Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2025 09:32 Bragi Karl Bjarkason, leikmaður FH. Vísir/Lýður Bragi Karl Bjarkason átti draumainnkomu hjá FH í Bestu deild karla í fyrrakvöld er liðið vann 5-4 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins á gervigrasi í 357 daga. FH-ingum virðist hafa liðið umtalsvert betur heima hjá sér, í Kaplakrika, heldur en að heiman í sumar. Liðið hafði aðeins unnið einn útisigur fyrir leikinn við Breiðablik í fyrrakvöld og sá sigur vannst á ÍA á Akranesi - á grasi. Aðrir útileikir á gervigrasi í sumar og allir með tölu tapast. Raunar hafði liðið ekki unnið keppnisleik á grasi síðan FH vann Fylki í Árbænum þann 25. ágúst 2024. „Ég held það sé ekki einn hlutur sem valdi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og það skiptir engu máli hvort það er gervigras eða gras. Það getur verið að þetta sé eitthvað hugarfarstengt. Ég trúi ekki á þetta og hafði ekki mikið spáð í þessu þegar það var sagt inni í klefa að við hefðum ekki unnið á gervigrasi í heilt ár. En við sýndum það að við getum unnið á gervigrasi,“ segir Bragi Karl Bjarkason, leikmaður FH. Innkoma í lagi Bragi Karl hefur ekki átt fast sæti í liði FH eftir skipti sín í Krikann frá ÍR í vetur. Hann stimplaði sig inn af krafti í leiknum við Blika. Hann skoraði eftir aðeins 30 sekúndur á vellinum, eftir að hafa komið inn á fyrir Kristján Flóka Finnbogason á 54. mínútu. Markið var með hans fyrstu snertingu í leiknum og hann skoraði öðru sinni örfáum mínútum síðar, það með sinni annarri snertingu. „Að mæta með áræðni og kraft inn í þetta. Maður reyndi að gera eins vel og maður gat og það heppnaðist þokkalega, að skora tvö,“ segir Bragi og bætir við: „Þetta var mjög ánægjulegt og ég kannski bjóst ekki við þessu. Maður tekur því sem kemur og ég er ánægður eftir þetta.“ Það hafi þá verið ánægjulegt að skora fyrstu tvö mörkin fyrir FH og jafnframt fyrstu mörkin í efstu deild. „Tilfinningin var mjög góð. Það var ákveðið spennufall í gær að skora þessi tvö mörk. Það var gaman að geta hjálpað liðinu. Böddi á svo stórt hrós skilið fyrir báðar stoðsendingarnar, hann fær stórt kredit fyrir þær,“ segir Bragi. Fréttina má sjá í spilaranum. FH Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
FH-ingum virðist hafa liðið umtalsvert betur heima hjá sér, í Kaplakrika, heldur en að heiman í sumar. Liðið hafði aðeins unnið einn útisigur fyrir leikinn við Breiðablik í fyrrakvöld og sá sigur vannst á ÍA á Akranesi - á grasi. Aðrir útileikir á gervigrasi í sumar og allir með tölu tapast. Raunar hafði liðið ekki unnið keppnisleik á grasi síðan FH vann Fylki í Árbænum þann 25. ágúst 2024. „Ég held það sé ekki einn hlutur sem valdi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og það skiptir engu máli hvort það er gervigras eða gras. Það getur verið að þetta sé eitthvað hugarfarstengt. Ég trúi ekki á þetta og hafði ekki mikið spáð í þessu þegar það var sagt inni í klefa að við hefðum ekki unnið á gervigrasi í heilt ár. En við sýndum það að við getum unnið á gervigrasi,“ segir Bragi Karl Bjarkason, leikmaður FH. Innkoma í lagi Bragi Karl hefur ekki átt fast sæti í liði FH eftir skipti sín í Krikann frá ÍR í vetur. Hann stimplaði sig inn af krafti í leiknum við Blika. Hann skoraði eftir aðeins 30 sekúndur á vellinum, eftir að hafa komið inn á fyrir Kristján Flóka Finnbogason á 54. mínútu. Markið var með hans fyrstu snertingu í leiknum og hann skoraði öðru sinni örfáum mínútum síðar, það með sinni annarri snertingu. „Að mæta með áræðni og kraft inn í þetta. Maður reyndi að gera eins vel og maður gat og það heppnaðist þokkalega, að skora tvö,“ segir Bragi og bætir við: „Þetta var mjög ánægjulegt og ég kannski bjóst ekki við þessu. Maður tekur því sem kemur og ég er ánægður eftir þetta.“ Það hafi þá verið ánægjulegt að skora fyrstu tvö mörkin fyrir FH og jafnframt fyrstu mörkin í efstu deild. „Tilfinningin var mjög góð. Það var ákveðið spennufall í gær að skora þessi tvö mörk. Það var gaman að geta hjálpað liðinu. Böddi á svo stórt hrós skilið fyrir báðar stoðsendingarnar, hann fær stórt kredit fyrir þær,“ segir Bragi. Fréttina má sjá í spilaranum.
FH Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti