Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2025 19:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun á næstu vikum leggja fram stefnu i öryggis- og varnarmálum. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra hyggst leggja fram varnar- og öryggisstefnu á Alþingi í þessum mánuði. Líta þurfi á varnarmál til lengri tíma og gera það sem þarf til að verja öryggi borgaranna. Í morgun var kynnt skýrsla samráðshóps þingmanna um fjórtán lykiláherslur í varnar- og öryggismálum hér á landi. Utanríkisráðherra mun leggja stefnu í málaflokknum fyrir þingið á næstu vikum sem byggir á skýrslunni. „Ógnin er veruleg. Allar vísbendingar, allar upplýsingar sýna að við þurfum að taka þessu mjög alvarlega. Áhugi Rússa á Norðurslóðum hefur ekkert minnkað með stríði í Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Efla innviði landsins Áherslupunktarnir eru fjórtán og þeim skipt niður í þrjá flokka. Fyrst á að efla alþjóðasamstarf, í gegnum NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og með styrkingu norræns varnarsamstarfs. Þá á að efla innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu, meðal annars með auknum fjárfestingum, eflingu áfallaþols, aukinni greiningargetu og virkri upplýsingamiðlun. Að lokum þarf að bregðast við áskorunum í stofnana- og lagaumhverfi, með gerð heildstæðrar löggjafar og styrkingu stofnanaumgjarðar. „Við þurfum að efla mannauðinn hér heima, efla enn frekar eigin greiningargetu, að sjálfsögðu munum við styðjast við greiningar og samstarf annarra ríkja en við þurfum líka að geta metið það sjálf út fá okkar fullveldi hreinlega.“ Ekki til umræðu að hér verði varnarlið Fram kemur í skýrslunni að efla þurfi opna og lýðræðislega umræðu og styrkja fjölmiðla. Fyrrverandi utanríkisráðherra, sem situr í samráðshópnum segir stjórnvöld þurfa að styrkja fjölmiðlaumhverfið. „Við erum ekki nægilega dugleg að vera tilbúin að borga fyrir að fá upplýsingar sem að eru réttar þar sem eru gerðar kröfur til þeirra sem þar starfa, þar sem eru einhverjir ábyrgðarmenn þar að baki. ÞEtta er líka eitthvað sem við þurfum að spyrja okkur: hvers virði eru sterkir fjölmiðlar, öflugir fjölmiðlar og hvaða hlutverki hafa þeir að gegna í samfélögum?“ spyr Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherra segir ekki koma til greina að stofna her hér á landi og ekki hafi komið til umræðu að hér verði varnarlið með fasta viðveru. „Hér er alltaf viðverandi herafli með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorgerður. „Við þurfum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það sé ákveðin fæling hér á Íslandi, að við getum staðið frammi fyrir þeim ógnum sem vissulega kunna að koma án þess að við stefnum öryggi borgaranna í hættu.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Alþingi Tengdar fréttir Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30 Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Í morgun var kynnt skýrsla samráðshóps þingmanna um fjórtán lykiláherslur í varnar- og öryggismálum hér á landi. Utanríkisráðherra mun leggja stefnu í málaflokknum fyrir þingið á næstu vikum sem byggir á skýrslunni. „Ógnin er veruleg. Allar vísbendingar, allar upplýsingar sýna að við þurfum að taka þessu mjög alvarlega. Áhugi Rússa á Norðurslóðum hefur ekkert minnkað með stríði í Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Efla innviði landsins Áherslupunktarnir eru fjórtán og þeim skipt niður í þrjá flokka. Fyrst á að efla alþjóðasamstarf, í gegnum NATO, varnarsamstarfið við Bandaríkin og með styrkingu norræns varnarsamstarfs. Þá á að efla innlendan varnarviðbúnað, þekkingu og getu, meðal annars með auknum fjárfestingum, eflingu áfallaþols, aukinni greiningargetu og virkri upplýsingamiðlun. Að lokum þarf að bregðast við áskorunum í stofnana- og lagaumhverfi, með gerð heildstæðrar löggjafar og styrkingu stofnanaumgjarðar. „Við þurfum að efla mannauðinn hér heima, efla enn frekar eigin greiningargetu, að sjálfsögðu munum við styðjast við greiningar og samstarf annarra ríkja en við þurfum líka að geta metið það sjálf út fá okkar fullveldi hreinlega.“ Ekki til umræðu að hér verði varnarlið Fram kemur í skýrslunni að efla þurfi opna og lýðræðislega umræðu og styrkja fjölmiðla. Fyrrverandi utanríkisráðherra, sem situr í samráðshópnum segir stjórnvöld þurfa að styrkja fjölmiðlaumhverfið. „Við erum ekki nægilega dugleg að vera tilbúin að borga fyrir að fá upplýsingar sem að eru réttar þar sem eru gerðar kröfur til þeirra sem þar starfa, þar sem eru einhverjir ábyrgðarmenn þar að baki. ÞEtta er líka eitthvað sem við þurfum að spyrja okkur: hvers virði eru sterkir fjölmiðlar, öflugir fjölmiðlar og hvaða hlutverki hafa þeir að gegna í samfélögum?“ spyr Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherra segir ekki koma til greina að stofna her hér á landi og ekki hafi komið til umræðu að hér verði varnarlið með fasta viðveru. „Hér er alltaf viðverandi herafli með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorgerður. „Við þurfum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það sé ákveðin fæling hér á Íslandi, að við getum staðið frammi fyrir þeim ógnum sem vissulega kunna að koma án þess að við stefnum öryggi borgaranna í hættu.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Alþingi Tengdar fréttir Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30 Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. 12. september 2025 15:30
Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. 12. september 2025 13:04
Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 12. september 2025 09:51