Pape Mamadou Faye, framherjinn sem hætti hjá Víkingi í Pepsi-deild karla í fótbolta í maí, er á leið til BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni.
Djúpmenn komust að samkomulagi við Víkinga um kaupverð á framherjanum í gær og á hann að skrifa undir samning fyrir vestan í dag. Þetta staðfestir Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings, við Vísi.
Pape skoraði eitt mark í fjórum fyrstu leikjum Víkings í Pepsi-deildinni áður en hann ákvað óvænt að hætta hjá félaginu. Hann sagðist ekki finna fyrir trausti frá þjálfurunum lengur.
Framherjinn öflugi var markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi-deildinni í fyrra þegar hann skoraði átta mörk í 20 leikjum.
Staða Djúpmanna í 1. deildinni er slæm, en liðið er með fjögur stig á botni deildarinnar eftir fyrri umferðina. Það er sjö stigum frá öruggu sæti.
Liðið ætlar að gera tilraun til að halda sæti sínu, en það fékk til sín þrjá erlenda leikmenn til viðbótar í vikunni.
Gangi allt upp í dag ætti Pape að vera orðinn löglegur fyrir næsta leik Djúpmanna gegn Selfossi sem fram fer á Torfnesvelli á morgun klukkan 14.00.
Víkingur selur Pape til Djúpmanna
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
