Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Árni Sæberg skrifar 11. mars 2025 13:57 Bjarni Benediktsson kannast ekki við neina „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti í gær að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða muni fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Fái tillögurnar framgang á fundi ráðuneytisins og kröfuhafa mun ÍL-sjóðsmálið vera leitt til lykta en það náði hámæli fyrir rúmum tveimur árum þegar Bjarni kynnti áform um lagasetningu um slit ógjaldfærra opinberra stofnana. Bjarni var harðlega gagnrýndur á sínum tíma og meðal annars sagður ætla að seilast ofan í vasa landsmanna, með því að gera ekki upp skuldir ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Til að mynda gáfu tuttugu lífeyrissjóðir út yfirlýsingu þar sem áformin voru fordæmd. Kannast ekki við leið Bjarna Framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs sagði í hádegisfréttum í gær að hann fagnaði því að tillögurnar væru fram komnar. Þær væru frekar í takt við þá leið sem lífeyrissjóðirnir vildu en upphaflegar hugmyndir Bjarna. „Nú eru komin rúm tvö ár frá því að ég birti pistil sem ég ætla að endurbirta (hér neðst) í tilefni af einkennilegum fullyrðingum sem fljúga fyrir, m.a. um ,,leið Bjarna" í ÍL-sjóðs málinu, sem sögð er hafa verið að slíta ÍL sjóði sama hvað,“ segir Bjarni í færslu á opinberri Facebooksíðu sinni. Samningaleiðin farsælust Hann segir að það verði vonandi ljóst þeim, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, að samningaleið hefði að hans mati verið farsælust frá upphafi, þótt það hefði langan tíma að koma þeim viðræðum af stað enda væru hagsmunir miklir á alla kanta. Frumvarp um almenna lagaheimild fyrir ríkið til að slíta sjóðum sem þessum ætti að hans mati að koma fram, algerlega óháð niðurstöðu þessa máls. Það sé mikilvægt til framtíðar, jafnvel þótt samið verði um uppgjör og slit ÍL-sjóðs, að lögfesta þær reglur sem er að finna í frumvarpinu. „Ég fagna því að niðurstaða hafi fengist hjá samninganefndum í þessu stóra hagsmunamáli, sem ég taldi óforsvaranlegt annað en að setja á dagskrá og fá lausn á. Það er óskandi að málið fái lendingu í framhaldinu hjá þeim sem halda á kröfunum og í þinginu.“ Til einhvers að hefja vegferðina Með því að málið leysist muni, samkvæmt ráðuneyti hans fyrrverandi: Greiðsluflæði ríkissjóðs batna Skuldastaða A- hluta ríkissjóðs lækka um amk 5% af VLF Ríkisábyrgðir lækka um 88% „Það var þá til einhvers að setja málið af stað sýnist mér,“ segir Bjarni ÍL-sjóður Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti í gær að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða muni fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Fái tillögurnar framgang á fundi ráðuneytisins og kröfuhafa mun ÍL-sjóðsmálið vera leitt til lykta en það náði hámæli fyrir rúmum tveimur árum þegar Bjarni kynnti áform um lagasetningu um slit ógjaldfærra opinberra stofnana. Bjarni var harðlega gagnrýndur á sínum tíma og meðal annars sagður ætla að seilast ofan í vasa landsmanna, með því að gera ekki upp skuldir ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Til að mynda gáfu tuttugu lífeyrissjóðir út yfirlýsingu þar sem áformin voru fordæmd. Kannast ekki við leið Bjarna Framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs sagði í hádegisfréttum í gær að hann fagnaði því að tillögurnar væru fram komnar. Þær væru frekar í takt við þá leið sem lífeyrissjóðirnir vildu en upphaflegar hugmyndir Bjarna. „Nú eru komin rúm tvö ár frá því að ég birti pistil sem ég ætla að endurbirta (hér neðst) í tilefni af einkennilegum fullyrðingum sem fljúga fyrir, m.a. um ,,leið Bjarna" í ÍL-sjóðs málinu, sem sögð er hafa verið að slíta ÍL sjóði sama hvað,“ segir Bjarni í færslu á opinberri Facebooksíðu sinni. Samningaleiðin farsælust Hann segir að það verði vonandi ljóst þeim, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, að samningaleið hefði að hans mati verið farsælust frá upphafi, þótt það hefði langan tíma að koma þeim viðræðum af stað enda væru hagsmunir miklir á alla kanta. Frumvarp um almenna lagaheimild fyrir ríkið til að slíta sjóðum sem þessum ætti að hans mati að koma fram, algerlega óháð niðurstöðu þessa máls. Það sé mikilvægt til framtíðar, jafnvel þótt samið verði um uppgjör og slit ÍL-sjóðs, að lögfesta þær reglur sem er að finna í frumvarpinu. „Ég fagna því að niðurstaða hafi fengist hjá samninganefndum í þessu stóra hagsmunamáli, sem ég taldi óforsvaranlegt annað en að setja á dagskrá og fá lausn á. Það er óskandi að málið fái lendingu í framhaldinu hjá þeim sem halda á kröfunum og í þinginu.“ Til einhvers að hefja vegferðina Með því að málið leysist muni, samkvæmt ráðuneyti hans fyrrverandi: Greiðsluflæði ríkissjóðs batna Skuldastaða A- hluta ríkissjóðs lækka um amk 5% af VLF Ríkisábyrgðir lækka um 88% „Það var þá til einhvers að setja málið af stað sýnist mér,“ segir Bjarni
ÍL-sjóður Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira