Ráðherra segir Juncker loka endanlega ESB umsókn Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2014 19:39 Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira