Stjórnarliðar sprungu á limminu og þinglok í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 19:51 Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Alþingi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira