Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2026 10:23 Samfylkingin fagnaði sigri með rúman fimmtung atkvæði í alþingiskosningunum árið 2024. Kostnaður flokksins við kosningarnar nam hátt í hundrað milljónum króna. Vísir/Anton Brink Samfylkingin varði rúmum 92 milljónum króna í alþingiskosningarnar árið 2024 sem skiluðu flokknum sínum bestu úrslitum í sextán ár. Flokkurinn skuldaði rúmlega 221 milljón króna við lok kosningaársins. Þingkosningarnar sem boðað var til í lok nóvember 2024 eftir að Vinstri græn sprengdu ríkisstjórn þeirra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kostaði Samfylkinguna 92,2 milljónir króna samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2024 sem ríkisendurskoðun hefur staðfest. Flokkurinn hlaut sína bestu kosningu frá árinu 2009: fékk rúman fimmtung atkvæða og fimmtán þingmenn sem skilaði honum í ríkisstjórn í fyrsta skipti frá kjörtímabilinu 2009 til 2013. Alls námu útgjöld samstæðu Samfylkingarinnar rúmum 182 milljónum króna, um 34 milljónum króna umfram tekjur af rekstrinum árið 2024. Þegar tekið hafði verið tillit til vaxtagjalda varð 44,8 milljóna króna tap af rekstri flokksins það ár. Mestu skuldirnar við eigendur skrifstofuhúsnæðisins Við loks ársins námu skuldir flokksins 221,3 milljónir en af þeim voru skammtímaskuldir rúmlega 71 milljón króna. Helstu lánadrottnar Samfylkingarinnar eru félögin Sigfúsarsjóður og Alþýðuhús Reykjavíkur sem eiga húsnæði flokksins að Hallveigarstíg í miðborg Reykjavíkur. Samfylkingin skuldar hvoru félagi um sig 66,3 milljónir króna. Á meðal eigenda Sigfúsarsjóðs samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins eru Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Elín Björg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður BSRB. Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum frá því fyrir þingkosningarnar árið 2024 eða eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum.Vísir/Anton Brink Eigendur Alþýðuhúss Reykjavíkur eru skráðir Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, Óttar Magnús Yngvason og Pétur Jónsson. Hrein eign Samfylkingarinnar í lok árs nam tæpum 65 milljónum króna. Stærsti lánadrottininn gaf hámarksupphæð Langstærsti hluti tekna Samfylkingarinnar kom frá því opinbera. Flokkurinn fékk 85,3 milljónir króna í framlög úr ríkissjóði og 10,5 milljónir frá sveitarfélögunum. Þrjátíu og tveir lögaðilar lögðu flokknum samtals til tæpar níu milljónir króna. Átta þeirra gáfu lögbundið hámark, 550.000 krónur, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækin Brim, Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes auk Kaupfélags Skagfirðinga og HS Orka, Athygli vekur að Sigfúsarsjóður, annar tveggja stærstu lánadrottna Samfylkingarinnar, er einn þeirra lögaðila sem gaf hámarksupphæð sem leyfilegt var að gefa. Einstaklingar létu um 32 milljónir króna af hendi rakna til Samfylkingarinnar árið 2024. Tuttugu og sex þeirra gáfu yfir þrjú hundruð þúsund krónur og eru nafngreindir í ársreikningnum. Flestir þeirra voru kjörnir fulltrúar flokksins, þar á meðal Kristrún Frostadóttir, formaður og forsætisráðherra, Logi Einarsson, menntamálaráðherra, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Samfylkingin Uppgjör og ársreikningar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þingkosningarnar sem boðað var til í lok nóvember 2024 eftir að Vinstri græn sprengdu ríkisstjórn þeirra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kostaði Samfylkinguna 92,2 milljónir króna samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2024 sem ríkisendurskoðun hefur staðfest. Flokkurinn hlaut sína bestu kosningu frá árinu 2009: fékk rúman fimmtung atkvæða og fimmtán þingmenn sem skilaði honum í ríkisstjórn í fyrsta skipti frá kjörtímabilinu 2009 til 2013. Alls námu útgjöld samstæðu Samfylkingarinnar rúmum 182 milljónum króna, um 34 milljónum króna umfram tekjur af rekstrinum árið 2024. Þegar tekið hafði verið tillit til vaxtagjalda varð 44,8 milljóna króna tap af rekstri flokksins það ár. Mestu skuldirnar við eigendur skrifstofuhúsnæðisins Við loks ársins námu skuldir flokksins 221,3 milljónir en af þeim voru skammtímaskuldir rúmlega 71 milljón króna. Helstu lánadrottnar Samfylkingarinnar eru félögin Sigfúsarsjóður og Alþýðuhús Reykjavíkur sem eiga húsnæði flokksins að Hallveigarstíg í miðborg Reykjavíkur. Samfylkingin skuldar hvoru félagi um sig 66,3 milljónir króna. Á meðal eigenda Sigfúsarsjóðs samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins eru Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Elín Björg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður BSRB. Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum frá því fyrir þingkosningarnar árið 2024 eða eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum.Vísir/Anton Brink Eigendur Alþýðuhúss Reykjavíkur eru skráðir Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, Óttar Magnús Yngvason og Pétur Jónsson. Hrein eign Samfylkingarinnar í lok árs nam tæpum 65 milljónum króna. Stærsti lánadrottininn gaf hámarksupphæð Langstærsti hluti tekna Samfylkingarinnar kom frá því opinbera. Flokkurinn fékk 85,3 milljónir króna í framlög úr ríkissjóði og 10,5 milljónir frá sveitarfélögunum. Þrjátíu og tveir lögaðilar lögðu flokknum samtals til tæpar níu milljónir króna. Átta þeirra gáfu lögbundið hámark, 550.000 krónur, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækin Brim, Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes auk Kaupfélags Skagfirðinga og HS Orka, Athygli vekur að Sigfúsarsjóður, annar tveggja stærstu lánadrottna Samfylkingarinnar, er einn þeirra lögaðila sem gaf hámarksupphæð sem leyfilegt var að gefa. Einstaklingar létu um 32 milljónir króna af hendi rakna til Samfylkingarinnar árið 2024. Tuttugu og sex þeirra gáfu yfir þrjú hundruð þúsund krónur og eru nafngreindir í ársreikningnum. Flestir þeirra voru kjörnir fulltrúar flokksins, þar á meðal Kristrún Frostadóttir, formaður og forsætisráðherra, Logi Einarsson, menntamálaráðherra, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Samfylkingin Uppgjör og ársreikningar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira