Undrast 200% hærra gjald á makrílkílóið svavar hávarðsson skrifar 1. apríl 2015 08:15 Sérstök gjaldtaka af makríl vekur undrun. fréttablaðið/óskar Margt í nýjum frumvörpum Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld kemur á óvart og sumt stenst illa skoðun, segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Veiðigjald á makríl hækkar um nærri 200% sem kemur sér illa fyrir fyrirtæki sem hafa stundað þær veiðar, og sérstaklega kunni þetta að hitta minni fyrirtæki illa fyrir. Jákvætt er þó að kostnaður er tekinn til greina en ekki aðeins aflaverðmæti við að finna afkomustuðla við útreikning á almenna veiðigjaldinu.Kolbeinn ÁrnasonKolbeinn segir að í sínum huga sé tímabundin sex ára úthlutun og viðbótargjald á hvert makrílkíló, 10 krónur, kannski stærsta fréttin. Einfaldlega vegna þess að um svo stórt frávik sé að ræða í fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sjávarútvegsins, sem löngum hefur verið leiðarljósið í umræðunni og hvetji til ábyrgrar nýtingar, fjárfestinga og verðmætasköpunar. „Nú er komið nýtt sex ára tímabil sem er mjög á skjön við þessa hugsun,“ segir Kolbeinn. Með þessari hugmynd sé ljóst að veiðigjald á makrílkílóið slái yfir 18 krónur, en á markaði fást 50 til 70 krónur fyrir kíló af makríl, svo það hlutfall sé æði hátt. Eins sé talað um að 5% af makrílkvótanum gangi til þeirra sem telja sig frumkvöðla í manneldisvinnslu. Kolbeinn segir ekki gott að átta sig á um hverja sé talað þar sem þetta sé frávik frá grundvallarreglunni um veiðireynslu. Sigurður Ingi segist í fjölmiðlum vera að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis um að hlutdeildarsetja beri makrílinn. Frumvarpið gengur hins vegar þvert á þær úthlutunarreglur sem hafa verið í gildi hingað til hvað varðar veiðireynsluna, segir Kolbeinn. Hvað varðar almenna veiðigjaldið telur Kolbeinn eitt og annað jákvætt, t.d. að miðað er við landaðan afla og gjaldið því innheimt jafn óðum en ekki fyrirfram. „Gallinn er hins vegar sá að tölur Hagstofunnar eru enn þá notaðar til útreiknings, en þau gögn eru ekki ætluð til skattlagningar enda eru þau ónákvæm í besta falli,“ segir Kolbeinn og telur vafasamt að gjaldið hækki á milli ára þegar framlegð er á niðurleið. Alþingi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Margt í nýjum frumvörpum Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld kemur á óvart og sumt stenst illa skoðun, segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Veiðigjald á makríl hækkar um nærri 200% sem kemur sér illa fyrir fyrirtæki sem hafa stundað þær veiðar, og sérstaklega kunni þetta að hitta minni fyrirtæki illa fyrir. Jákvætt er þó að kostnaður er tekinn til greina en ekki aðeins aflaverðmæti við að finna afkomustuðla við útreikning á almenna veiðigjaldinu.Kolbeinn ÁrnasonKolbeinn segir að í sínum huga sé tímabundin sex ára úthlutun og viðbótargjald á hvert makrílkíló, 10 krónur, kannski stærsta fréttin. Einfaldlega vegna þess að um svo stórt frávik sé að ræða í fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sjávarútvegsins, sem löngum hefur verið leiðarljósið í umræðunni og hvetji til ábyrgrar nýtingar, fjárfestinga og verðmætasköpunar. „Nú er komið nýtt sex ára tímabil sem er mjög á skjön við þessa hugsun,“ segir Kolbeinn. Með þessari hugmynd sé ljóst að veiðigjald á makrílkílóið slái yfir 18 krónur, en á markaði fást 50 til 70 krónur fyrir kíló af makríl, svo það hlutfall sé æði hátt. Eins sé talað um að 5% af makrílkvótanum gangi til þeirra sem telja sig frumkvöðla í manneldisvinnslu. Kolbeinn segir ekki gott að átta sig á um hverja sé talað þar sem þetta sé frávik frá grundvallarreglunni um veiðireynslu. Sigurður Ingi segist í fjölmiðlum vera að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis um að hlutdeildarsetja beri makrílinn. Frumvarpið gengur hins vegar þvert á þær úthlutunarreglur sem hafa verið í gildi hingað til hvað varðar veiðireynsluna, segir Kolbeinn. Hvað varðar almenna veiðigjaldið telur Kolbeinn eitt og annað jákvætt, t.d. að miðað er við landaðan afla og gjaldið því innheimt jafn óðum en ekki fyrirfram. „Gallinn er hins vegar sá að tölur Hagstofunnar eru enn þá notaðar til útreiknings, en þau gögn eru ekki ætluð til skattlagningar enda eru þau ónákvæm í besta falli,“ segir Kolbeinn og telur vafasamt að gjaldið hækki á milli ára þegar framlegð er á niðurleið.
Alþingi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira