Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:54 Elísa Kristinsdóttir fagnar eftir hlaupið magnaða í dag þegar hún kom langfyrst í mark í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþonsins 2025. vísir/Viktor Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31