Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 23:02 Ívar Orri Kristjánsson dómari lyfti gula spjaldinu fjórum sinnum á loft í leik Breiðabliks og HK. Fékk Damir Muminovic eitt þeirra og er kominn í leikbann. Vísir/Viktor Freyr „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. „Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
„Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira