innheimt jafn óðum en ekki fyrirfram. „Gallinn er hins vegar sá að tölur Hagstofunnar eru enn þá notaðar til útreiknings, en þau gögn eru ekki ætluð til skattlagningar enda eru þau ónákvæm í besta falli,“ segir Kolbeinn og telur vafasamt að gjaldið hækki á milli ára þegar framlegð er á niðurleið. Alþingi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Margt í nýjum frumvörpum Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld kemur á óvart og sumt stenst illa skoðun, segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Veiðigjald á makríl hækkar um nærri 200% sem kemur sér illa fyrir fyrirtæki sem hafa stundað þær veiðar, og sérstaklega kunni þetta að hitta minni fyrirtæki illa fyrir. Jákvætt er þó að kostnaður er tekinn til greina en ekki aðeins aflaverðmæti við að finna afkomustuðla við útreikning á almenna veiðigjaldinu.Kolbeinn ÁrnasonKolbeinn segir að í sínum huga sé tímabundin sex ára úthlutun og viðbótargjald á hvert makrílkíló, 10 krónur, kannski stærsta fréttin. Einfaldlega vegna þess að um svo stórt frávik sé að ræða í fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sjávarútvegsins, sem löngum hefur verið leiðarljósið í umræðunni og hvetji til ábyrgrar nýtingar, fjárfestinga og verðmætasköpunar. „Nú er komið nýtt sex ára tímabil sem er mjög á skjön við þessa hugsun,“ segir Kolbeinn. Með þessari hugmynd sé ljóst að veiðigjald á makrílkílóið slái yfir 18 krónur, en á markaði fást 50 til 70 krónur fyrir kíló af makríl, svo það hlutfall sé æði hátt. Eins sé talað um að 5% af makrílkvótanum gangi til þeirra sem telja sig frumkvöðla í manneldisvinnslu. Kolbeinn segir ekki gott að átta sig á um hverja sé talað þar sem þetta sé frávik frá grundvallarreglunni um veiðireynslu. Sigurður Ingi segist í fjölmiðlum vera að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis um að hlutdeildarsetja beri makrílinn. Frumvarpið gengur hins vegar þvert á þær úthlutunarreglur sem hafa verið í gildi hingað til hvað varðar veiðireynsluna, segir Kolbeinn. Hvað varðar almenna veiðigjaldið telur Kolbeinn eitt og annað jákvætt, t.d. að miðað er við landaðan afla og gjaldið því innheimt jafn óðum en ekki fyrirfram. „Gallinn er hins vegar sá að tölur Hagstofunnar eru enn þá notaðar til útreiknings, en þau gögn eru ekki ætluð til skattlagningar enda eru þau ónákvæm í besta falli,“ segir Kolbeinn og telur vafasamt að gjaldið hækki á milli ára þegar framlegð er á niðurleið.
Alþingi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira