Fræði og fjölmenning Jón Atli Benediktsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun