Óskynsamlegt að skella í lás Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júlí 2014 06:00 Ummæli Jean-Claudes Juncker, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að ekki verði tekin inn ný aðildarríki næstu fimm árin, eru nú túlkuð út og suður í íslenzkri stjórnmálaumræðu. Túlkun utanríkisráðherrans er einna bröttust; hann hefur sagt að ræða Junckers sé „frábær staðfesting á því að Ísland sé ekkert á leiðinni í Evrópusambandið“ og að með henni sé í raun verið að binda enda á aðildarferli Íslands. Einhver hefði haldið að utanríkisráðherra umsóknarríkis um aðild að ESB hefði farið fram á meiri upplýsingar áður en hann gæfi út svona gleiðar yfirlýsingar. Sú túlkun að nú sé búið að binda enda á aðildarferli Íslands er augljóslega röng, jafnvel út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem ræða Junckers felur í sér. Aðildarumsókn Íslands er enn í fullu gildi og ESB hefur marglýst því yfir að það sé hvenær sem er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram. Sú afstaða er ítrekuð í svörum Evrópusambandsins við spurningum Fréttablaðsins, sem birt eru í dag. Það sem við getum hins vegar fullyrt út frá því sem við vitum, er að staða Íslands sem umsóknarríkis er meira virði en ella. Nú er ljóst að ný ríki munu ekki fá þá stöðu næstu fimm árin. Juncker lýsti því yfir að viðræðum yrði haldið áfram við þau ríki sem þegar væru í aðildarferli og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga þann kost að geta hafið viðræður á ný án þess að þurfa að ganga í gegnum allt umsóknarferlið aftur. Úr því sem komið er skiptir varla miklu máli fyrir Ísland að ný aðildarríki verði ekki tekin inn næstu fimm árin. Þrjú ár eru eftir af kjörtímabilinu og núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega engan áhuga á viðræðum við ESB, þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað kjósendum því að þeir fengju að kjósa um framhald þeirra. Ráðherrarnir eru fallnir frá því loforði, nema þá að kosið verði um eitthvað allt annað. Það er því varla raunhæft að ætla að kosið verði á kjörtímabilinu, nema þá í blálokin og það kæmi þá í hlut næstu ríkisstjórnar að halda aðildarviðræðunum áfram ef niðurstaðan yrði á þann veginn. Vitlausasta ályktunin sem dregin er af ræðu Junckers er að hún staðfesti að nú sé rétt að gera eins og Gunnar Bragi lagði til við Alþingi í fyrra og slíta viðræðunum formlega. Með því væri verið að þrengja kosti Íslands í utanríkis- og efnahagsmálum að óþörfu. Enn hefur ríkisstjórnin til dæmis ekki birt neina áætlun um það hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum án þess að raska stöðugleika efnahagslífsins. Fyrst það er búið að ráða útlenda sérfræðinga til verksins, verðum við að gera ráð fyrir að það styttist í planið. En þá er eftir að sjá hvort það gengur upp. Ef það gerir það ekki, væri fullkomlega óskynsamlegt og ábyrgðarlaust að vera búin að skella dyrunum í lás á raunhæfasta kostinn sem Ísland hefur á að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr höftunum til frambúðar. Við skulum þess vegna vona að Gunnar Bragi stökkvi ekki til í frábærum fögnuði sínum og leggi fram nýja slitatillögu, heldur að hann hugi að því að halda kostum Íslands opnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Ummæli Jean-Claudes Juncker, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að ekki verði tekin inn ný aðildarríki næstu fimm árin, eru nú túlkuð út og suður í íslenzkri stjórnmálaumræðu. Túlkun utanríkisráðherrans er einna bröttust; hann hefur sagt að ræða Junckers sé „frábær staðfesting á því að Ísland sé ekkert á leiðinni í Evrópusambandið“ og að með henni sé í raun verið að binda enda á aðildarferli Íslands. Einhver hefði haldið að utanríkisráðherra umsóknarríkis um aðild að ESB hefði farið fram á meiri upplýsingar áður en hann gæfi út svona gleiðar yfirlýsingar. Sú túlkun að nú sé búið að binda enda á aðildarferli Íslands er augljóslega röng, jafnvel út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem ræða Junckers felur í sér. Aðildarumsókn Íslands er enn í fullu gildi og ESB hefur marglýst því yfir að það sé hvenær sem er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram. Sú afstaða er ítrekuð í svörum Evrópusambandsins við spurningum Fréttablaðsins, sem birt eru í dag. Það sem við getum hins vegar fullyrt út frá því sem við vitum, er að staða Íslands sem umsóknarríkis er meira virði en ella. Nú er ljóst að ný ríki munu ekki fá þá stöðu næstu fimm árin. Juncker lýsti því yfir að viðræðum yrði haldið áfram við þau ríki sem þegar væru í aðildarferli og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga þann kost að geta hafið viðræður á ný án þess að þurfa að ganga í gegnum allt umsóknarferlið aftur. Úr því sem komið er skiptir varla miklu máli fyrir Ísland að ný aðildarríki verði ekki tekin inn næstu fimm árin. Þrjú ár eru eftir af kjörtímabilinu og núverandi ríkisstjórn hefur augljóslega engan áhuga á viðræðum við ESB, þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað kjósendum því að þeir fengju að kjósa um framhald þeirra. Ráðherrarnir eru fallnir frá því loforði, nema þá að kosið verði um eitthvað allt annað. Það er því varla raunhæft að ætla að kosið verði á kjörtímabilinu, nema þá í blálokin og það kæmi þá í hlut næstu ríkisstjórnar að halda aðildarviðræðunum áfram ef niðurstaðan yrði á þann veginn. Vitlausasta ályktunin sem dregin er af ræðu Junckers er að hún staðfesti að nú sé rétt að gera eins og Gunnar Bragi lagði til við Alþingi í fyrra og slíta viðræðunum formlega. Með því væri verið að þrengja kosti Íslands í utanríkis- og efnahagsmálum að óþörfu. Enn hefur ríkisstjórnin til dæmis ekki birt neina áætlun um það hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum án þess að raska stöðugleika efnahagslífsins. Fyrst það er búið að ráða útlenda sérfræðinga til verksins, verðum við að gera ráð fyrir að það styttist í planið. En þá er eftir að sjá hvort það gengur upp. Ef það gerir það ekki, væri fullkomlega óskynsamlegt og ábyrgðarlaust að vera búin að skella dyrunum í lás á raunhæfasta kostinn sem Ísland hefur á að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr höftunum til frambúðar. Við skulum þess vegna vona að Gunnar Bragi stökkvi ekki til í frábærum fögnuði sínum og leggi fram nýja slitatillögu, heldur að hann hugi að því að halda kostum Íslands opnum.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun