Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 11:01 Gary Martin í leik með KR Vísir/Daníel Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan: Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan:
Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira