Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Eiður Þór Árnason skrifar 12. september 2025 15:11 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Helga Rósa Másdóttir, formaður Fíh. Vísir Verkalýðsleiðtogar segja áform um afnám áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna og tímabundinnar lausnar þeirra fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Með þessu þverbrjóti ríkisstjórnin leikreglur vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin muni verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku. „Með þessum áformum afhjúpar ríkisstjórnin þekkingar- og skeytingarleysi sitt á mikilvægi samstarfs við aðila vinnumarkaðarins,“ segir í yfirlýsingu frá forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og formönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), Kennarasambands Íslands (KÍ), Bandalags háskólamanna (BHM) og BSRB. Fordæmalaust sé að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Verkalýðsforkólfarnir segja þetta bætast við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar af sama toga um skerðingu atvinnuleysistrygginga sem og skerðingu réttinda örorku- og ellilífeyrisþega í lífeyrissjóðum. Undir yfirlýsinguna skrifa Finnbjörn A Hermannsson, forseti ASÍ, Helga Rósa Másdóttir, formaður Fíh, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, stærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. „Grunnstoð íslenska vinnumarkaðsmódelsins er náið samráð og samskipti aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um öll þau mál er snúa að kjörum launafólks. Þetta módel er undirstaða sterks vinnumarkaðar á Íslandi og velferðarsamfélagsins og er lykilatriði að farsæld þeirra verkefna sem unnin eru á vettvangi ríkisins.“ Mikilvægt að stofnanir búi yfir hæfu starfsfólki Að sögn ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar breytingar liður í því að stofnanir ríkisins geti „skapað starfsfólki öruggt og heilsusamlegt umhverfi.“ Ákvörðun um uppsögn og lausn um stundarsakir verði áfram stjórnvaldsákvarðanir. „Þannig er tryggt að ákvarðanir munu áfram þurfa að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem samræmist réttmætisreglu stjórnsýslulaga og að meðalhófs verði gætt. Starfsfólk ríkisins er í lykilhlutverki við að veita góða opinbera þjónustu og mikilvægt að stofnanir ríkisins laði að og búi yfir hæfu starfsfólki til þess að sinna opinberri þjónustu. Þannig næst fram hagkvæmni í ríkisrekstri og bætt þjónusta samfélaginu til heilla,“ segir í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Sjá meira
„Með þessum áformum afhjúpar ríkisstjórnin þekkingar- og skeytingarleysi sitt á mikilvægi samstarfs við aðila vinnumarkaðarins,“ segir í yfirlýsingu frá forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og formönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), Kennarasambands Íslands (KÍ), Bandalags háskólamanna (BHM) og BSRB. Fordæmalaust sé að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Verkalýðsforkólfarnir segja þetta bætast við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar af sama toga um skerðingu atvinnuleysistrygginga sem og skerðingu réttinda örorku- og ellilífeyrisþega í lífeyrissjóðum. Undir yfirlýsinguna skrifa Finnbjörn A Hermannsson, forseti ASÍ, Helga Rósa Másdóttir, formaður Fíh, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, stærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. „Grunnstoð íslenska vinnumarkaðsmódelsins er náið samráð og samskipti aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um öll þau mál er snúa að kjörum launafólks. Þetta módel er undirstaða sterks vinnumarkaðar á Íslandi og velferðarsamfélagsins og er lykilatriði að farsæld þeirra verkefna sem unnin eru á vettvangi ríkisins.“ Mikilvægt að stofnanir búi yfir hæfu starfsfólki Að sögn ríkisstjórnarinnar eru fyrirhugaðar breytingar liður í því að stofnanir ríkisins geti „skapað starfsfólki öruggt og heilsusamlegt umhverfi.“ Ákvörðun um uppsögn og lausn um stundarsakir verði áfram stjórnvaldsákvarðanir. „Þannig er tryggt að ákvarðanir munu áfram þurfa að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem samræmist réttmætisreglu stjórnsýslulaga og að meðalhófs verði gætt. Starfsfólk ríkisins er í lykilhlutverki við að veita góða opinbera þjónustu og mikilvægt að stofnanir ríkisins laði að og búi yfir hæfu starfsfólki til þess að sinna opinberri þjónustu. Þannig næst fram hagkvæmni í ríkisrekstri og bætt þjónusta samfélaginu til heilla,“ segir í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Sjá meira
Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29