Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2015 13:19 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent frá sér athugasemdir að beiðni Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vegna umfjöllunar Kastljóss í gærkvöldi um fjárfestingasamning ráðuneytisins við Matorku.Kastljósið sagði frá því að Matorka muni fá ívilnanir á bilinu 35 - 60 prósent af fjárfestingu félagsins í bleikjueldi sem það hyggst stunda á Reykjanesi. Ráðuneytið heldur því fram að rangt hafi verið farið með nokkur atriði í Kastljósinu og segir til að mynda að ekki sé efnislegur munur á fjárfestingarsamningi við Matorku og öðrum nýlegum fjárfestingarsamningum. „Í Kastljósi var þannig rangt með farið að í fjárfestingarsamningi frá 2014 við Thorsil, vegna kísilvers í Helguvík, væri gert ráð fyrir 18% tekjuskattshlutfalli og að þar væri ekki gert ráð fyrir þjálfunarstyrkjum. Hið rétta er að fjárfestingarsamningurinn við Thorsil, frá maí 2014, er efnislega sams konar og fjárfestingarsamningurinn við Matorku og inniheldur bæði 15% tekjuskattshlutfall og kveðið er á um möguleika á þjálfunarstyrkjum. Veiting þjálfunaraðstoðar er þó ávallt háð heimild í fjárlögum og á það jafnt við um Thorsil og Matorku,“ segir í athugasemd ráðuneytisins sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Í Kastljósþætti gærkvöldsins var nýgerður fjárfestingasamningur við Matorku til umfjöllunar. Þó að lög um ívilnanir séu í grunninn einföld og byggi á skýrri hugmyndafræði þá getur útfærsla á einstökum samningum verið flókin og í umfjöllun Kastljóssins var farið rangt með nokkur atriði. Til að leiðrétta þessar missagnir vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gera eftirfarandi athugasemdir.Í fyrsta lagi ber að árétta að ekki er efnislegur munur á fjárfestingarsamningi við Matorku og öðrum nýlegum fjárfestingarsamningum. Í Kastljósi var þannig rangt með farið að í fjárfestingarsamningi frá 2014 við Thorsil, vegna kísilvers í Helguvík, væri gert ráð fyrir 18% tekjuskattshlutfalli og að þar væri ekki gert ráð fyrir þjálfunarstyrkjum. Hið rétta er að fjárfestingarsamningurinn við Thorsil, frá maí 2014, er efnislega sams konar og fjárfestingarsamningurinn við Matorku og inniheldur bæði 15% tekjuskattshlutfall og kveðið er á um möguleika á þjálfunarstyrkjum. Veiting þjálfunaraðstoðar er þó ávallt háð heimild í fjárlögum og á það jafnt við um Thorsil og Matorku.Í öðru lagi ber að hafa í huga að þegar fjallað er um hlutfall ríkisaðstoðar í fjárfestingarsamningi þá ræðst það af stærð viðkomandi verkefnis og fyrirtækis. Samkvæmt EES reglum lækkar þetta hlutfall eftir því sem verkefnið er stærra og því eru ríkari heimildir til að styrkja minni fyrirtæki en stærri. Á þessum grundvelli er hlutfallið hærra í tilviki Matorku (35%) en Thorsil, þó svo að sjálfar ívilnanirnar séu efnislega þær sömu. Veiting þjálfunarstyrks er síðan ávalt háð sérstöku mati og samþykki á fjárlögum, og sams konar ákvæði hefur verið í fyrri fjárfestingarsamningum hvað það varðar. Í öllu falli getur hlutfallið aldrei orðið 60% eins og fram kom í umfjöllun Kastljóss og í Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Þar af leiðandi getur aldrei verið um 700 m.kr. ríkisaðstoð að ræða í samningnum við Matorku. Hámarkið í eftirgjöf opinberra gjalda samkvæmt samningnum er 425 m.kr. ef allar forsendur ganga eftir. Fyrirtækið hefur að auki lagt inn umsókn um 50 m.kr. þjálfunaraðstoð til þess að mennta starfsfólk sem félagið hyggst ráða. Til skoðunar er hvort félagið geti fengið hluta þess kostnaðar í formi framlags frá ríkinu í samræmi við reglur EES. Slík fjárveiting yrði háð samþykki Alþingis eins og fram kemur í fjárfestingarsamningnum.. Í þriðja lagi er mikilvægt að halda því til haga að umræddir fjárfestingarsamningar fela ekki í sér að afslættir frá tilteknum sköttum séu greiddir beint út, óháð framvindu verkefnisins. Hinar veittu ívilnanir eru skattalegs eðlis og þannig beint tengdar rekstri viðkomandi verkefnis og hugsanlegum framtíðar skattgreiðslum þess (sem ella hefðu ekki fallið til þar sem ívilnunin er forsenda verkefnisins). Auk þess er um tímabundnar ívilnanir að ræða á fyrstu árum verkefnisins. Ef verkefnið verður ekki að veruleika er því ekki um neinar ívilnanir að ræða og ef það er minna að umfangi en áætlanir stóðu til þá lækka veittar ívilnanir sem því nemur. Í samningnum er þannig eingöngu kveðið á um hvert hámarkið geti orðið.Ef rekstur félags hefst seinna en áætlanir gerðu ráð fyrir þegar fjárfestingarsamningur var undirritaður, þ.e. hefst 2018 í stað 2016, þýðir það í raun að félag fær afslátt af sköttum í færri ár en ella vegna þess að fjárfestingarsamningur gildir að hámarki í 13 ár frá undirritun hans og eingöngu er heimilt að veita afslátt í 10 ár.Þetta almenna fyrirkomulag við veitingu skattalegra ívilnana er því efnislega ólíkt því þegar á fjárlögum eru samþykktar sérstakar fjárveitingar (styrkir) til framkvæmda við t.d. iðnaðarlóð vegna fiskeldisvinnslu á Bíldudal eða lóðarframkvæmda á Bakka við Húsavík, eins og gert hefur verið á liðnum árum.Í fjórða lagi verður að benda á að í fjárfestingarsamningnum við Matorku, líkt og við gerð annarra fjárfestingarsamninga, er það hlutverk l nefndar á vegum ráðuneytisins að fara með faglegum hætti yfir umsóknir um ívilnanir og leggja mat á það hvort þær uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir veitingu ívilnana en hluti af þeirri skoðun er m.a. að fara yfir upplýsingar um þá aðila sem að verkefninu standa. Að lokinni yfirferð sinni gerir nefndin tillögu til ráðherra um afgreiðslu viðkomandi umsóknar. . Ráðherra kemur því ekki að yfirferð umsókna á fyrri stigum, hvorki í þessu máli né öðrum. Alfarið er því vísað á bug aðdróttunum um að annarleg sjónarmið, eins og frændsemi eða önnur tengsl, hafi haft áhrif á að gerður var fjárfestingarsamningur við Matorku. Það á hvorki við í þessu máli né öðrum þeim fjárfestingarsamningum sem gerðir hafa verið á undanförnum árum. Allar starfsgreinar eru jafnar fyrir lögum um ívilnanirFyrirhuguð löggjöf um ívilnanir og framkvæmd stjórnvalda á henni er rammalöggjöf og samkvæmt henni eru ívilnanir almennt í boði fyrir öll fyrirtæki sem hyggja á nýfjárfestingar og uppfylla almenn skilyrði laganna (m.a. um staðsetningu á byggðakorti). Löggjöfin gerir því ekki upp á milli fyrirtækja eða atvinnugreina. Það er heldur ekki í höndum framkvæmdavaldsins að velja eða gera upp á milli fyrirtækja í þeim efnum, enda kemur fram í 40. gr. stjórnarskrárinnar að skattamálum beri að skipa með lögum (þar með talið skattalegum ívilnunum). Ekki er því unnt að semja sérstaklega um skattaleg frávik einstakra fyrirtækja án þess að almenn lagaheimild sé til staðar. Bæði lögin og framkvæmd þeirra tryggja því jafnræði þegar kemur að veitingu ívilnana. Ef ætlunin væri að takmarka veitingu ívilnana við atvinnugreinar sem ekki eru fyrir í landinu þyrfti að gera það með almennum hætti. Það myndi þá hafa þær afleiðingar að ekki væri hægt að veita ívilnanir til að laða hingað til lands fleiri fyrirtæki í ýmsum greinum sem hingað til hafa verið talin eftirsóknarverð, t.a.m. gagnaversiðnaði og líftækni.Frumvarp til laga um ívilnanir til nýfjárfestinga er nú til meðferðar á Alþingi og í ljósi umræðunnar er eðlilegt að Alþingi skoði nánar hvort ástæða sé til að þrengja frekar skilyrði þess að veita ívilnanir vegna nýfjárfestinga, án þess þó að það gangi gegn þeirri stefnu stjórnvalda sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum frá maí 2013 um að leita leiða til að efla og örva nýfjárfestingar í landinu. Alþingi Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent frá sér athugasemdir að beiðni Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vegna umfjöllunar Kastljóss í gærkvöldi um fjárfestingasamning ráðuneytisins við Matorku.Kastljósið sagði frá því að Matorka muni fá ívilnanir á bilinu 35 - 60 prósent af fjárfestingu félagsins í bleikjueldi sem það hyggst stunda á Reykjanesi. Ráðuneytið heldur því fram að rangt hafi verið farið með nokkur atriði í Kastljósinu og segir til að mynda að ekki sé efnislegur munur á fjárfestingarsamningi við Matorku og öðrum nýlegum fjárfestingarsamningum. „Í Kastljósi var þannig rangt með farið að í fjárfestingarsamningi frá 2014 við Thorsil, vegna kísilvers í Helguvík, væri gert ráð fyrir 18% tekjuskattshlutfalli og að þar væri ekki gert ráð fyrir þjálfunarstyrkjum. Hið rétta er að fjárfestingarsamningurinn við Thorsil, frá maí 2014, er efnislega sams konar og fjárfestingarsamningurinn við Matorku og inniheldur bæði 15% tekjuskattshlutfall og kveðið er á um möguleika á þjálfunarstyrkjum. Veiting þjálfunaraðstoðar er þó ávallt háð heimild í fjárlögum og á það jafnt við um Thorsil og Matorku,“ segir í athugasemd ráðuneytisins sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Í Kastljósþætti gærkvöldsins var nýgerður fjárfestingasamningur við Matorku til umfjöllunar. Þó að lög um ívilnanir séu í grunninn einföld og byggi á skýrri hugmyndafræði þá getur útfærsla á einstökum samningum verið flókin og í umfjöllun Kastljóssins var farið rangt með nokkur atriði. Til að leiðrétta þessar missagnir vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gera eftirfarandi athugasemdir.Í fyrsta lagi ber að árétta að ekki er efnislegur munur á fjárfestingarsamningi við Matorku og öðrum nýlegum fjárfestingarsamningum. Í Kastljósi var þannig rangt með farið að í fjárfestingarsamningi frá 2014 við Thorsil, vegna kísilvers í Helguvík, væri gert ráð fyrir 18% tekjuskattshlutfalli og að þar væri ekki gert ráð fyrir þjálfunarstyrkjum. Hið rétta er að fjárfestingarsamningurinn við Thorsil, frá maí 2014, er efnislega sams konar og fjárfestingarsamningurinn við Matorku og inniheldur bæði 15% tekjuskattshlutfall og kveðið er á um möguleika á þjálfunarstyrkjum. Veiting þjálfunaraðstoðar er þó ávallt háð heimild í fjárlögum og á það jafnt við um Thorsil og Matorku.Í öðru lagi ber að hafa í huga að þegar fjallað er um hlutfall ríkisaðstoðar í fjárfestingarsamningi þá ræðst það af stærð viðkomandi verkefnis og fyrirtækis. Samkvæmt EES reglum lækkar þetta hlutfall eftir því sem verkefnið er stærra og því eru ríkari heimildir til að styrkja minni fyrirtæki en stærri. Á þessum grundvelli er hlutfallið hærra í tilviki Matorku (35%) en Thorsil, þó svo að sjálfar ívilnanirnar séu efnislega þær sömu. Veiting þjálfunarstyrks er síðan ávalt háð sérstöku mati og samþykki á fjárlögum, og sams konar ákvæði hefur verið í fyrri fjárfestingarsamningum hvað það varðar. Í öllu falli getur hlutfallið aldrei orðið 60% eins og fram kom í umfjöllun Kastljóss og í Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Þar af leiðandi getur aldrei verið um 700 m.kr. ríkisaðstoð að ræða í samningnum við Matorku. Hámarkið í eftirgjöf opinberra gjalda samkvæmt samningnum er 425 m.kr. ef allar forsendur ganga eftir. Fyrirtækið hefur að auki lagt inn umsókn um 50 m.kr. þjálfunaraðstoð til þess að mennta starfsfólk sem félagið hyggst ráða. Til skoðunar er hvort félagið geti fengið hluta þess kostnaðar í formi framlags frá ríkinu í samræmi við reglur EES. Slík fjárveiting yrði háð samþykki Alþingis eins og fram kemur í fjárfestingarsamningnum.. Í þriðja lagi er mikilvægt að halda því til haga að umræddir fjárfestingarsamningar fela ekki í sér að afslættir frá tilteknum sköttum séu greiddir beint út, óháð framvindu verkefnisins. Hinar veittu ívilnanir eru skattalegs eðlis og þannig beint tengdar rekstri viðkomandi verkefnis og hugsanlegum framtíðar skattgreiðslum þess (sem ella hefðu ekki fallið til þar sem ívilnunin er forsenda verkefnisins). Auk þess er um tímabundnar ívilnanir að ræða á fyrstu árum verkefnisins. Ef verkefnið verður ekki að veruleika er því ekki um neinar ívilnanir að ræða og ef það er minna að umfangi en áætlanir stóðu til þá lækka veittar ívilnanir sem því nemur. Í samningnum er þannig eingöngu kveðið á um hvert hámarkið geti orðið.Ef rekstur félags hefst seinna en áætlanir gerðu ráð fyrir þegar fjárfestingarsamningur var undirritaður, þ.e. hefst 2018 í stað 2016, þýðir það í raun að félag fær afslátt af sköttum í færri ár en ella vegna þess að fjárfestingarsamningur gildir að hámarki í 13 ár frá undirritun hans og eingöngu er heimilt að veita afslátt í 10 ár.Þetta almenna fyrirkomulag við veitingu skattalegra ívilnana er því efnislega ólíkt því þegar á fjárlögum eru samþykktar sérstakar fjárveitingar (styrkir) til framkvæmda við t.d. iðnaðarlóð vegna fiskeldisvinnslu á Bíldudal eða lóðarframkvæmda á Bakka við Húsavík, eins og gert hefur verið á liðnum árum.Í fjórða lagi verður að benda á að í fjárfestingarsamningnum við Matorku, líkt og við gerð annarra fjárfestingarsamninga, er það hlutverk l nefndar á vegum ráðuneytisins að fara með faglegum hætti yfir umsóknir um ívilnanir og leggja mat á það hvort þær uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir veitingu ívilnana en hluti af þeirri skoðun er m.a. að fara yfir upplýsingar um þá aðila sem að verkefninu standa. Að lokinni yfirferð sinni gerir nefndin tillögu til ráðherra um afgreiðslu viðkomandi umsóknar. . Ráðherra kemur því ekki að yfirferð umsókna á fyrri stigum, hvorki í þessu máli né öðrum. Alfarið er því vísað á bug aðdróttunum um að annarleg sjónarmið, eins og frændsemi eða önnur tengsl, hafi haft áhrif á að gerður var fjárfestingarsamningur við Matorku. Það á hvorki við í þessu máli né öðrum þeim fjárfestingarsamningum sem gerðir hafa verið á undanförnum árum. Allar starfsgreinar eru jafnar fyrir lögum um ívilnanirFyrirhuguð löggjöf um ívilnanir og framkvæmd stjórnvalda á henni er rammalöggjöf og samkvæmt henni eru ívilnanir almennt í boði fyrir öll fyrirtæki sem hyggja á nýfjárfestingar og uppfylla almenn skilyrði laganna (m.a. um staðsetningu á byggðakorti). Löggjöfin gerir því ekki upp á milli fyrirtækja eða atvinnugreina. Það er heldur ekki í höndum framkvæmdavaldsins að velja eða gera upp á milli fyrirtækja í þeim efnum, enda kemur fram í 40. gr. stjórnarskrárinnar að skattamálum beri að skipa með lögum (þar með talið skattalegum ívilnunum). Ekki er því unnt að semja sérstaklega um skattaleg frávik einstakra fyrirtækja án þess að almenn lagaheimild sé til staðar. Bæði lögin og framkvæmd þeirra tryggja því jafnræði þegar kemur að veitingu ívilnana. Ef ætlunin væri að takmarka veitingu ívilnana við atvinnugreinar sem ekki eru fyrir í landinu þyrfti að gera það með almennum hætti. Það myndi þá hafa þær afleiðingar að ekki væri hægt að veita ívilnanir til að laða hingað til lands fleiri fyrirtæki í ýmsum greinum sem hingað til hafa verið talin eftirsóknarverð, t.a.m. gagnaversiðnaði og líftækni.Frumvarp til laga um ívilnanir til nýfjárfestinga er nú til meðferðar á Alþingi og í ljósi umræðunnar er eðlilegt að Alþingi skoði nánar hvort ástæða sé til að þrengja frekar skilyrði þess að veita ívilnanir vegna nýfjárfestinga, án þess þó að það gangi gegn þeirri stefnu stjórnvalda sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum frá maí 2013 um að leita leiða til að efla og örva nýfjárfestingar í landinu.
Alþingi Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent