Innlent

Um­fangs­mikil lögregluaðgerð í Hamra­borg

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra er á vettvangi.
Sérsveit ríkislögreglustjóra er á vettvangi. Vísir/Ívar Fannar

Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Lokað hefur verið fyrir umferð um Skeljabrekku vegna aðgerðarinnar en ekki liggur fyrir hvers eðlis hún er.

Hvorki hefur náðst í lögregluna né sérsveit ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Veistu meira um málið? Áttu myndir? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×