Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2026 13:06 Inga Sæland formaður Flokks fólksins tilkynnir hvort og hvaða breytingar verða gerðar á ráðherraskipan flokksins á föstudag. Vísir/Anton Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur farið með málefni allra þriggja ráðuneyta Flokks fólksins í ríkisstjórn eftir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra fór í fæðingarorlof rétt fyrir jól og Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra fór í veikindaleyfi snemma í desember. Hún sagðist ekki búast við neinum breytingum á ráðherraskipan flokksins í samtali við fréttastofu fyrir áramót. Inga vildi ekki gefa upp hvað væri fram undan eftir ríkisstjórnarfund í morgun en frétta væri að vænta í vikunni. Skýrist í vikunni „Það hefur alltaf legið fyrir að ég hef ekki hugsað mér þessa þrjá hatta til frambúðar. Þetta er skammtímalausn. Eins og við vitum þá var Guðmundur í hjartaaðgerð sem gekk vel og Eyjólfur Ármannsson er vonandi að taka á móti barninu sínu í dag. Ekki seinna en á morgun. Hann verður kominn aftur inn á þingið á næstunni. Þannig að þetta á allt eftir að skýrast ekki seinna en nú í vikunni,“ segir Inga. Aðspurð um hvort breytingar verði hjá henni svarar Inga: „Það kemur allt í ljós í fyllingu tímans. Ég er að vonast til að þetta skýrist á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn.“ Inga svarar engu um það hvort hún útiloki að hún muni færast í annað ráðuneyti. „Eins og ég segi þá kemur þetta allt í ljós á föstudaginn,“ segir hún. Ætlar að tryggja strandveiðar Strandveiðar tryggðar allt sumarið hafa verið eitt helsta baráttumál Flokks fólksins og ætlaði ríkisstjórnin að stækka strandveiðipottinn í 48 daga á síðasta ári. Það náðist þó ekki fyrir þinglok og strandveiðitímabilinu lauk á svipuðum tíma og síðustu ár. Inga segist hafa unnið áfram að verkefninu í innviðaráðuneytinu síðustu daga. „Ég er að koma með reglugerð og frumvarp sem lúta að strandveiðum. Við erum að tryggja strandveiðar í sumar eins og kostur er. Ég vonast til að reglugerðin komi inn í Samráðsgátt stjórnvalda í dag og frumvarp í kjölfarið,“ segir Inga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur farið með málefni allra þriggja ráðuneyta Flokks fólksins í ríkisstjórn eftir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra fór í fæðingarorlof rétt fyrir jól og Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra fór í veikindaleyfi snemma í desember. Hún sagðist ekki búast við neinum breytingum á ráðherraskipan flokksins í samtali við fréttastofu fyrir áramót. Inga vildi ekki gefa upp hvað væri fram undan eftir ríkisstjórnarfund í morgun en frétta væri að vænta í vikunni. Skýrist í vikunni „Það hefur alltaf legið fyrir að ég hef ekki hugsað mér þessa þrjá hatta til frambúðar. Þetta er skammtímalausn. Eins og við vitum þá var Guðmundur í hjartaaðgerð sem gekk vel og Eyjólfur Ármannsson er vonandi að taka á móti barninu sínu í dag. Ekki seinna en á morgun. Hann verður kominn aftur inn á þingið á næstunni. Þannig að þetta á allt eftir að skýrast ekki seinna en nú í vikunni,“ segir Inga. Aðspurð um hvort breytingar verði hjá henni svarar Inga: „Það kemur allt í ljós í fyllingu tímans. Ég er að vonast til að þetta skýrist á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn.“ Inga svarar engu um það hvort hún útiloki að hún muni færast í annað ráðuneyti. „Eins og ég segi þá kemur þetta allt í ljós á föstudaginn,“ segir hún. Ætlar að tryggja strandveiðar Strandveiðar tryggðar allt sumarið hafa verið eitt helsta baráttumál Flokks fólksins og ætlaði ríkisstjórnin að stækka strandveiðipottinn í 48 daga á síðasta ári. Það náðist þó ekki fyrir þinglok og strandveiðitímabilinu lauk á svipuðum tíma og síðustu ár. Inga segist hafa unnið áfram að verkefninu í innviðaráðuneytinu síðustu daga. „Ég er að koma með reglugerð og frumvarp sem lúta að strandveiðum. Við erum að tryggja strandveiðar í sumar eins og kostur er. Ég vonast til að reglugerðin komi inn í Samráðsgátt stjórnvalda í dag og frumvarp í kjölfarið,“ segir Inga.
„Það kemur allt í ljós í fyllingu tímans. Ég er að vonast til að þetta skýrist á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira