Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 22:45 Aron Sigurðarson, leikmaður KR, gegn Birki Má Sævarssyni, leikmanni Vals, Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði fimmta leiknum á útivelli í röð í kvöld. Valur vann 4-1 sigur og Aroni Sigurðarsyni, leikmanni KR, fannst úrslitin gefa nokkuð rétta mynd af leiknum. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira