Innlent

Guð­mundur Árni vill á­fram leiða Sam­fylkingu í Hafnar­firði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Guðmundur Árni Stefánsson er varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti Samfylkingar í Hafnarfirði. 
Guðmundur Árni Stefánsson er varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti Samfylkingar í Hafnarfirði.  Vísir/Vilhem

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista.

„Það er ekkert víst að hún nýti allan þann tíma,“ segir Guðmundur Árni. Hann segir flokkinn eiga núna fjóra bæjarfulltrúa og hann viti ekki til annars en að þau ætli öll aftur fram.

Það eru auk hans Stefán Már Gunnlaugsson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Hildur Rós Guðbjargardóttir. Auk þeirra verði væntanlega margt nýtt fólk á lista.

„Við fengum um 30 prósent í síðustu kosningu og ég veit ekki betur en að þau ætli að gefa kost á sér aftur, ég hef ekki heyrt annað. Við höfum verið að mælast fyrir í skoðanakönnunum jafnaðarmenn í Hafnarfirði og við ætlum að vinna sigur í næstu kosningum og taka við stjórn bæjarins,“ segir Guðmundur Árni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×