Stebbi í Lúdó látinn Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 10:37 Stefán Jónsson söngvari var oft kallaður Stebbi í Lúdó. Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa. Andlát Tónlist Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa.
Andlát Tónlist Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent