Pape: Erfitt að spila þegar maður nýtur ekki stuðnings þjálfara Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2015 01:37 Pape Mamadou Faye hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Víking. vísir „Kæru vinir mínir og félagar, ég vil fá tækifæri til að útskýra mitt mál eftir allt sem hefur gengið á í dag í fjölmiðlum.“ Svona byrjar Facebook-færsla framherjans Pape Mamadou Faye sem hann skrifaði laust eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Pape er hættur hjá Pepsi-deildar liði Víkings eins og Vísir greindi frá í gærmorgun. Pape tilkynnti þjálfurum og leikmönnum Víkings á æfingu í fyrradag að hann væri hættur og hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Þessi 24 ára gamli framherji kom til Víkings veturinn 2012 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp úr 1. deildinni sumarið 2013. Þá var hann markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi-deildinni í fyrra þegar liðið nældi sér í Evrópusæti í fyrsta sinn í 23 ár.Pape skoraði átta mörk í fyrra.vísir/pjeturEkki metinn fyrir það sem ég geri best „Ég hef upplifað bæði frábæra og erfiða tíma hjá þessu félagi og er ég þakklátur fyrir minn tíma og reynslu hjá Víkingi,“ segir Pape. Hann segist hafa fengið nóg á síðustu vikum og farið á nokkra fundi með þjálfurunun, Ólafi Þórðarsyni og Milosi Milojevic, þar sem hann sagði þeim hvernig honum liði og hvernig honum finndist þeirra aðgerðir ekki hafa gengið upp gagnvart sér. „Ég hef verið að glíma við að spila út úr stöðu og ekki vera metinn fyrir það sem ég geri best. Ég er uppalinn framherji og vill vera metinn fyrir mína frammistöðu og allt sem ég hef gert fyrir félagið,“ segir Pape. „Stundum er bara of erfitt að þola of mikla gagnrýni og vera ekki metinn af þjálfara félagsins. Ég vil meian að ég gaf mig allan fyrir Víking og var tilbúinn að taka þetta tímabil af krafti, en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp. Vona ég að Víkingi gangi vel út tímabilið.“Pape er ekki sáttur með Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic.vísir/andri marinóEkkert sem gat hjálpað mér að þroskast Tímasetningin á þessum tíðindum hefur sætt furðu þar sem Pape er „læstur inni“ í félagaskiptaglugganum til 15. júlí. Hann segir tímasetninguna engu máli skipti. „Ég hef verið að hugsa þetta í smá tíma og ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig. Í fótbolta þarf þér að líða vel til að spila en þegar þú hefur ekki stuðnings þjálfara getur verið erfitt að spila með gleðinni,“ segir Pape. „Ég hef glímt við ástríðuna að spila fótbolta. Undanfarin ár hef ég sýnt þolinmæði á skipulagi þjálfara og félagsins en ég sá ekki neitt sem gat hjálpað mér að þroskast sem leikmaður hjá þessu félagi lengur.“Byrjunin á Facebook-færslunni.mynd/facebookEkki hættur í fótbolta Pape bætir við að hann hafi ætlað að harka af sér og klára tímabilið en hann varð að bregðast við fyrir sjálfan sig og þá biður hann alla þá sem urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðunina afsökunar. „Á sama tíma von ég að þeir geti sýnt minni ákvörðun skilning og því sem ég er að ganga í gegnum. Framhaldið er óljóst eins og staðan er núna en eitt er víst að ég er langt frá því að hætta í fótbolta,“ segir Pape Mamadou Faye. Lokaorðin gefa nokkuð ljóst til kynna að Pape mun reyna komast í annað félag þegar glugginn opnar 15. júlí, en hann er samningsbundinn Víkingum út tímabilið. Hvort hann geri starfslokasamning við Víking á eftir að koma í ljós, en samkvæmt heimildum Vísis hafa mörg félög áhuga á að fá Pape í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Sjá meira
„Kæru vinir mínir og félagar, ég vil fá tækifæri til að útskýra mitt mál eftir allt sem hefur gengið á í dag í fjölmiðlum.“ Svona byrjar Facebook-færsla framherjans Pape Mamadou Faye sem hann skrifaði laust eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Pape er hættur hjá Pepsi-deildar liði Víkings eins og Vísir greindi frá í gærmorgun. Pape tilkynnti þjálfurum og leikmönnum Víkings á æfingu í fyrradag að hann væri hættur og hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Þessi 24 ára gamli framherji kom til Víkings veturinn 2012 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp úr 1. deildinni sumarið 2013. Þá var hann markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi-deildinni í fyrra þegar liðið nældi sér í Evrópusæti í fyrsta sinn í 23 ár.Pape skoraði átta mörk í fyrra.vísir/pjeturEkki metinn fyrir það sem ég geri best „Ég hef upplifað bæði frábæra og erfiða tíma hjá þessu félagi og er ég þakklátur fyrir minn tíma og reynslu hjá Víkingi,“ segir Pape. Hann segist hafa fengið nóg á síðustu vikum og farið á nokkra fundi með þjálfurunun, Ólafi Þórðarsyni og Milosi Milojevic, þar sem hann sagði þeim hvernig honum liði og hvernig honum finndist þeirra aðgerðir ekki hafa gengið upp gagnvart sér. „Ég hef verið að glíma við að spila út úr stöðu og ekki vera metinn fyrir það sem ég geri best. Ég er uppalinn framherji og vill vera metinn fyrir mína frammistöðu og allt sem ég hef gert fyrir félagið,“ segir Pape. „Stundum er bara of erfitt að þola of mikla gagnrýni og vera ekki metinn af þjálfara félagsins. Ég vil meian að ég gaf mig allan fyrir Víking og var tilbúinn að taka þetta tímabil af krafti, en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp. Vona ég að Víkingi gangi vel út tímabilið.“Pape er ekki sáttur með Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic.vísir/andri marinóEkkert sem gat hjálpað mér að þroskast Tímasetningin á þessum tíðindum hefur sætt furðu þar sem Pape er „læstur inni“ í félagaskiptaglugganum til 15. júlí. Hann segir tímasetninguna engu máli skipti. „Ég hef verið að hugsa þetta í smá tíma og ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig. Í fótbolta þarf þér að líða vel til að spila en þegar þú hefur ekki stuðnings þjálfara getur verið erfitt að spila með gleðinni,“ segir Pape. „Ég hef glímt við ástríðuna að spila fótbolta. Undanfarin ár hef ég sýnt þolinmæði á skipulagi þjálfara og félagsins en ég sá ekki neitt sem gat hjálpað mér að þroskast sem leikmaður hjá þessu félagi lengur.“Byrjunin á Facebook-færslunni.mynd/facebookEkki hættur í fótbolta Pape bætir við að hann hafi ætlað að harka af sér og klára tímabilið en hann varð að bregðast við fyrir sjálfan sig og þá biður hann alla þá sem urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðunina afsökunar. „Á sama tíma von ég að þeir geti sýnt minni ákvörðun skilning og því sem ég er að ganga í gegnum. Framhaldið er óljóst eins og staðan er núna en eitt er víst að ég er langt frá því að hætta í fótbolta,“ segir Pape Mamadou Faye. Lokaorðin gefa nokkuð ljóst til kynna að Pape mun reyna komast í annað félag þegar glugginn opnar 15. júlí, en hann er samningsbundinn Víkingum út tímabilið. Hvort hann geri starfslokasamning við Víking á eftir að koma í ljós, en samkvæmt heimildum Vísis hafa mörg félög áhuga á að fá Pape í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Sjá meira