Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 15:16 Jörundur Áki Sveinsson hefur síðustu ár verið yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, og gegndi starfi framkvæmdastjóra í sumar. vísir/Bjarni Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur þar sem hitað var upp fyrir 3. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Sjá meira
Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti
Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Sjá meira