Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Árni Sæberg skrifar 12. mars 2025 11:00 Einar Stefánsson hringdi Kauphallarbjöllunni í apríl. Hann hefur byggt upp Oculis ásamt Þorsteini Loftssyni frá stofnun árið 2003. Vísir/Vilhelm Líftæknifyrirtækið Oculis Holding AG, sem stofnað var af tveimur íslenskum prófessorum, tapaði um 13,2 milljörðum króna árið 2024. Stjórnendur félagsins segja árið þó hafa verið gott og að félagið sé fullfjármagnað til ársbyrjunar 2028. Í tilkynningu til Kauphallar vegna uppgjörs fjórða ársfjórðungs ársins 2024 og árið 2024 segir að árið hafi verið árangursríkt og einkennst af verulegum áföngum þróunarlyfja Oculis á síðari stigum klínískra prófana fyrir meðferð á sjúkdómum í sjónhimnu (OCS-01 við sjónhimnubjúg í sykursýki), augntaugasjúkdómum (Privosegtor, OCS-05, við sjóntaugabólgu) og fyrir nákvæmnislyfjameðferð (Licaminlimab, OCS-02, við augnþurrki) Nýlegar jákvæðar niðurstöður úr fasa 2 ACUITY rannsókninni hafi sýnt fram á taugaverndandi ávinning af notkun Privosegtor (OCS-05) til að viðhalda þykkt sjónhimnu og bæta sjón sjúklinga með sjóntaugabólgu Umframeftirspurn í útboði og félagið fjármagnað næstu þrjú árin 100 milljóna USD hlutafjárútboði hafi verið lokið með umframeftirspurn til að styðja við áframhaldandi framgang þróunarlyfja Oculis. Handbært fé, ígildi handbærs fjár og skammtímafjárfestingar hafi numið 109 milljónum Bandaríkjadala þann 31. desember 2024 sem, ásamt um það bil 93 milljóna Bandaríkjadala nettó afrakstri hlutafjáraukningar sem fram fór nýlega, tryggi fjármögnun félagsins fram yfir ársbyrjun 2028. Þann 15. apríl 2025 fari fram kynningardagur um rannsóknir og þróunarstarf Oculis (e. R&D Day) þar sem kynnt verði þau tækifæri sem felast hvort tveggja í þróunarlyfjum Oculis og stefnu félagsins Gríðarlegur árangur „Við náðum gríðarlegum árangri árið 2024 og sterkri byrjun á árinu 2025. Við skiluðum tveimur jákvæðum niðurstöðum, annars vegar í fasa 2 ACUITY rannsókninni á Privosegtor (OCS-05) til meðferðar á sjóntaugabólgu, þar sem fram komu taugaverndandi áhrif, og hins vegar í RELIEF rannsókninni á Licaminlimab (OCS-02) til meðferðar á augnþurrki með nákvæmnislyfjanálgun. Í samræmi við áætlanir komum við einnig til með að ljúka skráningu þátttakenda í báðar fasa 3 DIAMOND rannsóknirnar á OCS-01 til meðferðar á sjónhimnubjúg í sykursýki á næstu mánuðum,“ er haft eftir Riad Sherif, framkvæmdastjóra Oculis. Nýleg 100 milljóna Bandaríkjadala hlutafjáraukning sé einnig þýðingarmikill áfangi á þeirri vegferð Oculis að knýja áfram þróunarstarf félagsins. „Við erum sem fyrr staðföst í þeirri sýn að vera leiðandi á sviði lækninga við augn- og augntaugasjúkdómum og að koma á markað nýjum meðferðum til að bjarga sjón sjúklinga. Árið 2025 verður ár þar sem við einbeitum okkur að framförum á lokastigum klínískra rannsókna. Við hlökkum til að kynna þau tækifæri sem felast í þróunarlyfjum Oculis á væntanlegum kynningardegi um rannsóknir og þróunarstarf félagsins.“ Fjárhagsupplýsingar fyrir fjórða ársfjórðung og allt árið 2024: Handbært fé: Þann 31. desember 2024 átti félagið handbært fé, ígildi handbærs fjár og skammtímafjárfestingar upp á samtals 98,7 milljónir CHF, eða 109,0 milljónir USD, samanborið við 91,7 milljónir CHF eða 108,9 milljónir USD þann 31. desember 2023. Aukningin á handbæru fé frá 31. desember 2023 endurspeglar ávinning af hlutafjárútboði á öðrum ársfjórðungi 2024. Miðað við handbært fé, ígildi handbærs fjár og skammtímafjárfestingar félagsins 31. desember 2024 og u.þ.b. 93 milljónir USD í nettó afrakstur af nýlegri hlutafjáraukningu er, að teknu tilliti til þróunaráætlana félagsins, gert ráð fyrir að handbært fé félagsins fjármagni rekstur þess fram yfir ársbyrjun 2028. Rannsóknar- og þróunarkostnaður nam 11,8 milljónum CHF eða 13,4 milljónum USD fyrir þriggja mánaða tímabilið sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 8,0 milljónir CHF eða 9,0 milljónir USD á sama tímabili árið 2023. Rannsóknar- og þróunarkostnaður á árinu sem lauk 31. desember 2024 nam 52,1 milljónum CHF eða 59,1 milljónum USD, samanborið við 29,2 milljónir CHF eða 32,6 milljónir USD árið á undan. Aukningin stafaði fyrst og fremst af kostnaði við klínísku rannsóknirnar á OCS-01 við sjónhimnubjúg í sykursýki, Privosegtor (OCS-05) við sjóntaugabólgu og Licaminlimab (OCS-02) við augnþurrki. Almennur rekstrarkostnaður nam 5,5 milljónum CHF eða 6,3 milljónum USD fyrir þriggja mánaða tímabilið sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 4,3 milljónir CHF eða 4,9 milljónir USD á sama tímabili árið 2023. Almennur rekstrarkostnaður á árinu sem lauk 31. desember 2024 nam 21,8 milljónum CHF eða 24,8 milljónum USD, samanborið við 17,5 milljónir CHF eða 19,5 milljónir USD árið á undan. Hækkunin var aðallega vegna kostnaðar við eignarhlutatengdar greiðslur. Nettótap á fjórða ársfjórðungi nam 28,7 milljónum CHF eða 32,6 milljónum USD fyrir fjórða ársfjórðung sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 12,5 milljónir CHF eða 14,1 milljónir USD fyrir sama tímabil árið 2023. Þessi aukning var fyrst og fremst vegna breytinga á gangvirði (ekki handbæru fé) útistandandi áskriftarréttinda, aukins kostnaðar við klíníska þróun og aukinna útgjalda vegna eignarhlutatengdra greiðslna. Nettótap á öllu árinu 2024 nam 85,8 milljónum CHF eða 97,4 milljónum USD fyrir árið sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 88,8 milljónir CHF eða 98,8 milljónir USD fyrir sama tímabil árið 2023. Minnkun taps stafaði einkum af einskiptiskostnaði tengdum samruna og skráningu á markað sem nam 34,9 milljónum CHF eða 38,2 milljónum USD, sem ekki hafði áhrif á handbært fé og var bókfærður árið 2023. Honum var að hluta til mætt með breytingum á gangvirði útistandandi áskriftarréttinda, auknum kostnaði við klínískar rannsóknir og kostnaði við að starfa sem tvískráð félag. Leiðrétt (non-IFRS) nettótap á öllu árinu 2024 nam 85,8 milljónum CHF eða 97,4 milljónum USD, eða 2,12 CHF eða 2,41 USD á hlut, fyrir árið sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 49,0 milljónir CHF eða 54,5 milljónir USD, eða 1,64 CHF eða 1,83 USD á hlut, fyrir sama tímabil árið 2023. Aukningin í leiðréttu (non-IFRS) nettótapi stafaði aðallega af breytingum á gangvirði útistandandi áskriftarréttinda og framkvæmd klínískra þróunaráætlana á árinu, þar á meðal fasa 3 DIAMOND 1 og DIAMOND 2 rannsóknanna á sjónhimnubjúg í sykursýki, fasa 2 ACUITY rannsóknarinnar á sjóntaugabólgu og fasa 2 RELIEF rannsóknarinnar á augnþurrki. Oculis Bandaríkin Lyf Kauphöllin Tengdar fréttir Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Hlutabréfaverð augnlyfjafélagsins Oculis hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 13,79 prósent. Veltan með bréf í félaginu var sömuleiðis sú langmesta í dag, 2,2 milljarðar króna. Það sem af er ári hefur verðið hækkað um 34 prósent og frá skráningu á markað hérlendis í apríl síðastliðnum hefur það hækkað um 95 prósent. 13. janúar 2025 15:41 Gengi Oculis í hæstu hæðum en erlendir greinendur telja það eiga mikið inni Fjárfestar og greinendur hafa brugðist afar vel við jákvæðum niðurstöðum rannsóknar á mögulega byltingarkenndu lyfi Oculis við sjóntaugabólgu og hlutabréfaverð líftæknifyrirtækisins er núna í hæstu hæðum, meðal annars eftir hækkun á verðmatsgengi hjá sumum fjármálafyrirtækjum. Mikil velta var í dag með bréf Oculis í Kauphöllinni, sem er orðið verðmætara að markaðsvirði en Hagar, og er gengi bréfa félagsins upp um meira en fimmtíu prósent á örfáum mánuðum. 7. janúar 2025 17:22 Brunnur skilar sex milljörðum til hluthafa með afhendingu á bréfum í Oculis Brunnur vaxtarsjóður, fyrsti kjölfestufjárfestirinn í Oculis, hefur skilað rúmlega sex milljörðum króna til hluthafa sinna með afhendingu á allri hlutafjáreign sjóðsins í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Oculis var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra og annar stofnenda Brunns, sem sat í stjórn félagsins um árabil, segir það alltaf hafa verið álit sitt að Oculis verði að lokum yfirtekið af einum af stóru alþjóðlegu lyfjarisunum þegar það fær markaðsleyfi fyrir sitt fyrsta lyf, líklega snemma árs 2026. 4. janúar 2025 07:59 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í tilkynningu til Kauphallar vegna uppgjörs fjórða ársfjórðungs ársins 2024 og árið 2024 segir að árið hafi verið árangursríkt og einkennst af verulegum áföngum þróunarlyfja Oculis á síðari stigum klínískra prófana fyrir meðferð á sjúkdómum í sjónhimnu (OCS-01 við sjónhimnubjúg í sykursýki), augntaugasjúkdómum (Privosegtor, OCS-05, við sjóntaugabólgu) og fyrir nákvæmnislyfjameðferð (Licaminlimab, OCS-02, við augnþurrki) Nýlegar jákvæðar niðurstöður úr fasa 2 ACUITY rannsókninni hafi sýnt fram á taugaverndandi ávinning af notkun Privosegtor (OCS-05) til að viðhalda þykkt sjónhimnu og bæta sjón sjúklinga með sjóntaugabólgu Umframeftirspurn í útboði og félagið fjármagnað næstu þrjú árin 100 milljóna USD hlutafjárútboði hafi verið lokið með umframeftirspurn til að styðja við áframhaldandi framgang þróunarlyfja Oculis. Handbært fé, ígildi handbærs fjár og skammtímafjárfestingar hafi numið 109 milljónum Bandaríkjadala þann 31. desember 2024 sem, ásamt um það bil 93 milljóna Bandaríkjadala nettó afrakstri hlutafjáraukningar sem fram fór nýlega, tryggi fjármögnun félagsins fram yfir ársbyrjun 2028. Þann 15. apríl 2025 fari fram kynningardagur um rannsóknir og þróunarstarf Oculis (e. R&D Day) þar sem kynnt verði þau tækifæri sem felast hvort tveggja í þróunarlyfjum Oculis og stefnu félagsins Gríðarlegur árangur „Við náðum gríðarlegum árangri árið 2024 og sterkri byrjun á árinu 2025. Við skiluðum tveimur jákvæðum niðurstöðum, annars vegar í fasa 2 ACUITY rannsókninni á Privosegtor (OCS-05) til meðferðar á sjóntaugabólgu, þar sem fram komu taugaverndandi áhrif, og hins vegar í RELIEF rannsókninni á Licaminlimab (OCS-02) til meðferðar á augnþurrki með nákvæmnislyfjanálgun. Í samræmi við áætlanir komum við einnig til með að ljúka skráningu þátttakenda í báðar fasa 3 DIAMOND rannsóknirnar á OCS-01 til meðferðar á sjónhimnubjúg í sykursýki á næstu mánuðum,“ er haft eftir Riad Sherif, framkvæmdastjóra Oculis. Nýleg 100 milljóna Bandaríkjadala hlutafjáraukning sé einnig þýðingarmikill áfangi á þeirri vegferð Oculis að knýja áfram þróunarstarf félagsins. „Við erum sem fyrr staðföst í þeirri sýn að vera leiðandi á sviði lækninga við augn- og augntaugasjúkdómum og að koma á markað nýjum meðferðum til að bjarga sjón sjúklinga. Árið 2025 verður ár þar sem við einbeitum okkur að framförum á lokastigum klínískra rannsókna. Við hlökkum til að kynna þau tækifæri sem felast í þróunarlyfjum Oculis á væntanlegum kynningardegi um rannsóknir og þróunarstarf félagsins.“ Fjárhagsupplýsingar fyrir fjórða ársfjórðung og allt árið 2024: Handbært fé: Þann 31. desember 2024 átti félagið handbært fé, ígildi handbærs fjár og skammtímafjárfestingar upp á samtals 98,7 milljónir CHF, eða 109,0 milljónir USD, samanborið við 91,7 milljónir CHF eða 108,9 milljónir USD þann 31. desember 2023. Aukningin á handbæru fé frá 31. desember 2023 endurspeglar ávinning af hlutafjárútboði á öðrum ársfjórðungi 2024. Miðað við handbært fé, ígildi handbærs fjár og skammtímafjárfestingar félagsins 31. desember 2024 og u.þ.b. 93 milljónir USD í nettó afrakstur af nýlegri hlutafjáraukningu er, að teknu tilliti til þróunaráætlana félagsins, gert ráð fyrir að handbært fé félagsins fjármagni rekstur þess fram yfir ársbyrjun 2028. Rannsóknar- og þróunarkostnaður nam 11,8 milljónum CHF eða 13,4 milljónum USD fyrir þriggja mánaða tímabilið sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 8,0 milljónir CHF eða 9,0 milljónir USD á sama tímabili árið 2023. Rannsóknar- og þróunarkostnaður á árinu sem lauk 31. desember 2024 nam 52,1 milljónum CHF eða 59,1 milljónum USD, samanborið við 29,2 milljónir CHF eða 32,6 milljónir USD árið á undan. Aukningin stafaði fyrst og fremst af kostnaði við klínísku rannsóknirnar á OCS-01 við sjónhimnubjúg í sykursýki, Privosegtor (OCS-05) við sjóntaugabólgu og Licaminlimab (OCS-02) við augnþurrki. Almennur rekstrarkostnaður nam 5,5 milljónum CHF eða 6,3 milljónum USD fyrir þriggja mánaða tímabilið sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 4,3 milljónir CHF eða 4,9 milljónir USD á sama tímabili árið 2023. Almennur rekstrarkostnaður á árinu sem lauk 31. desember 2024 nam 21,8 milljónum CHF eða 24,8 milljónum USD, samanborið við 17,5 milljónir CHF eða 19,5 milljónir USD árið á undan. Hækkunin var aðallega vegna kostnaðar við eignarhlutatengdar greiðslur. Nettótap á fjórða ársfjórðungi nam 28,7 milljónum CHF eða 32,6 milljónum USD fyrir fjórða ársfjórðung sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 12,5 milljónir CHF eða 14,1 milljónir USD fyrir sama tímabil árið 2023. Þessi aukning var fyrst og fremst vegna breytinga á gangvirði (ekki handbæru fé) útistandandi áskriftarréttinda, aukins kostnaðar við klíníska þróun og aukinna útgjalda vegna eignarhlutatengdra greiðslna. Nettótap á öllu árinu 2024 nam 85,8 milljónum CHF eða 97,4 milljónum USD fyrir árið sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 88,8 milljónir CHF eða 98,8 milljónir USD fyrir sama tímabil árið 2023. Minnkun taps stafaði einkum af einskiptiskostnaði tengdum samruna og skráningu á markað sem nam 34,9 milljónum CHF eða 38,2 milljónum USD, sem ekki hafði áhrif á handbært fé og var bókfærður árið 2023. Honum var að hluta til mætt með breytingum á gangvirði útistandandi áskriftarréttinda, auknum kostnaði við klínískar rannsóknir og kostnaði við að starfa sem tvískráð félag. Leiðrétt (non-IFRS) nettótap á öllu árinu 2024 nam 85,8 milljónum CHF eða 97,4 milljónum USD, eða 2,12 CHF eða 2,41 USD á hlut, fyrir árið sem lauk 31. desember 2024, samanborið við 49,0 milljónir CHF eða 54,5 milljónir USD, eða 1,64 CHF eða 1,83 USD á hlut, fyrir sama tímabil árið 2023. Aukningin í leiðréttu (non-IFRS) nettótapi stafaði aðallega af breytingum á gangvirði útistandandi áskriftarréttinda og framkvæmd klínískra þróunaráætlana á árinu, þar á meðal fasa 3 DIAMOND 1 og DIAMOND 2 rannsóknanna á sjónhimnubjúg í sykursýki, fasa 2 ACUITY rannsóknarinnar á sjóntaugabólgu og fasa 2 RELIEF rannsóknarinnar á augnþurrki.
Oculis Bandaríkin Lyf Kauphöllin Tengdar fréttir Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Hlutabréfaverð augnlyfjafélagsins Oculis hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 13,79 prósent. Veltan með bréf í félaginu var sömuleiðis sú langmesta í dag, 2,2 milljarðar króna. Það sem af er ári hefur verðið hækkað um 34 prósent og frá skráningu á markað hérlendis í apríl síðastliðnum hefur það hækkað um 95 prósent. 13. janúar 2025 15:41 Gengi Oculis í hæstu hæðum en erlendir greinendur telja það eiga mikið inni Fjárfestar og greinendur hafa brugðist afar vel við jákvæðum niðurstöðum rannsóknar á mögulega byltingarkenndu lyfi Oculis við sjóntaugabólgu og hlutabréfaverð líftæknifyrirtækisins er núna í hæstu hæðum, meðal annars eftir hækkun á verðmatsgengi hjá sumum fjármálafyrirtækjum. Mikil velta var í dag með bréf Oculis í Kauphöllinni, sem er orðið verðmætara að markaðsvirði en Hagar, og er gengi bréfa félagsins upp um meira en fimmtíu prósent á örfáum mánuðum. 7. janúar 2025 17:22 Brunnur skilar sex milljörðum til hluthafa með afhendingu á bréfum í Oculis Brunnur vaxtarsjóður, fyrsti kjölfestufjárfestirinn í Oculis, hefur skilað rúmlega sex milljörðum króna til hluthafa sinna með afhendingu á allri hlutafjáreign sjóðsins í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Oculis var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra og annar stofnenda Brunns, sem sat í stjórn félagsins um árabil, segir það alltaf hafa verið álit sitt að Oculis verði að lokum yfirtekið af einum af stóru alþjóðlegu lyfjarisunum þegar það fær markaðsleyfi fyrir sitt fyrsta lyf, líklega snemma árs 2026. 4. janúar 2025 07:59 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Hlutabréfaverð augnlyfjafélagsins Oculis hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 13,79 prósent. Veltan með bréf í félaginu var sömuleiðis sú langmesta í dag, 2,2 milljarðar króna. Það sem af er ári hefur verðið hækkað um 34 prósent og frá skráningu á markað hérlendis í apríl síðastliðnum hefur það hækkað um 95 prósent. 13. janúar 2025 15:41
Gengi Oculis í hæstu hæðum en erlendir greinendur telja það eiga mikið inni Fjárfestar og greinendur hafa brugðist afar vel við jákvæðum niðurstöðum rannsóknar á mögulega byltingarkenndu lyfi Oculis við sjóntaugabólgu og hlutabréfaverð líftæknifyrirtækisins er núna í hæstu hæðum, meðal annars eftir hækkun á verðmatsgengi hjá sumum fjármálafyrirtækjum. Mikil velta var í dag með bréf Oculis í Kauphöllinni, sem er orðið verðmætara að markaðsvirði en Hagar, og er gengi bréfa félagsins upp um meira en fimmtíu prósent á örfáum mánuðum. 7. janúar 2025 17:22
Brunnur skilar sex milljörðum til hluthafa með afhendingu á bréfum í Oculis Brunnur vaxtarsjóður, fyrsti kjölfestufjárfestirinn í Oculis, hefur skilað rúmlega sex milljörðum króna til hluthafa sinna með afhendingu á allri hlutafjáreign sjóðsins í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Oculis var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra og annar stofnenda Brunns, sem sat í stjórn félagsins um árabil, segir það alltaf hafa verið álit sitt að Oculis verði að lokum yfirtekið af einum af stóru alþjóðlegu lyfjarisunum þegar það fær markaðsleyfi fyrir sitt fyrsta lyf, líklega snemma árs 2026. 4. janúar 2025 07:59