Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 12:30 Halldóra Huld Ingvarsdóttir í viðtali eftir Íslandsmeistaratitilinn í dag, með soninn í fanginu. Vísir Halldóra Huld Ingvarsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni kvenna í dag eftir að hafa ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Hún eignaðist son í apríl síðastliðnum og hélt á honum í viðtali eftir að titillinn var í höfn. Halldóra þekkir það að hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hún varð Íslandsmeistari í hálfu maraþoni fyrir ári síðan, eignaðist svo soninn Ingvar Stein 3. apríl og varð Íslandsmeistari í maraþoni í dag. „Ég er bara mjög sátt. Ég ákvað bara eiginlega í gær að fara maraþon, svo ég gat ekki sett mér nein háleit markmið. En draumurinn var að ná Íslandsmeistaratitli,“ sagði Halldóra en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Halldóra Huld Íslandsmeistari í maraþoni Fram kom í viðtalinu að hún hefði hlaupið á 3 klukkustundum og 13 mínútum. Hlauparar kvörtuðu sumir undan miklum vindi í hlaupinu en Halldóra sagði rokið ekki hafa haft of mikil áhrif: „Ekki það mikil myndi ég segja, því ég var að hlaupa þetta með tveimur geggjuðum mönnum og við skiptumst á að kljúfa vindinn. Það gerir svo mikið, og að geta peppað hvert annað áfram. Það hafði mikið að segja.“ Eins og fyrr segir er býsna stutt síðan Halldóra var á fæðingardeildinni en hún lét það ekki stöðva sig: „Þetta var klárlega meiri skipulagning en vanalega en það gekk í rauninni allt upp. Ég er umkringd geggjuðu fólki sem að var tilbúið að grípa inn í og hjálpa mér,“ sagði Halldóra sem ætlar að fagna með syninum unga: „Bara kúra með honum. Það er það sem mig langar að gera. Fá mér eitthvað mjög gott að borða og slappa af.“ Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23. ágúst 2025 11:46 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23. ágúst 2025 08:06 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Sjá meira
Halldóra þekkir það að hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hún varð Íslandsmeistari í hálfu maraþoni fyrir ári síðan, eignaðist svo soninn Ingvar Stein 3. apríl og varð Íslandsmeistari í maraþoni í dag. „Ég er bara mjög sátt. Ég ákvað bara eiginlega í gær að fara maraþon, svo ég gat ekki sett mér nein háleit markmið. En draumurinn var að ná Íslandsmeistaratitli,“ sagði Halldóra en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Halldóra Huld Íslandsmeistari í maraþoni Fram kom í viðtalinu að hún hefði hlaupið á 3 klukkustundum og 13 mínútum. Hlauparar kvörtuðu sumir undan miklum vindi í hlaupinu en Halldóra sagði rokið ekki hafa haft of mikil áhrif: „Ekki það mikil myndi ég segja, því ég var að hlaupa þetta með tveimur geggjuðum mönnum og við skiptumst á að kljúfa vindinn. Það gerir svo mikið, og að geta peppað hvert annað áfram. Það hafði mikið að segja.“ Eins og fyrr segir er býsna stutt síðan Halldóra var á fæðingardeildinni en hún lét það ekki stöðva sig: „Þetta var klárlega meiri skipulagning en vanalega en það gekk í rauninni allt upp. Ég er umkringd geggjuðu fólki sem að var tilbúið að grípa inn í og hjálpa mér,“ sagði Halldóra sem ætlar að fagna með syninum unga: „Bara kúra með honum. Það er það sem mig langar að gera. Fá mér eitthvað mjög gott að borða og slappa af.“
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23. ágúst 2025 11:46 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23. ágúst 2025 08:06 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Sjá meira
Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23. ágúst 2025 11:46
Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31
Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23. ágúst 2025 08:06