Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2025 08:11 Róbert Wessman leiðir Aztic sem á stóran hlut í Alvogen. Vísir/Vilhelm Alvogen Pharma US, Inc. hefur lokið endurfjármögnun allra langtímalána félagsins. Lánstíminn er þar lengdur og skuldsetning lækkuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvogen. Þar segir að nýju lánin samanstandi af 553 milljóna veðláni með gjalddaga á árinu 2028 og 116 milljóna dollara veðláni með gjalddaga á árinu 2029. „Með nýju lántökunni er búið að endurfjármagna öll langtímalán félagsins, sem voru með gjalddaga síðar á þessu ári. Heildarskuldsetning lækkar um 60 milljónir dollara og jafngildir um 1,4 sinnum EBITDA framlegð síðastliðins árs. Þá tilkynnti Alvogen einnig að lokið væri framlengingu á 240 milljóna dollara lánalínu (e. ABL revolving credit facility). Alvogen gerir ráð fyrir því að Standard & Poors („S&P“) muni á næstu dögum gefa út nýtt lánshæfismat fyrir félagið, sem endurspegli bætta lausafjárstöðu, sterka rekstrarstöðu, lengingu lánstíma á langtímaskuldum og lækkun skuldsetningar félagsins. Þar til nýja lánshæfismatið verður gefið út, kveða reglur S&P á um að gefa þurfi út lánshæfismat til skamms tíma. Þetta skammtíma lánshæfismat endurspeglar ekki áhrif endurfjármögnunarinnar eða sterka stöðu félagsins, sem skilaði um 480 milljónum dala í framlegð á síðasta ári fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Lisu Graver, forstjóra Alvogen, að félagið sé mjög ánægt að hafa lokið þessari mikilvægu fjármögnun fyrir Alvogen, sem undirstriki „fjárhagslegan styrk félagsins, hóflega skuldsetningu til langs tíma og góða lausafjárstöðu, og viðheldur einnig nauðsynlegum sveigjanleika til að geta útfært langtímastefnu félagsins“. Fjárfestingabankarnir Goldman Sachs og Jefferies voru fjárhagslegir ráðgjafar Alvogen við viðskiptin en lögfræðistofan White & Case veitti lögfræðilega ráðgjöf. Um Aqtic Aztiq fjárfestir í verkefnum á heilbrigðissviði til að stuðla að nýsköpun og framförum í lyfjaframleiðslu og líftækni. Aztiq kemur auga á og fjárfestir í lausnum sem geta hrundið af stað jákvæðum breytingum í heilbrigðisþjónustu. Róbert Wessman leiðir félagið og hjá því starfar hópur reyndra frumkvöðla og sérfræðinga. Um Alvogen Alvogen Pharma US („Alvogen“) sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu lyfja. Alvogen er með um 50 mismunandi tegundir lyfja á markaði og fjölmörg ný lyf í þróun. Helstu hluthafar Alvogen eru Aztiq, CVC Capital Partners og Temasek Holdings, í Singapore. Lyf Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvogen. Þar segir að nýju lánin samanstandi af 553 milljóna veðláni með gjalddaga á árinu 2028 og 116 milljóna dollara veðláni með gjalddaga á árinu 2029. „Með nýju lántökunni er búið að endurfjármagna öll langtímalán félagsins, sem voru með gjalddaga síðar á þessu ári. Heildarskuldsetning lækkar um 60 milljónir dollara og jafngildir um 1,4 sinnum EBITDA framlegð síðastliðins árs. Þá tilkynnti Alvogen einnig að lokið væri framlengingu á 240 milljóna dollara lánalínu (e. ABL revolving credit facility). Alvogen gerir ráð fyrir því að Standard & Poors („S&P“) muni á næstu dögum gefa út nýtt lánshæfismat fyrir félagið, sem endurspegli bætta lausafjárstöðu, sterka rekstrarstöðu, lengingu lánstíma á langtímaskuldum og lækkun skuldsetningar félagsins. Þar til nýja lánshæfismatið verður gefið út, kveða reglur S&P á um að gefa þurfi út lánshæfismat til skamms tíma. Þetta skammtíma lánshæfismat endurspeglar ekki áhrif endurfjármögnunarinnar eða sterka stöðu félagsins, sem skilaði um 480 milljónum dala í framlegð á síðasta ári fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Lisu Graver, forstjóra Alvogen, að félagið sé mjög ánægt að hafa lokið þessari mikilvægu fjármögnun fyrir Alvogen, sem undirstriki „fjárhagslegan styrk félagsins, hóflega skuldsetningu til langs tíma og góða lausafjárstöðu, og viðheldur einnig nauðsynlegum sveigjanleika til að geta útfært langtímastefnu félagsins“. Fjárfestingabankarnir Goldman Sachs og Jefferies voru fjárhagslegir ráðgjafar Alvogen við viðskiptin en lögfræðistofan White & Case veitti lögfræðilega ráðgjöf. Um Aqtic Aztiq fjárfestir í verkefnum á heilbrigðissviði til að stuðla að nýsköpun og framförum í lyfjaframleiðslu og líftækni. Aztiq kemur auga á og fjárfestir í lausnum sem geta hrundið af stað jákvæðum breytingum í heilbrigðisþjónustu. Róbert Wessman leiðir félagið og hjá því starfar hópur reyndra frumkvöðla og sérfræðinga. Um Alvogen Alvogen Pharma US („Alvogen“) sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu lyfja. Alvogen er með um 50 mismunandi tegundir lyfja á markaði og fjölmörg ný lyf í þróun. Helstu hluthafar Alvogen eru Aztiq, CVC Capital Partners og Temasek Holdings, í Singapore.
Lyf Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira