„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 08:59 Davíð Smári Lamude með bikarinn eftirsótta í baksýn. Sýn Sport „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“ Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira