„Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 14:01 Ásdís Björg Pálmadóttir er með ýmis góð ráð fyrir keppendur í bakgarðshlaupi. Vísir Ásdís Björg Pálmadóttir, vörumerkjastjóri í Sportvörum, er á leið í sitt fimmta bakgarðshlaup á morgun og ætlar sér að hlaupa að minnsta kosti hundrað kílómetra. Hún fékk góða aðstoð frá drottningu bakgarðshlaupanna, Mari Järsk, þegar hún rauf hundrað kílómetra múrinn fyrst. „Það er alltaf smákvíði. Þetta er svo erfitt,“ segir Ásdís Björg um hlaupið á morgun en hún ræddi við Garp Elísabetarson í aðdraganda keppninnar. Viðtalið má sjá hér að neðan en þar fer Ásdís meðal annars vel yfir það hvernig best er að búa sig undir hlaup, varðandi klæðnað og næringu, en hún verður til að mynda með flatkökur, avókadó og egg til að gæða sér á á milli hringja. Bakgarðshlaupið hefst í Heiðmörk klukkan 9 í fyrramálið, í beinni útsendingu á Vísi, en keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring og þurfa að ljúka honum á innan við klukkutíma. Þeir fá svo hvíld þar til að klukkutíminn er liðinn og fara svo aftur af stað. Þannig er markmiðið að klára sem flesta hringi. Ásdís keppti fyrst í Heiðmörk árið 2020 og fór þá átta hringi, en í síðasta hlaupi fór hún heila fimmtán hringi og rauf 100 kílómetra múrinn. Fékk dýrmæta hjálp frá vinkonu sinni Hún var þó við það að gefast upp eftir ellefu hringi en Mari, vinkona hennar, kom til bjargar: „Þá nappar Mari mig og segir bara: „Þú ert að fara hundrað kílómetra! Þú ert með það markmið!“ Hún reif bara í mig og bókstaflega dróg mig næsta hring, og hraunaði yfir mig, á Mari-legan hátt. Fólk safnaðist á bakvið okkur því það þurftu bara allir að heyra þetta pepp,“ segir Ásdís sem náði að jafna sig og endaði á að fara yfir 100 kílómetra. En hvað með hlaupið í ár? Vinirnir þrýsta á enn meiri árangur „Þetta leggst alveg vel í mig. Ég er bara „average Joe“ hlaupari, miðaldra kona sem hefur gaman að hreyfa sig. En ég á vini sem eru framarlega í hlaupum á Íslandi. Ég næ að skokka með þeim. Þau eru með mjög mikið keppnisskap, og láta mig gera hluti,“ segir Ásdís létt og bætir við: „Það hentar mér mjög vel að fara hluti í ákveðnum skrefum. En svo byrjar bara: „Farðu hundrað“, og ég alveg: „Nei, ég er ekki að fara hundrað“. „Jú víst, farðu hundrað.“ Þá var ég neydd til að fara hundrað. Ég gerði það í fyrra og það var mjög erfitt,“ segir Ásdís og tekur fram að nú sé þrýstingur frá vinunum á að hún fari enn lengra. Líður ekki vel á meðan og ekki heldur eftir á „Það er ótrúlega mikið „kick“ að fara svona langt. Af hverju myndi maður gera þetta? Manni líður ekki vel á meðan þessu stendur, og manni líður ekki vel þegar þetta er búið, en það er eitthvað við þetta, að keyra sig lengra en maður getur. Mitt aðalvandamál er að ná að gera þetta á tíma, þegar komið er langt inn í hlaupið. Þegar maður er kominn 5, 6, 7 hringi, þá kemur svolítil bugun. Maður er „bara“ búinn með 5-7 hringi og það er einhvern veginn öll keppnin eftir, en það góða við þetta er að Mari finnst þetta líka erfitt þarna. Þú ert kominn með maraþonlengd og þetta er orðið lengra en löngu æfingarnar þínar. Þetta er erfitt fyrir alla, það er öllum illt, en þú þarft að halda áfram,“ segir Ásdís en nánar er rætt við hana í myndbandinu hér að ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á morgun og verður í beinni útsendingu á Vísi. Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Real Madrid - Leganés | Madrídingar mega ekki misstíga sig Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Það er alltaf smákvíði. Þetta er svo erfitt,“ segir Ásdís Björg um hlaupið á morgun en hún ræddi við Garp Elísabetarson í aðdraganda keppninnar. Viðtalið má sjá hér að neðan en þar fer Ásdís meðal annars vel yfir það hvernig best er að búa sig undir hlaup, varðandi klæðnað og næringu, en hún verður til að mynda með flatkökur, avókadó og egg til að gæða sér á á milli hringja. Bakgarðshlaupið hefst í Heiðmörk klukkan 9 í fyrramálið, í beinni útsendingu á Vísi, en keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring og þurfa að ljúka honum á innan við klukkutíma. Þeir fá svo hvíld þar til að klukkutíminn er liðinn og fara svo aftur af stað. Þannig er markmiðið að klára sem flesta hringi. Ásdís keppti fyrst í Heiðmörk árið 2020 og fór þá átta hringi, en í síðasta hlaupi fór hún heila fimmtán hringi og rauf 100 kílómetra múrinn. Fékk dýrmæta hjálp frá vinkonu sinni Hún var þó við það að gefast upp eftir ellefu hringi en Mari, vinkona hennar, kom til bjargar: „Þá nappar Mari mig og segir bara: „Þú ert að fara hundrað kílómetra! Þú ert með það markmið!“ Hún reif bara í mig og bókstaflega dróg mig næsta hring, og hraunaði yfir mig, á Mari-legan hátt. Fólk safnaðist á bakvið okkur því það þurftu bara allir að heyra þetta pepp,“ segir Ásdís sem náði að jafna sig og endaði á að fara yfir 100 kílómetra. En hvað með hlaupið í ár? Vinirnir þrýsta á enn meiri árangur „Þetta leggst alveg vel í mig. Ég er bara „average Joe“ hlaupari, miðaldra kona sem hefur gaman að hreyfa sig. En ég á vini sem eru framarlega í hlaupum á Íslandi. Ég næ að skokka með þeim. Þau eru með mjög mikið keppnisskap, og láta mig gera hluti,“ segir Ásdís létt og bætir við: „Það hentar mér mjög vel að fara hluti í ákveðnum skrefum. En svo byrjar bara: „Farðu hundrað“, og ég alveg: „Nei, ég er ekki að fara hundrað“. „Jú víst, farðu hundrað.“ Þá var ég neydd til að fara hundrað. Ég gerði það í fyrra og það var mjög erfitt,“ segir Ásdís og tekur fram að nú sé þrýstingur frá vinunum á að hún fari enn lengra. Líður ekki vel á meðan og ekki heldur eftir á „Það er ótrúlega mikið „kick“ að fara svona langt. Af hverju myndi maður gera þetta? Manni líður ekki vel á meðan þessu stendur, og manni líður ekki vel þegar þetta er búið, en það er eitthvað við þetta, að keyra sig lengra en maður getur. Mitt aðalvandamál er að ná að gera þetta á tíma, þegar komið er langt inn í hlaupið. Þegar maður er kominn 5, 6, 7 hringi, þá kemur svolítil bugun. Maður er „bara“ búinn með 5-7 hringi og það er einhvern veginn öll keppnin eftir, en það góða við þetta er að Mari finnst þetta líka erfitt þarna. Þú ert kominn með maraþonlengd og þetta er orðið lengra en löngu æfingarnar þínar. Þetta er erfitt fyrir alla, það er öllum illt, en þú þarft að halda áfram,“ segir Ásdís en nánar er rætt við hana í myndbandinu hér að ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á morgun og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Real Madrid - Leganés | Madrídingar mega ekki misstíga sig Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01