Birgitta vill þak á hækkanir verðtryggðra og óverðtryggðra lána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Birgittu finnst nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta. Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira