Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 23:02 Ívar Orri Kristjánsson dómari lyfti gula spjaldinu fjórum sinnum á loft í leik Breiðabliks og HK. Fékk Damir Muminovic eitt þeirra og er kominn í leikbann. Vísir/Viktor Freyr „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. „Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
„Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira