„Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 09:30 Sölvi Geir Ottesen. Vísir/Arnar Stjarna nýliðins landsliðsverkefnis karla í fótbolta var ekki innan vallar er Ísland mætti Svartfellingum og Tyrkjum í Þjóðadeild karla. Aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen vakti mikla, og verðskuldaða athygli. Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5. Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5.
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn