Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 10:36 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. Spá greiningardeildar Íslandsbanka birtist í tilkynningu á vef bankans í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar spánna. Telur greiningardeildin að við ákvörðun nefndarinnar muni togast á annars vegar merki um minni spennu í hagkerfinu og hjöðnun verðbólgu og hins vegar þrálátt háar verðbólguvæntingar og vísbendingar um seiglu í eftirspurn. „Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 7,75% og hafa stýrivextir þá lækkað um 1,5 prósentur frá síðasta hausti, gangi spáin eftir. Stutt er frá síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar og fátt hefur gerst í millitíðinni sem ætti að breyta sýn peningastefnunefndar á hæfilegt peningalegt aðhald verulega,“ segir í spánni. Miðað við spá Íslandsbanka mun vaxtalækkunarferli Seðlabankans skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025 og ljúka með vexti á bilinu 5,0 – 5,5 prósent um mitt næsta ár. Verðbólga hjaðnar en verðbólguvæntingar enn allháar Greiningardeildin segir hjöðnun verðbólgu það sem af er ári hafa verið nokkurn veginn í takti við væntingar. Það sé „peningastefnunefndinni væntanlega nokkurt fagnaðarefni,“ segir í spánni. Ársverðbólga hafi mælst í febrúar 4,2 prósent og sé verðbólgan því 0,4 prósentum minni en hún var fyrir síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafi einnig lækkað í nýjustu mælingu Hagstofunnar. „Eftir sem áður teljum við að verðbólga muni halda áfram að hjaðna fram á sumar enda detta allstórir hækkunarmánuðir úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs (VNV) á sama tíma og hægari hækkunartaktur launa, hjaðnandi verðbólga erlendis og betra jafnvægi á íbúðamarkaði ættu að skila heldur hóflegri hækkun VNV milli mánaða,“ segir í spánni. Hins vegar á greiningardeildin von á því að síðasti áfanginn í hjöðnun verðbólgu niður í markmið Seðlabankans verði torsóttur og „verðbólgan verði að jafnaði heldur yfir markmiðinu fremur en hitt næstu misserin“. Seðlabankinn Íslandsbanki Verðlag Íslenska krónan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Spá greiningardeildar Íslandsbanka birtist í tilkynningu á vef bankans í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar spánna. Telur greiningardeildin að við ákvörðun nefndarinnar muni togast á annars vegar merki um minni spennu í hagkerfinu og hjöðnun verðbólgu og hins vegar þrálátt háar verðbólguvæntingar og vísbendingar um seiglu í eftirspurn. „Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 7,75% og hafa stýrivextir þá lækkað um 1,5 prósentur frá síðasta hausti, gangi spáin eftir. Stutt er frá síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar og fátt hefur gerst í millitíðinni sem ætti að breyta sýn peningastefnunefndar á hæfilegt peningalegt aðhald verulega,“ segir í spánni. Miðað við spá Íslandsbanka mun vaxtalækkunarferli Seðlabankans skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025 og ljúka með vexti á bilinu 5,0 – 5,5 prósent um mitt næsta ár. Verðbólga hjaðnar en verðbólguvæntingar enn allháar Greiningardeildin segir hjöðnun verðbólgu það sem af er ári hafa verið nokkurn veginn í takti við væntingar. Það sé „peningastefnunefndinni væntanlega nokkurt fagnaðarefni,“ segir í spánni. Ársverðbólga hafi mælst í febrúar 4,2 prósent og sé verðbólgan því 0,4 prósentum minni en hún var fyrir síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafi einnig lækkað í nýjustu mælingu Hagstofunnar. „Eftir sem áður teljum við að verðbólga muni halda áfram að hjaðna fram á sumar enda detta allstórir hækkunarmánuðir úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs (VNV) á sama tíma og hægari hækkunartaktur launa, hjaðnandi verðbólga erlendis og betra jafnvægi á íbúðamarkaði ættu að skila heldur hóflegri hækkun VNV milli mánaða,“ segir í spánni. Hins vegar á greiningardeildin von á því að síðasti áfanginn í hjöðnun verðbólgu niður í markmið Seðlabankans verði torsóttur og „verðbólgan verði að jafnaði heldur yfir markmiðinu fremur en hitt næstu misserin“.
Seðlabankinn Íslandsbanki Verðlag Íslenska krónan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent