Íslenski boltinn

Keflavík tekur líklega ákvörðun um Farid í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Farid Zato gæti verið á leið aftur í Pepsi-deildina.
Farid Zato gæti verið á leið aftur í Pepsi-deildina. vísir/vilhelm
Farid Zato, miðjumaðurinn sterki frá Tógó sem spilaði með KR í Pepsi-deildinni í fyrra, æfði með Keflavík í gær eins og til stóð.

Farid fótbrotnaði fyrir tímabilið og fór frá KR til Kára í 3. deildinni þar sem Sigurður Jónsson, fyrrverandi landsliðshetja og þjálfari Kára, kom honum aftur í gang. Farid er búinn að spila fjóra leiki fyrir 3. deildar liðið.

„Við erum ekki búnir að semja við hann. Hann kom á æfingu í gær og leit vel út. Hann æfir aftur í kvöld og eftir það setjumst við niður og skoðum framhaldið,“ segir Jóhann B. Guðmundsson, annar þjálfara Keflvíkur, við Vísi.

Aðspurður hvort ákvörðun verði tekin um hvort samið verði við Farid eftir æfinguna segir Jóhann: „Það gæti gerst.“

Jóhanni líst vel á Farid Zato sem spilaði mjög vel fyrir nýliða Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni árið 2013 en þaðan fór hann til KR.

„Þetta er stór og sterkur strákur sem er góður í fótbolta. Ef hann er í standi vitum við hvað hann getur. Hann er ekki óskrifað blað á Íslandi,“ segir Jóhann B. Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×