ESB virðist halda opnu fyrir Ísland Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. mars 2014 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi eftir sameiginlegan fund þeirra 16. júlí 2013. visir/epa Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi, hafnar því að ESB þrýsti á um að ríkisstjórn Íslands ákveði hvort hún vilji halda áfram aðildarviðræðum eða slíta. Í viðtali við fréttastofu RÚV í gær sagði hann fordæmi fyrir því að aðildarumsóknir væru settar á bið um ótiltekinn tíma, líkt og í dæmi Möltu. Aldrei væri þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun. Brinkmann sagði að í tilfelli Íslands hafi komið á óvart að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðunum og hafi sambandið viljað fá skýrari línur um ýmis atriði í samningaviðræðunum. Á fundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra með Jose Manue Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um miðjan júlí í fyrra kom fram í máli Barroso að sambandið biði svara um næstu skref frá Íslandi. „Klukkan tifar og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar allra að ákvörðun verði tekin á frekari tafar,“ sagði Barroso þá.Heimildir blaðsins meðal embættismanna Evrópusambandsins herma að oflestur væri að draga þá ályktun af orðum Barroso að Ísland ætti að gera í snatri upp við sig hvort landið vildi halda viðræðum áfram. Fremur hafi verið um að ræða beiðni um skýrari línur varðandi næstu skref, enda nokkuð undir og hópar starfsfólks sem skipað hafi verið til verka í tengslum við aðildarumsókn Íslands. Því þyrfti að skýrast hvað væri fram undan. Hlé á viðræðum gæti vel verið einn af þeim kostum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins áréttaði Brinkmann að ákvörðun um hvað gerðist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins væri algerlega Íslands. „Evrópusambandið verður tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkennir hvaða ákvörðun sem Ísland kann að taka,“ segir hann. Í ályktun Evrópuþingsins frá því í byrjun janúar á þessu ári er bent á að skoðanakannanir á Íslandi bendi til þess að meirihluti landsmanna vilji ljúka aðildarviðræðunum og að Ísland haldi stöðu sinni sem umsóknarríki. Beðið sé ákvörðunar þingsins um hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna. Þingið kveðst í ályktun sinni líka vonast til þess að slík atkvæðagreiðsla fari fram í fyrirséðri framtíð. Í umræðum um framvinduskýrslu vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið á Evrópuþinginu 15. janúar síðastliðinn kvaðst Göran Färm, fulltrúi jafnaðarmanna, harma stefnu nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi, en áréttaði um leið mikilvægi þess að virða stefnu íslenskra stjórnvalda. Hann kvað mikilvægt að skilja svo við að ljóst væri að Evrópusambandið hafi ekki skellt hurðinni á Ísland, heldur væri reiðubúið að halda viðræðum áfram. „Sem ætti raunar að vera auðveldara núna eftir að ESB hefur fengið endurbætta fiskveiðistjórnarstefnu,“ sagði hann. Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópu, var til svars í þinginu. „Við ættum að halda dyrum opnum fyrir ríkisstjórn Íslands og íslensku þjóðina, kjósi hún að hefja aðildarviðræður á ný,“ sagði hann. „Liggi á einhverjum tíma fyrir ákvörðun um að halda áfram leiðina í átt að aðild að Evrópusambandinu, þá ættum við að vera reiðubúin að hjálpa Íslendingum í þeirri vegferð.“ Skilaboð Füle til þingsins voru nokkurn veginn samhljóða ræðu sem hann flutti fyrir utanríkismálanefnd Evrópuþingsins 16. október í fyrra. „Við höfum ekki, af okkar hálfu, horfið frá ferlinu. Hvenær sem er, og ef Ísland óskar þess nokkurn tíma, er framkvæmdastjórnin reiðubúin að halda áfram vinnu við aðildarviðræðurnar, sem þegar eru langt komnar. Og ég er þess enn fullviss að við getum komist að niðurstöðu sem er jákvæð og hagfelld öllum hlutaðeigandi,“ sagði Füle þá. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi, hafnar því að ESB þrýsti á um að ríkisstjórn Íslands ákveði hvort hún vilji halda áfram aðildarviðræðum eða slíta. Í viðtali við fréttastofu RÚV í gær sagði hann fordæmi fyrir því að aðildarumsóknir væru settar á bið um ótiltekinn tíma, líkt og í dæmi Möltu. Aldrei væri þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun. Brinkmann sagði að í tilfelli Íslands hafi komið á óvart að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðunum og hafi sambandið viljað fá skýrari línur um ýmis atriði í samningaviðræðunum. Á fundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra með Jose Manue Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um miðjan júlí í fyrra kom fram í máli Barroso að sambandið biði svara um næstu skref frá Íslandi. „Klukkan tifar og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar allra að ákvörðun verði tekin á frekari tafar,“ sagði Barroso þá.Heimildir blaðsins meðal embættismanna Evrópusambandsins herma að oflestur væri að draga þá ályktun af orðum Barroso að Ísland ætti að gera í snatri upp við sig hvort landið vildi halda viðræðum áfram. Fremur hafi verið um að ræða beiðni um skýrari línur varðandi næstu skref, enda nokkuð undir og hópar starfsfólks sem skipað hafi verið til verka í tengslum við aðildarumsókn Íslands. Því þyrfti að skýrast hvað væri fram undan. Hlé á viðræðum gæti vel verið einn af þeim kostum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins áréttaði Brinkmann að ákvörðun um hvað gerðist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins væri algerlega Íslands. „Evrópusambandið verður tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkennir hvaða ákvörðun sem Ísland kann að taka,“ segir hann. Í ályktun Evrópuþingsins frá því í byrjun janúar á þessu ári er bent á að skoðanakannanir á Íslandi bendi til þess að meirihluti landsmanna vilji ljúka aðildarviðræðunum og að Ísland haldi stöðu sinni sem umsóknarríki. Beðið sé ákvörðunar þingsins um hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna. Þingið kveðst í ályktun sinni líka vonast til þess að slík atkvæðagreiðsla fari fram í fyrirséðri framtíð. Í umræðum um framvinduskýrslu vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið á Evrópuþinginu 15. janúar síðastliðinn kvaðst Göran Färm, fulltrúi jafnaðarmanna, harma stefnu nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi, en áréttaði um leið mikilvægi þess að virða stefnu íslenskra stjórnvalda. Hann kvað mikilvægt að skilja svo við að ljóst væri að Evrópusambandið hafi ekki skellt hurðinni á Ísland, heldur væri reiðubúið að halda viðræðum áfram. „Sem ætti raunar að vera auðveldara núna eftir að ESB hefur fengið endurbætta fiskveiðistjórnarstefnu,“ sagði hann. Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópu, var til svars í þinginu. „Við ættum að halda dyrum opnum fyrir ríkisstjórn Íslands og íslensku þjóðina, kjósi hún að hefja aðildarviðræður á ný,“ sagði hann. „Liggi á einhverjum tíma fyrir ákvörðun um að halda áfram leiðina í átt að aðild að Evrópusambandinu, þá ættum við að vera reiðubúin að hjálpa Íslendingum í þeirri vegferð.“ Skilaboð Füle til þingsins voru nokkurn veginn samhljóða ræðu sem hann flutti fyrir utanríkismálanefnd Evrópuþingsins 16. október í fyrra. „Við höfum ekki, af okkar hálfu, horfið frá ferlinu. Hvenær sem er, og ef Ísland óskar þess nokkurn tíma, er framkvæmdastjórnin reiðubúin að halda áfram vinnu við aðildarviðræðurnar, sem þegar eru langt komnar. Og ég er þess enn fullviss að við getum komist að niðurstöðu sem er jákvæð og hagfelld öllum hlutaðeigandi,“ sagði Füle þá.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira