Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2024 07:33 Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum. Vísir/Einar Frumvarp hefur verið lagt fyrir Alþingi um að lögleiða atvinnuhnefaleika hérlendis en stundun íþróttarinnar var hér ólögleg með öllu í tæpa hálfa öld. Landsliðsþjálfari Íslands segir bannið byggt á mýtu og að heimilun atvinnumennsku myndi í raun auka öryggi keppenda. Áhugamannahnefaleikar hafa verið heimilaðir hér á landi frá árinu 2002 en áður höfðu hvers kyns hnefaleikar verið bannaðir með öllu frá árinu 1956. Atvinnumennska er enn með öllu óheimil samkvæmt löggjöfinni frá 2002. Íslendingar mega því ekki hafa atvinnu af hnefaleikum hér á landi. Atvinnumennirnir tveir sem Ísland á þurfa því að keppa erlendis og í gegnum erlent hnefaleikasamband. Kúba og Norður-Kórea voru í hópi með Íslandi sem þjóðir með álíka bann. Nýverið voru haldnir atvinnubardagar í báðum ríkjum og telur Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum, að Ísland standi nú eitt eftir á heimsvísu. „Í raun og veru er engin bein ástæða fyrir því hvers vegna og þetta hefur aldrei verið tekið fyrir. Við erum sennilega eina þjóðin eftir í heiminum sem leyfir ekki að neinu leyti atvinnuhnefaleika. Í raun og veru er þetta bara út af gamalli mýtu og hræðsla við eitthvað sem fólk þekkir ekki,“ segir Davíð Rúnar í samtali við íþróttadeild. Davíð stendur ár hvert við Icebox viðburðinum. Áhugi hefur verið fyrir atvinnumannaviðburðum hérlendis, sem gæti trekkt að stærri nöfn og meiri áhuga, en eins og sakir standa væri slíkur viðburður ólöglegur.Vísir/Arnar Segir mýtu um hætturnar Mýtan sem Davíð nefnir tengist hættunni sem stafi af hnefaleikum. Töluverð hætta er á höfuðmeiðslum sem geta haft mikil áhrif á heilsu keppenda. Dæmi eru um stórvægleg áhrif ítrekaðra höfuðhögga á íþróttafólk í mörgum greinum, til að mynda fótbolta, rúgbý og amerískum fótbolta, auk hnefaleika. Hann segir raunveruleikann aftur á móti þann að hugað sé betur að heilsu atvinnumanna heldur en áhugamanna. Heimilun atvinnumennsku geti því verkað til að auka öryggi hnefaleikafólks á Íslandi. „Munurinn á áhugamönnum og atvinnumönnum er orðinn svo lítill. Það er búið að taka höfuðhlífarnar af hjá fullorðnum. Reglurnar [sem varða öryggi og heilsu] eru miklu strangari í atvinnuhnefaleikum. Þú þarft að fara í gegnum heilaskanna, mikið læknaeftirlit og eftir bardaga er mikið athugað,“ segir Davíð en samkvæmt alþjóðlegu regluverki þarf atvinnufólk í greininni að fara í myndatöku á höfði árlega. „Á móti því að í áhugamannahnefaleikum er svona tiltölulega þægilegt lækniseftirlit. [Það er skrýtið] að leyfa ekki grein sem er með enn strangara utanumhald sem hefur sýnt að það gengur,“ segir Davíð. Hægt að bera sig saman við Noreg og Svíþjóð Þau Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru flutningsmenn frumvarps fyrir Alþingi þess efnis að atvinnuhnefaleikar verði leyfðir hér á landi. Sjá einnig: 119/155 frumvarp: hnefaleikar | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is) Málið var fyrst lagt fram í mars í fyrra en komst ekki að á þinginu á síðasta vetri. Davíð telur að málið fljúgi í gegn strax og það nær inn á þinggólf. „Ég held að ef þetta nær inn fer það alltaf í gegn. Það er engin ástæða yfir því að þetta fari ekki í gegn. Þetta er ætti að vera heldur fljótafgreitt,“ segir Davíð. „Við erum með lönd í kringum okkur, eins og til dæmis norska sambandið, sem er nýjasta sambandið í kringum okkur til að lögleiða hnefaleika. Við getum kóperað það sem þeir eru að gera, sama með Svíþjóð, það er ekki langt síðan að þeir lögleiddu þetta heldur,“ „Þetta er mjög svipað umhverfi. Við getum gert nákvæmlega það sem þeir eru að gera. Af hverju ekki?“ segir Davíð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Box Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Áhugamannahnefaleikar hafa verið heimilaðir hér á landi frá árinu 2002 en áður höfðu hvers kyns hnefaleikar verið bannaðir með öllu frá árinu 1956. Atvinnumennska er enn með öllu óheimil samkvæmt löggjöfinni frá 2002. Íslendingar mega því ekki hafa atvinnu af hnefaleikum hér á landi. Atvinnumennirnir tveir sem Ísland á þurfa því að keppa erlendis og í gegnum erlent hnefaleikasamband. Kúba og Norður-Kórea voru í hópi með Íslandi sem þjóðir með álíka bann. Nýverið voru haldnir atvinnubardagar í báðum ríkjum og telur Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum, að Ísland standi nú eitt eftir á heimsvísu. „Í raun og veru er engin bein ástæða fyrir því hvers vegna og þetta hefur aldrei verið tekið fyrir. Við erum sennilega eina þjóðin eftir í heiminum sem leyfir ekki að neinu leyti atvinnuhnefaleika. Í raun og veru er þetta bara út af gamalli mýtu og hræðsla við eitthvað sem fólk þekkir ekki,“ segir Davíð Rúnar í samtali við íþróttadeild. Davíð stendur ár hvert við Icebox viðburðinum. Áhugi hefur verið fyrir atvinnumannaviðburðum hérlendis, sem gæti trekkt að stærri nöfn og meiri áhuga, en eins og sakir standa væri slíkur viðburður ólöglegur.Vísir/Arnar Segir mýtu um hætturnar Mýtan sem Davíð nefnir tengist hættunni sem stafi af hnefaleikum. Töluverð hætta er á höfuðmeiðslum sem geta haft mikil áhrif á heilsu keppenda. Dæmi eru um stórvægleg áhrif ítrekaðra höfuðhögga á íþróttafólk í mörgum greinum, til að mynda fótbolta, rúgbý og amerískum fótbolta, auk hnefaleika. Hann segir raunveruleikann aftur á móti þann að hugað sé betur að heilsu atvinnumanna heldur en áhugamanna. Heimilun atvinnumennsku geti því verkað til að auka öryggi hnefaleikafólks á Íslandi. „Munurinn á áhugamönnum og atvinnumönnum er orðinn svo lítill. Það er búið að taka höfuðhlífarnar af hjá fullorðnum. Reglurnar [sem varða öryggi og heilsu] eru miklu strangari í atvinnuhnefaleikum. Þú þarft að fara í gegnum heilaskanna, mikið læknaeftirlit og eftir bardaga er mikið athugað,“ segir Davíð en samkvæmt alþjóðlegu regluverki þarf atvinnufólk í greininni að fara í myndatöku á höfði árlega. „Á móti því að í áhugamannahnefaleikum er svona tiltölulega þægilegt lækniseftirlit. [Það er skrýtið] að leyfa ekki grein sem er með enn strangara utanumhald sem hefur sýnt að það gengur,“ segir Davíð. Hægt að bera sig saman við Noreg og Svíþjóð Þau Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru flutningsmenn frumvarps fyrir Alþingi þess efnis að atvinnuhnefaleikar verði leyfðir hér á landi. Sjá einnig: 119/155 frumvarp: hnefaleikar | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is) Málið var fyrst lagt fram í mars í fyrra en komst ekki að á þinginu á síðasta vetri. Davíð telur að málið fljúgi í gegn strax og það nær inn á þinggólf. „Ég held að ef þetta nær inn fer það alltaf í gegn. Það er engin ástæða yfir því að þetta fari ekki í gegn. Þetta er ætti að vera heldur fljótafgreitt,“ segir Davíð. „Við erum með lönd í kringum okkur, eins og til dæmis norska sambandið, sem er nýjasta sambandið í kringum okkur til að lögleiða hnefaleika. Við getum kóperað það sem þeir eru að gera, sama með Svíþjóð, það er ekki langt síðan að þeir lögleiddu þetta heldur,“ „Þetta er mjög svipað umhverfi. Við getum gert nákvæmlega það sem þeir eru að gera. Af hverju ekki?“ segir Davíð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Box Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira