Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2015 19:10 Frá landsfundi Samfylkingarinnar sem berst nú við mikið fylgistap. Vísir/HMP Töluverð hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta við sig en að sama skapi minnkar fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins milli mánaða er framkemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. Það er tæplega fjórum prósentustigum meira en fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokksins minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða en tæplega 22% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan skömmu eftir hrun bankakerfisins undir lok árs 2008. Samfylkingin ríður heldur ekki feitum hesti frá könnuninni. Rúmlega 9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag sem er um þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Samfylkingin hefur ekki notið minni hylli meðal kjósenda frá því frá því í maí 1998 þegar hann bauð fyrst fram.Mynd/GallupFylgi Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar minnkar lítið milli mánaða. Liðlega 11 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og rösklega 4 prósent Bjarta framtíð. Yrði það niðurstaðan í næstu kosningum myndi Björt framtíð þurrkast út af þingi.Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina en 34 prósent kjósenda segjast nú styðja hana - það er tveimur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta mánuði. Könnunin var gerð dagana 6. til 30. ágúst. 4290 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var 56,9%. Af þeim sem svöruðu nefndu 76,8% einhvern flokk, 11,5% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 11,7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörkin í könnuninni eru 0,9-2,2%, að því er kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Töluverð hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta við sig en að sama skapi minnkar fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins milli mánaða er framkemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. Það er tæplega fjórum prósentustigum meira en fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokksins minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða en tæplega 22% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan skömmu eftir hrun bankakerfisins undir lok árs 2008. Samfylkingin ríður heldur ekki feitum hesti frá könnuninni. Rúmlega 9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag sem er um þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Samfylkingin hefur ekki notið minni hylli meðal kjósenda frá því frá því í maí 1998 þegar hann bauð fyrst fram.Mynd/GallupFylgi Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar minnkar lítið milli mánaða. Liðlega 11 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og rösklega 4 prósent Bjarta framtíð. Yrði það niðurstaðan í næstu kosningum myndi Björt framtíð þurrkast út af þingi.Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina en 34 prósent kjósenda segjast nú styðja hana - það er tveimur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta mánuði. Könnunin var gerð dagana 6. til 30. ágúst. 4290 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var 56,9%. Af þeim sem svöruðu nefndu 76,8% einhvern flokk, 11,5% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 11,7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörkin í könnuninni eru 0,9-2,2%, að því er kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.
Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira