Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 22:45 Aron Sigurðarson, leikmaður KR, gegn Birki Má Sævarssyni, leikmanni Vals, Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði fimmta leiknum á útivelli í röð í kvöld. Valur vann 4-1 sigur og Aroni Sigurðarsyni, leikmanni KR, fannst úrslitin gefa nokkuð rétta mynd af leiknum. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira