Óraunhæfar hugmyndir slitabúa meðal ástæðna fyrir töfum á afnámi hafta Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. janúar 2015 15:53 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira