„Leyninefnd að störfum“ Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 19:15 Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“ Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“
Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent