Viðskipti innlent

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merki­legar konur

Lovísa Arnardóttir skrifar
Linda Dröfn og Halla eru á lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims.
Linda Dröfn og Halla eru á lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Vísir/Vilhelm

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi.

Aðrar konur á listanum eru Melinda French Gates, Ursula von der Leyen, leikkonan Olivia Munn, Claudia Sheinbaum Pardo, forseti Mexíkó og margar fleiri.

Halla Tómasdóttir tók við sem forseti síðasta sumar. Vísir/Vilhelm

Um Höllu á listanum segir að hún hafi tekið við sem forseti í sumar og að hún hafi haft betur í kosningunum en fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Katrín Jakobsdóttir. Áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team, sem var sjálfseignarstofnun stofnuð af Richard Branson sem var ekki rekinn í gróðaskyni. Þá er einnig tekið fram að Halla hafi stofnað fjármálafyrirtækið Auði og verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík. Þá hafi hún einnig unnið fyrir Mars og Pepsi Cola í Bandaríkjunum.

Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Vilhelm

Linda Dröfn var einnig á þessu ári á lista BBC yfir 100 áhrifamestu konur heims. Þar kom fram að fyrir tuttugu árum hafi 64 prósent þeirra kvenna sem hafi leitað til Kvennaathvarfsins farið aftur heim til ofbeldismanns en að hlutfallið sé núna um ellefu prósent vegna aukins stuðnings og betri þjónustu.


Tengdar fréttir

Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta.

For­setinn klyfjaður krossum til Dan­merkur

Þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands fór til Danmerkur 8. nóvember 2024 í umtalaða heimsókn mætti hún ekki tómhent. Hún útbýtti stórkrossum, stórriddarakrossum, jafnvel með stjörnu, á báða bóga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×