„Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 21:38 Vestri frá Ísafirði er bikarmeistari eftir sigur gegn Val í úrslitaleiknum. Guy Smit liggur hér í alsælu. vísir / ernir „Þetta er óraunveruleg upplifun. Ég neitaði að trúa þessu fyrr en dómarinn flautaði leikinn af“ sagði bikarmeistarinn Guy Smit, sem var að vinna sinn fyrsta titil hér á landi líkt og flestallir leikmenn Vestra. Hann segir það frekar sturlað að lið frá Ísafirði sé bikarmeistari. „Þekkjandi Val, ég hef verið þar, þá hélt að þeir myndu komast aftur inn í þetta. Þeir eiga alltaf sínar sóknir en varnarleikurinn sem strákarnir sýndu í dag var heimsklassa. Þeir börðust eins og stríðsmenn og köstuðu sér fyrir hvert einasta skot. Ég þurfti bara að verja tvisvar og þeir sáu um rest.“ Vinnuframlagið verðskuldaði sigur Valur var fyrirfram sigurstranglegri aðilinn en Vestri vann eftir algjöra fyrirmyndar frammistöðu. „Auðvitað vorum við lítilmagninn en síðustu daga sannfærðum við okkur um að við værum betra liðið. Við lögðum miklu meira á okkur í þessum leik og gæðin skinu í gegn inn á milli, í markinu sérstaklega. Við vorum kannski undirhundarnir en við vorum líka algjörir hundar. Voru þeir betri en við? Kannski. Kannski ekki. En við sýndum að þetta væri verðskuldaður sigur.“ Stuðningsmennirnir áttu stóran þátt „Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru sturlaðar. Þeir þrýstu okkur niður og herjuðu á okkur, ég þurfti að hafa mig allan við að verja þennan skalla og sem betur fer fór hann í stöngina út, ekki inn. Guy Smit varði boltann í stöngina. vísir / ernir Þá hugsaði ég með mér, leitum til stuðningsmannanna. Horfum upp í stúku og sýnum þeim að við séum berjast. Þeir svöruðu á móti og gáfu okkur orkuna sem við þurftum til að þrauka fyrri hálfleikinn. Síðan stilltum við okkur af fyrri seinni hálfleikinn og já, meira að segja þegar ég segi það núna, þetta er enn svo óraunverulegt“ sagði Guy og átti enn erfitt með að átta sig á því að hann væri bikarmeistari. Frekar sturlaður fyrsti titill Þetta er fyrsti titill sem Guy vinnur hér á landi en hann hefur verið hér síðan 2019 og spilað með Leikni, ÍBV og Val. „Þetta hefur verið góður tími, erfiður því ég hef fengið mikla gagnrýni í gegnum árin, en jákvæður því ég hef alltaf haldið áfram. Að vinna þetta síðan gegn [fyrrum félaginu] Val, það er sérstök stund. Ekki sérstök á þann hátt að í mér búi eitthvað hatur því ég hef spilað með mörgum leikmönnum sem eru ennþá þarna. Ég ber engar slæmar tilfinningar til þeirra en að vinna Val með liði úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk. Það er frekar sturlað“ sagði Guy áður en hann stökk upp á svið og tók við titlinum með leikmönnum Vestra. Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
„Þekkjandi Val, ég hef verið þar, þá hélt að þeir myndu komast aftur inn í þetta. Þeir eiga alltaf sínar sóknir en varnarleikurinn sem strákarnir sýndu í dag var heimsklassa. Þeir börðust eins og stríðsmenn og köstuðu sér fyrir hvert einasta skot. Ég þurfti bara að verja tvisvar og þeir sáu um rest.“ Vinnuframlagið verðskuldaði sigur Valur var fyrirfram sigurstranglegri aðilinn en Vestri vann eftir algjöra fyrirmyndar frammistöðu. „Auðvitað vorum við lítilmagninn en síðustu daga sannfærðum við okkur um að við værum betra liðið. Við lögðum miklu meira á okkur í þessum leik og gæðin skinu í gegn inn á milli, í markinu sérstaklega. Við vorum kannski undirhundarnir en við vorum líka algjörir hundar. Voru þeir betri en við? Kannski. Kannski ekki. En við sýndum að þetta væri verðskuldaður sigur.“ Stuðningsmennirnir áttu stóran þátt „Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru sturlaðar. Þeir þrýstu okkur niður og herjuðu á okkur, ég þurfti að hafa mig allan við að verja þennan skalla og sem betur fer fór hann í stöngina út, ekki inn. Guy Smit varði boltann í stöngina. vísir / ernir Þá hugsaði ég með mér, leitum til stuðningsmannanna. Horfum upp í stúku og sýnum þeim að við séum berjast. Þeir svöruðu á móti og gáfu okkur orkuna sem við þurftum til að þrauka fyrri hálfleikinn. Síðan stilltum við okkur af fyrri seinni hálfleikinn og já, meira að segja þegar ég segi það núna, þetta er enn svo óraunverulegt“ sagði Guy og átti enn erfitt með að átta sig á því að hann væri bikarmeistari. Frekar sturlaður fyrsti titill Þetta er fyrsti titill sem Guy vinnur hér á landi en hann hefur verið hér síðan 2019 og spilað með Leikni, ÍBV og Val. „Þetta hefur verið góður tími, erfiður því ég hef fengið mikla gagnrýni í gegnum árin, en jákvæður því ég hef alltaf haldið áfram. Að vinna þetta síðan gegn [fyrrum félaginu] Val, það er sérstök stund. Ekki sérstök á þann hátt að í mér búi eitthvað hatur því ég hef spilað með mörgum leikmönnum sem eru ennþá þarna. Ég ber engar slæmar tilfinningar til þeirra en að vinna Val með liði úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk. Það er frekar sturlað“ sagði Guy áður en hann stökk upp á svið og tók við titlinum með leikmönnum Vestra.
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira