Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Lovísa Arnardóttir skrifar 10. mars 2025 08:00 Flora Mikula og Óli Hall á hátíðinni í fyrra. Aðsend Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. „Þessar athugasemdir í fyrra opnuðu á umræðuna. Þetta var auðvitað mjög óheppilegt en var aldrei meiningin. Við erum veitingastöðum innan handar með að velja kokka en margir veitingamenn eru komnir með mjög góð tengsl við veitingamenn úti í heimi,“ segir Óli um viðtal sem birtist í fyrra þar sem tvær veitingakonur gagnrýndu það harðlega að enginn gestakokkanna væri karlkyns. Þær taka báðar þátt í hátíðinni í ár. Óli segir það óheppilegt að það hafi endað þannig í fyrra að allir gestakokkarnir sem Food & fun valdi og sem veitingamennirnir völdu sjálfir voru karlmenn. „Þær konur sem höfðu sýnt áhuga duttu seint út. Þetta var í fyrsta sinn sem þetta gerðist, að það voru engar konur.“ Óli segir veitingamenn alla hafa verið meðvitaða um þessa stöðu í ár, sem og forsvarsfólk Food & fun. „Þegar ég sendi út fyrsta póstinn til veitingastaða um að hafa augun opin fyrir veitingamönnum sem þau myndu vilja fá á Food & fun tók ég fram að hafa fjölbreytileika í huga. Það virðist hafa skilað sér. Það eru fleiri konur í ár en fyrra.“ Það má búast við góðum mat og góðri stemningu á hátíðinni í ár.Food & fun Ekki til að fylla upp í kvóta Hann segir þó ekki mega líta á það þannig að konurnar séu þarna til að fylla upp í kvóta. „Þetta eru tveggja Michelin-stjörnu kokkur frá Noregi, Michelin-stjörnu kokkur frá Mexíkó og þjálfari finnska kokkalandsliðsins sem fékk gull á Ólympíuleikunum. Þetta eru virkilega flottir kokkar.“ Lateisha Wilson sem komi frá Miami sé yfir Edition-hótelinu þar. „Það er eitt flottasta bougie-hótel í heimi.“ Fimm kvenkokkar eru á hátíðinni í ár. Frá vinstri eru á myndinni Sonja Kristensen, Ana Dolores Gonzáles, Colibrí Jimenez, Katja Tuomainen og Lateisha Wilson. Food & fun Jimenes sem kemur fyrir Skreið er mjög stórt nafn þar í landi og flottur kokkur. Það verður spennandi að sjá hvað þessar konur koma með. Þær eru hérna algjörlega á þeim forsendum að þær eru frábærir matreiðslumenn, kokkar og karakterar.“ Auk kvennanna sem komi sé á lista gestakokka að finna bæði ný og gömul nöfn. „Það er eins á Food & fun og tónlistarhátíðum að það eru alltaf ný nöfn en svo eru alltaf einhverjir sem hafa komið nokkrum sinnum og eru góðvinir hátíðarinnar.“ Ný nöfn í bland við gömul Sem dæmi komi Athanasios Tommy Kargatzidis aftur á Sumac en hann kom á hátíðina á fyrsta ári veitingastaðarins. Hann rekur að sögn Óla veitingastað sem hefur verið valinn besti veitingastaður MENA-landanna, Miðausturlanda og Norður-Afríku. Hann er að opna núna í Portúgal veitingastað. Óli segist einnig spenntur að borða hjá Ben Steigers á Fiskmarkaðnum. „Ég og pabbi borðuðum hjá honum í Boston á Pabu fyrir fjórum eða fimm árum og ég hef sagt við mjög marga að það hafi verið besta sushi-upplifun sem ég hef upplifað á ævinni,“ segir Óli. Til að borða hjá kokkunum bókar fólk borð á þeim veitingastað sem kokkurinn er gestakokkur á. Óli segir best fyrir fólk að drífa sig í því. Það séu margir veitingastaðir að fyllast. „Það var erfitt fyrir mig sjálfan að bóka borð. Það er betra að hafa hraðar hendur.“ „Þessi kokkur er þá að elda og matseðillinn hans í gangi, frá 12. til 16. mars.“ Best að bóka borðið strax Gerirðu ráð fyrir að borða hjá öllum? „Það eru alltaf háleit markmið um það. Ég kem til Íslands frá Svíþjóð 10. mars og svo snýst þetta eiginlega bara um hversu mikið maður getur komið barninu í pössun og hversu mikið maður getur farið út að borða. Ég á bókað borð hjá Ben á föstudaginn og er spenntur fyrir Soniu á Mat og drykk. Svo er einn af mínum uppáhalds Lenny M hjá Jóni á Parliament-hótelinu sem er að taka þátt í fyrsta sinn. Hann er lærlingur Michael Ginor sem var einn af bestu vinum hátíðarinnar, var þátttakandi og dómari og var stórt nafn í New York. Hann féll frá óvænt fyrir aldur fram og Lenny kemur til að heiðra hans minningu. Hann er frábær kokkur og ég get ekki beðið eftir að borða hjá honum.“ Food and Fun Veitingastaðir Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
„Þessar athugasemdir í fyrra opnuðu á umræðuna. Þetta var auðvitað mjög óheppilegt en var aldrei meiningin. Við erum veitingastöðum innan handar með að velja kokka en margir veitingamenn eru komnir með mjög góð tengsl við veitingamenn úti í heimi,“ segir Óli um viðtal sem birtist í fyrra þar sem tvær veitingakonur gagnrýndu það harðlega að enginn gestakokkanna væri karlkyns. Þær taka báðar þátt í hátíðinni í ár. Óli segir það óheppilegt að það hafi endað þannig í fyrra að allir gestakokkarnir sem Food & fun valdi og sem veitingamennirnir völdu sjálfir voru karlmenn. „Þær konur sem höfðu sýnt áhuga duttu seint út. Þetta var í fyrsta sinn sem þetta gerðist, að það voru engar konur.“ Óli segir veitingamenn alla hafa verið meðvitaða um þessa stöðu í ár, sem og forsvarsfólk Food & fun. „Þegar ég sendi út fyrsta póstinn til veitingastaða um að hafa augun opin fyrir veitingamönnum sem þau myndu vilja fá á Food & fun tók ég fram að hafa fjölbreytileika í huga. Það virðist hafa skilað sér. Það eru fleiri konur í ár en fyrra.“ Það má búast við góðum mat og góðri stemningu á hátíðinni í ár.Food & fun Ekki til að fylla upp í kvóta Hann segir þó ekki mega líta á það þannig að konurnar séu þarna til að fylla upp í kvóta. „Þetta eru tveggja Michelin-stjörnu kokkur frá Noregi, Michelin-stjörnu kokkur frá Mexíkó og þjálfari finnska kokkalandsliðsins sem fékk gull á Ólympíuleikunum. Þetta eru virkilega flottir kokkar.“ Lateisha Wilson sem komi frá Miami sé yfir Edition-hótelinu þar. „Það er eitt flottasta bougie-hótel í heimi.“ Fimm kvenkokkar eru á hátíðinni í ár. Frá vinstri eru á myndinni Sonja Kristensen, Ana Dolores Gonzáles, Colibrí Jimenez, Katja Tuomainen og Lateisha Wilson. Food & fun Jimenes sem kemur fyrir Skreið er mjög stórt nafn þar í landi og flottur kokkur. Það verður spennandi að sjá hvað þessar konur koma með. Þær eru hérna algjörlega á þeim forsendum að þær eru frábærir matreiðslumenn, kokkar og karakterar.“ Auk kvennanna sem komi sé á lista gestakokka að finna bæði ný og gömul nöfn. „Það er eins á Food & fun og tónlistarhátíðum að það eru alltaf ný nöfn en svo eru alltaf einhverjir sem hafa komið nokkrum sinnum og eru góðvinir hátíðarinnar.“ Ný nöfn í bland við gömul Sem dæmi komi Athanasios Tommy Kargatzidis aftur á Sumac en hann kom á hátíðina á fyrsta ári veitingastaðarins. Hann rekur að sögn Óla veitingastað sem hefur verið valinn besti veitingastaður MENA-landanna, Miðausturlanda og Norður-Afríku. Hann er að opna núna í Portúgal veitingastað. Óli segist einnig spenntur að borða hjá Ben Steigers á Fiskmarkaðnum. „Ég og pabbi borðuðum hjá honum í Boston á Pabu fyrir fjórum eða fimm árum og ég hef sagt við mjög marga að það hafi verið besta sushi-upplifun sem ég hef upplifað á ævinni,“ segir Óli. Til að borða hjá kokkunum bókar fólk borð á þeim veitingastað sem kokkurinn er gestakokkur á. Óli segir best fyrir fólk að drífa sig í því. Það séu margir veitingastaðir að fyllast. „Það var erfitt fyrir mig sjálfan að bóka borð. Það er betra að hafa hraðar hendur.“ „Þessi kokkur er þá að elda og matseðillinn hans í gangi, frá 12. til 16. mars.“ Best að bóka borðið strax Gerirðu ráð fyrir að borða hjá öllum? „Það eru alltaf háleit markmið um það. Ég kem til Íslands frá Svíþjóð 10. mars og svo snýst þetta eiginlega bara um hversu mikið maður getur komið barninu í pössun og hversu mikið maður getur farið út að borða. Ég á bókað borð hjá Ben á föstudaginn og er spenntur fyrir Soniu á Mat og drykk. Svo er einn af mínum uppáhalds Lenny M hjá Jóni á Parliament-hótelinu sem er að taka þátt í fyrsta sinn. Hann er lærlingur Michael Ginor sem var einn af bestu vinum hátíðarinnar, var þátttakandi og dómari og var stórt nafn í New York. Hann féll frá óvænt fyrir aldur fram og Lenny kemur til að heiðra hans minningu. Hann er frábær kokkur og ég get ekki beðið eftir að borða hjá honum.“
Food and Fun Veitingastaðir Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira