Um kolefnisspor og hlýnun jarðar Jón Skafti Gestsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Hlýnun jarðar er af mörgum talið vera eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir og þar spilar losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stórt hlutverk. Ljóst er að aðgerða er þörf ef draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda en til þess að hægt sé að grípa til aðgerða þarf að skilgreina vandamálið og koma mælikvarða á þá þætti sem hafa áhrif á hlýnun jarðar. Koltvísýringur (CO2) er þekktasta gróðurhúsalofttegundin og sú sem jafnan er rætt um. Bandarísku umhverfisstofnuninni telur koltvísýring nema rúmlega þremur fjórðu hlutum allra losunar gróðurhúsalofttegunda. Losun gróðurhúsalofttegunda er því jafnan mæld í koltvísýringsígildum. Einn slíkur mælikvarði er kolefnisspor. Þau eru talin í koltvísýringsígildum og eru því einfaldur og skýr mælikvarði á hversu mikil gróðurhúsaáhrif felast í ákveðinni afurð, framleiðsluferli eða framleiðslustað.Samkvæmt tölum bandarísku umhverfisstofnunarinnar um hnattræna losun gróðurhúsalofttegunda má rekja rúman fjórðung heildarlosunar til orkuframleiðslu. En fleiri geirar skilja eftir sig spor eins og sjá má á myndinni hér við hliðina og það má ætla að framfara sé þörf í öllum þessum geirum ef árangur á að nást í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Fyrir framleiðendur á Íslandi er vert að hafa sérstaklega í huga að áhrif orkuþáttarins og samgangna. Hér á landi skapar orkugeirinn ýmis konar innlendri framleiðslu forskot með því að framleiða orku sem er bæði hrein í samanburði við það sem gerist víðast hvar annars staðar og ódýr miðað við orkuverð víðast hvar í Evrópu. Hvað varðar þátt samgangna í losun gróðurhúsalofttegunda, þá er Ísland staðsett þannig að allur innflutningur verður að koma með flugi eða skipum hingað til lands. Það er sérstaklega innflutningur með flugi sem skilur eftir sig stórt kolefnisspor og því væri til mikils unnið í loftlagsmálum að draga úr þeim flutningum. Það má því færa rök fyrir því að auka ætti framleiðslu á innlendum afurðum sem eru orkufrekar. Annars vegar til að draga úr innflutningi, og þá sérstaklega með flugi, og hins vegar til að skoða útflutning á orkufrekum afurðum. Með því að reikna út kolefnisspor framleiðslu er hægt að finna út hvort þannig megi leggja baráttunni gegn hlýnun jarðar lið.Aðferðin Kolefnisspor er eins og áður sagði mælikvarði á losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist tiltekinni starfsemi. Með kolefnissporum má mæla og bera saman losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist mismunandi framleiðslu. Það felur í sér að reikna út losun á einingu afurðar frá upphafi framleiðsluferils til loka urðunar eða endurvinnslu með svokallaðri vistferilsgreiningu (e. Life cycle assessement). Í vistferilsgreiningu er hvert skref framleiðsluferilsins brotið til mergjar og fundið út hversu mikil koltvísýringsígildi voru losuð við það skref. Dæmi um þessi vinnubrögð má sjá í nýlegri skýrslu Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar þar sem unnið er með samanburð á kolefnissporum íslenskra og innfluttra garðyrkjuafurða. Til einföldunar eru lokaþættir hringrásarinnar, sala, neysla og urðun, felldir út þar sem þeir eru jafngildir hvort sem afurðin er íslensk eða innflutt. Eftir stendur kolefnisspor afurðar við dreifistöð í Reykjavík. Skrefin í vistferilsgreiningu. Við samanburð innfluttra og innlendra afurða má sleppa síðustu þremur skrefunum þar sem þau eru eins hvort sem grænmetið er íslenskt eða innflutt.Með því að meta umfang losunar í sérhverju skrefi framleiðsluferils auðvelda rekstraraðilar sér að finna mikilvægustu uppsprettur losunar gróðurhúsalofttegunda. Greining kolefnisspors auðveldar framleiðendum bæði að lágmarka losun sína, draga úr kostnaði sem henni tengist og gerir mögulegan samanburð á kolefnislosun mismunandi afurða mögulegan. Skýr samanburður á kolefnisspori afurða gerir upplýstum neytendum kleift að haga neyslu sinni þannig að hún dragi úr losun gróðurhúsaloftegunda. Með því geta rekstraraðilar sem opinbera kolefnisspor sitt notið þess í formi aukinnar viðskiptavildar og bættrar ímyndar fyrir samfélagslega ábyrgan rekstur. Garðyrkjubændur á Íslandi eru skýrt dæmi um framleiðendur sem hafa hag af því að upplýsa um kolefnisspor sitt. Ísland er landfræðilega einangrað og hingað verða ekki fluttar inn ferskar afurðir án þess að til komi flutningur um vegalengdir sem skilja óhjákvæmilega eftir sig umtalsvert kolefnisspor. Enn fremur njóta íslenskir grænmetisframleiðendur forskots á suma keppinauta sem felst í hitun og lýsingu sem framleidd er með lágmarkslosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er sérstaklega umhugsunarvert í ljósi þess að séu kartöflur undanskildar hefur innflutningur á grænmeti verið um 50% af heildarneyslu Íslendinga á ári. Í ársskýrslu Umhverfisstofnunnar fyrir árið 2013 segir: „Ef ná á árangri í losun gróðurhúsalofttegunda þarf því sérstaklega að horfa til samgöngutækja og að draga úr losun frá iðnaði.“ Innlend framleiðsla getur gegnt veigamiklu hlutverki við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr notkun kolefnisfrekra samgangna, hvort sem er með flugi eða fraktsiglingum. Hvað varðar íslenskan iðnað, og raunar alla íslenska framleiðslu, er mikilvægt að skoða losun frá íslenskri framleiðslu í samanburði við þann innflutning sem er í samkeppni við íslenska framleiðslu. Annars er hætt við að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu aukist þótt hún minnki hér. Mæling og birting framleiðenda á eigin kolefnisspori er mikilvægur þáttur í þeim samanburði.Höfundur er hagfræðingur og starfa hjá VJI-ráðgjöf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Loftslagsmál Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Sjá meira
Hlýnun jarðar er af mörgum talið vera eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir og þar spilar losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stórt hlutverk. Ljóst er að aðgerða er þörf ef draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda en til þess að hægt sé að grípa til aðgerða þarf að skilgreina vandamálið og koma mælikvarða á þá þætti sem hafa áhrif á hlýnun jarðar. Koltvísýringur (CO2) er þekktasta gróðurhúsalofttegundin og sú sem jafnan er rætt um. Bandarísku umhverfisstofnuninni telur koltvísýring nema rúmlega þremur fjórðu hlutum allra losunar gróðurhúsalofttegunda. Losun gróðurhúsalofttegunda er því jafnan mæld í koltvísýringsígildum. Einn slíkur mælikvarði er kolefnisspor. Þau eru talin í koltvísýringsígildum og eru því einfaldur og skýr mælikvarði á hversu mikil gróðurhúsaáhrif felast í ákveðinni afurð, framleiðsluferli eða framleiðslustað.Samkvæmt tölum bandarísku umhverfisstofnunarinnar um hnattræna losun gróðurhúsalofttegunda má rekja rúman fjórðung heildarlosunar til orkuframleiðslu. En fleiri geirar skilja eftir sig spor eins og sjá má á myndinni hér við hliðina og það má ætla að framfara sé þörf í öllum þessum geirum ef árangur á að nást í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Fyrir framleiðendur á Íslandi er vert að hafa sérstaklega í huga að áhrif orkuþáttarins og samgangna. Hér á landi skapar orkugeirinn ýmis konar innlendri framleiðslu forskot með því að framleiða orku sem er bæði hrein í samanburði við það sem gerist víðast hvar annars staðar og ódýr miðað við orkuverð víðast hvar í Evrópu. Hvað varðar þátt samgangna í losun gróðurhúsalofttegunda, þá er Ísland staðsett þannig að allur innflutningur verður að koma með flugi eða skipum hingað til lands. Það er sérstaklega innflutningur með flugi sem skilur eftir sig stórt kolefnisspor og því væri til mikils unnið í loftlagsmálum að draga úr þeim flutningum. Það má því færa rök fyrir því að auka ætti framleiðslu á innlendum afurðum sem eru orkufrekar. Annars vegar til að draga úr innflutningi, og þá sérstaklega með flugi, og hins vegar til að skoða útflutning á orkufrekum afurðum. Með því að reikna út kolefnisspor framleiðslu er hægt að finna út hvort þannig megi leggja baráttunni gegn hlýnun jarðar lið.Aðferðin Kolefnisspor er eins og áður sagði mælikvarði á losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist tiltekinni starfsemi. Með kolefnissporum má mæla og bera saman losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist mismunandi framleiðslu. Það felur í sér að reikna út losun á einingu afurðar frá upphafi framleiðsluferils til loka urðunar eða endurvinnslu með svokallaðri vistferilsgreiningu (e. Life cycle assessement). Í vistferilsgreiningu er hvert skref framleiðsluferilsins brotið til mergjar og fundið út hversu mikil koltvísýringsígildi voru losuð við það skref. Dæmi um þessi vinnubrögð má sjá í nýlegri skýrslu Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar þar sem unnið er með samanburð á kolefnissporum íslenskra og innfluttra garðyrkjuafurða. Til einföldunar eru lokaþættir hringrásarinnar, sala, neysla og urðun, felldir út þar sem þeir eru jafngildir hvort sem afurðin er íslensk eða innflutt. Eftir stendur kolefnisspor afurðar við dreifistöð í Reykjavík. Skrefin í vistferilsgreiningu. Við samanburð innfluttra og innlendra afurða má sleppa síðustu þremur skrefunum þar sem þau eru eins hvort sem grænmetið er íslenskt eða innflutt.Með því að meta umfang losunar í sérhverju skrefi framleiðsluferils auðvelda rekstraraðilar sér að finna mikilvægustu uppsprettur losunar gróðurhúsalofttegunda. Greining kolefnisspors auðveldar framleiðendum bæði að lágmarka losun sína, draga úr kostnaði sem henni tengist og gerir mögulegan samanburð á kolefnislosun mismunandi afurða mögulegan. Skýr samanburður á kolefnisspori afurða gerir upplýstum neytendum kleift að haga neyslu sinni þannig að hún dragi úr losun gróðurhúsaloftegunda. Með því geta rekstraraðilar sem opinbera kolefnisspor sitt notið þess í formi aukinnar viðskiptavildar og bættrar ímyndar fyrir samfélagslega ábyrgan rekstur. Garðyrkjubændur á Íslandi eru skýrt dæmi um framleiðendur sem hafa hag af því að upplýsa um kolefnisspor sitt. Ísland er landfræðilega einangrað og hingað verða ekki fluttar inn ferskar afurðir án þess að til komi flutningur um vegalengdir sem skilja óhjákvæmilega eftir sig umtalsvert kolefnisspor. Enn fremur njóta íslenskir grænmetisframleiðendur forskots á suma keppinauta sem felst í hitun og lýsingu sem framleidd er með lágmarkslosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er sérstaklega umhugsunarvert í ljósi þess að séu kartöflur undanskildar hefur innflutningur á grænmeti verið um 50% af heildarneyslu Íslendinga á ári. Í ársskýrslu Umhverfisstofnunnar fyrir árið 2013 segir: „Ef ná á árangri í losun gróðurhúsalofttegunda þarf því sérstaklega að horfa til samgöngutækja og að draga úr losun frá iðnaði.“ Innlend framleiðsla getur gegnt veigamiklu hlutverki við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr notkun kolefnisfrekra samgangna, hvort sem er með flugi eða fraktsiglingum. Hvað varðar íslenskan iðnað, og raunar alla íslenska framleiðslu, er mikilvægt að skoða losun frá íslenskri framleiðslu í samanburði við þann innflutning sem er í samkeppni við íslenska framleiðslu. Annars er hætt við að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu aukist þótt hún minnki hér. Mæling og birting framleiðenda á eigin kolefnisspori er mikilvægur þáttur í þeim samanburði.Höfundur er hagfræðingur og starfa hjá VJI-ráðgjöf
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun