Feitustu bitarnir á leikmannamarkaðnum Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2014 09:15 Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum. Leikmannamarkaðurinn á Íslandi opnast aftur 15. október næstkomandi og það má búast við að flest ef ekki öll liðin í Pepsi-deildinni ætli sér að styrkja hópinn. Tími nokkurra leikmanna er liðinn á sumum stöðum og sumir leikmenn hafa komið sér í betri samningsstöðu með flottri frammistöðu í sumar. Hjá sumum snýst dæmið líka um að finna sér rétta staðinn og réttu aðstæðurnar til þess að blómstra. Fréttablaðið hefur litið yfir hóp leikmanna með lausan samning og fundið út hverjir séu feitustu bitarnir á markaðnum í vetur. Við skiptum hópnum í þrjá flokka en þá er ekki hægt að útiloka að samningsbundnir leikmenn gangi á kaupum á sölum á milli félaga. Stjarnan, FH, KR og Víkingur búa að því að geta reiknað með Evrópu-peningum og Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru enn fremur í frábærum málum fjárhagslega eftir magnað Evrópusumar. ÍA og Leiknir eru bæði að koma upp í Pepsi-deildina og það má búast við að menn þar á bæ ætli sér að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin í efstu deild. Bestu leikmennirnir með lausa samninga fá því örugglega mörg símtöl á næstu vikum og margir þeirra geta eflaust valið úr tilboðum.Feitustu bitarnir á leikmannamarkaði Pepsi-deildar karla:Vísir/DaníelFinnur Orri Margeirsson23 ára miðjumaður Líklegast KR Besti kosturinn FHFinnur Orri Margeirsson er á tímamótum samkvæmt orðinu á götunni og líklega á leiðinni frá Blikum þrátt fyrir að vanta aðeins þrjá leiki til að jafna félagsmet Arnars Grétarssonar. Finnur Orri er enn ungur þrátt fyrir að vera kominn með mikla reynslu og því góður kostur fyrir lið sem þurfa að styrkja miðjuna. Líklegast er að KR-ingar kræki í kappann en besti kosturinn fyrir hann væri þó að fara í FH. Hann fer væntanlega aldrei í minna félag en KR eða FH.Vísir/DaníelIgor Taskovic32 ára miðjumaður Líklegast Víkingur Besti kosturinn Víkingur Igor Taskovic var magnaður í sumar og fór öðrum fremur fyrir sókn nýliðanna úr Víkinni sem tryggðu sér sæti í Evrópukeppninni. Igor er án vafa mikilvægasti leikmaður Víkingsliðsins og því væri stórslys ef menn þar á bæ missa hann yfir í annað lið. Það er því langlíklegast að hann verði áfram með fyrirliðaband Víkings næsta sumar en væntanlega á mun betri samningi.Vísir/VilhelmDaníel Laxdal28 ára miðvörður Líklegast Stjarnan Besti kosturinn Stjarnan Daníel Laxdal missti fyrirliðabandið fyrir tímabilið en upplifði á móti sína stærstu stund þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu sínu. Það er erfitt að sjá leikjahæsta Stjörnumanninn í efstu deild spila fyrir nokkurt annað félag en Stjörnuna og Garðbæingar eru örugglega tilbúnir með nýjan ásættanlegan samning fyrir hann. Bestu liðin í deildinni myndu þó örugglega taka honum opnum örmum.Vísir/StefánÓskar Örn Hauksson 30 ára kantmaður Líklegast KR Besti kosturinn FH Óskar Örn Hauksson var svo gott sem farinn frá KR á láni til Vålerenga í lok ágúst en ekki tókst að ganga frá félagsskiptunum áður en glugginn lokaðist. Það er langlíklegast að KR-ingar semji aftur við þennan snjalla leikmann enda ekki gott að missa hann til aðalkeppinautanna. Það væri hins vegar afar athyglisvert að sjá hann á kantinum hjá FH við hlið Stevens Lennon og Atla Guðnasonar.Aðrir fínir bitarVísir/DaníelAtli Viðar Björnsson 34 ára framherji Líklegast: FH Besti kosturinn: Breiðablik Vantar aðeins tvö mörk í 100 mörkin en hann skorar ekki mörg mörg sitjandi á bekknum. Gæti orðið fyrstur til að spila 200 leiki og skora 100 mörk fyrir sama félagið og því gæti verið erfitt að fara frá FH.Hólmar Örn Rúnarsson 33 ára miðjumaður Líklegast: FH Besti kosturinn: KR Átti fínt tímabil á miðju FH og kom sterkur til baka eftir að hafa misst úr heilt tímabil vegna meiðsla. Hólmar fékk ekki mikið að spila framan af en var fastamaður í seinni hlutanum sem gæti þýtt nýjan samning í Krikanum.Ingimundur Níels Óskarsson 28 ára kantmaður Líklegast: Fylkir Besti kosturinn: Fylkir Ingimundur Níels endaði tímabilið sem byrjunarliðsmaður en hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu síðustu ár. Hefur ekki alveg náð að stíga næsta skref í mikilli samkeppni í FH og til greina gæti komið að snúa aftur til Fylkis þar sem hann átti sín bestu ár.Brynjar Gauti Guðjónsson 22 ára miðvörður Líklegast: Stjarnan Besti kosturinn: Stjarnan Brynjar Gauti er líklega á leiðinni upp á land eftir fjögur ár í Eyjum og fínn kostur fyrir Íslandsmeistarana úr Garðabænum sem þurfa væntanlega að fylla skarð Martins Rauschenberg. Stór og sterkur strákur sem hefur öðlast mikla reynslu á tíma sínum undir Hásteini.Iain Williamson 26 ára miðjumaður Líklegast: Valur Besti kosturinn: Breiðablik Williamson er harðgerður skoskur miðjumaður sem væri frábær kostur fyrir lið eins og Breiðablik sem er væntanlega að missa Finn Orra Margeirsson. Valsmenn vilja örugglega halda honum en önnur lið gætu freistað bjóði þau honum góðan samning.Grétar Sigfinnur Sigurðarson 32 ára miðvörður Líklegast: Valur Besti kosturinn: Víkingur Grétar Sigfinnur fær ekki nýjan samning hjá KR en vonast eflaust eftir að fá annað tækifæri til að sýna Vesturbæingum að hann á enn mikið eftir. Grétar hefur sýnt það að hann er aldrei betri en þegar hann þarf að sanna sig eins og sást með KR á 2013-tímabilinu. Ekki má gleyma þessum …Markmenn á lausu Ingvar Þór Kale Sandor MatusVarnarmenn á lausu Arnór Eyvar Ólafsson Aron Bjarki Jósepsson Ásgeir Eyþórsson Bjarni Ólafur Eiríksson Niclas Vemmelund Miðjumenn á lausu Andrew Sousa Finnur Ólafsson Sigurður Egill Lárusson Halldór Hermann JónssonSóknarmenn á lausu Rolf Toft Hörður Sveinsson Chukwudi ChijinduAthugið: Þetta er ekki tæmandi listi leikmanna með lausan samning. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Sport Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum. Leikmannamarkaðurinn á Íslandi opnast aftur 15. október næstkomandi og það má búast við að flest ef ekki öll liðin í Pepsi-deildinni ætli sér að styrkja hópinn. Tími nokkurra leikmanna er liðinn á sumum stöðum og sumir leikmenn hafa komið sér í betri samningsstöðu með flottri frammistöðu í sumar. Hjá sumum snýst dæmið líka um að finna sér rétta staðinn og réttu aðstæðurnar til þess að blómstra. Fréttablaðið hefur litið yfir hóp leikmanna með lausan samning og fundið út hverjir séu feitustu bitarnir á markaðnum í vetur. Við skiptum hópnum í þrjá flokka en þá er ekki hægt að útiloka að samningsbundnir leikmenn gangi á kaupum á sölum á milli félaga. Stjarnan, FH, KR og Víkingur búa að því að geta reiknað með Evrópu-peningum og Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru enn fremur í frábærum málum fjárhagslega eftir magnað Evrópusumar. ÍA og Leiknir eru bæði að koma upp í Pepsi-deildina og það má búast við að menn þar á bæ ætli sér að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin í efstu deild. Bestu leikmennirnir með lausa samninga fá því örugglega mörg símtöl á næstu vikum og margir þeirra geta eflaust valið úr tilboðum.Feitustu bitarnir á leikmannamarkaði Pepsi-deildar karla:Vísir/DaníelFinnur Orri Margeirsson23 ára miðjumaður Líklegast KR Besti kosturinn FHFinnur Orri Margeirsson er á tímamótum samkvæmt orðinu á götunni og líklega á leiðinni frá Blikum þrátt fyrir að vanta aðeins þrjá leiki til að jafna félagsmet Arnars Grétarssonar. Finnur Orri er enn ungur þrátt fyrir að vera kominn með mikla reynslu og því góður kostur fyrir lið sem þurfa að styrkja miðjuna. Líklegast er að KR-ingar kræki í kappann en besti kosturinn fyrir hann væri þó að fara í FH. Hann fer væntanlega aldrei í minna félag en KR eða FH.Vísir/DaníelIgor Taskovic32 ára miðjumaður Líklegast Víkingur Besti kosturinn Víkingur Igor Taskovic var magnaður í sumar og fór öðrum fremur fyrir sókn nýliðanna úr Víkinni sem tryggðu sér sæti í Evrópukeppninni. Igor er án vafa mikilvægasti leikmaður Víkingsliðsins og því væri stórslys ef menn þar á bæ missa hann yfir í annað lið. Það er því langlíklegast að hann verði áfram með fyrirliðaband Víkings næsta sumar en væntanlega á mun betri samningi.Vísir/VilhelmDaníel Laxdal28 ára miðvörður Líklegast Stjarnan Besti kosturinn Stjarnan Daníel Laxdal missti fyrirliðabandið fyrir tímabilið en upplifði á móti sína stærstu stund þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu sínu. Það er erfitt að sjá leikjahæsta Stjörnumanninn í efstu deild spila fyrir nokkurt annað félag en Stjörnuna og Garðbæingar eru örugglega tilbúnir með nýjan ásættanlegan samning fyrir hann. Bestu liðin í deildinni myndu þó örugglega taka honum opnum örmum.Vísir/StefánÓskar Örn Hauksson 30 ára kantmaður Líklegast KR Besti kosturinn FH Óskar Örn Hauksson var svo gott sem farinn frá KR á láni til Vålerenga í lok ágúst en ekki tókst að ganga frá félagsskiptunum áður en glugginn lokaðist. Það er langlíklegast að KR-ingar semji aftur við þennan snjalla leikmann enda ekki gott að missa hann til aðalkeppinautanna. Það væri hins vegar afar athyglisvert að sjá hann á kantinum hjá FH við hlið Stevens Lennon og Atla Guðnasonar.Aðrir fínir bitarVísir/DaníelAtli Viðar Björnsson 34 ára framherji Líklegast: FH Besti kosturinn: Breiðablik Vantar aðeins tvö mörk í 100 mörkin en hann skorar ekki mörg mörg sitjandi á bekknum. Gæti orðið fyrstur til að spila 200 leiki og skora 100 mörk fyrir sama félagið og því gæti verið erfitt að fara frá FH.Hólmar Örn Rúnarsson 33 ára miðjumaður Líklegast: FH Besti kosturinn: KR Átti fínt tímabil á miðju FH og kom sterkur til baka eftir að hafa misst úr heilt tímabil vegna meiðsla. Hólmar fékk ekki mikið að spila framan af en var fastamaður í seinni hlutanum sem gæti þýtt nýjan samning í Krikanum.Ingimundur Níels Óskarsson 28 ára kantmaður Líklegast: Fylkir Besti kosturinn: Fylkir Ingimundur Níels endaði tímabilið sem byrjunarliðsmaður en hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu síðustu ár. Hefur ekki alveg náð að stíga næsta skref í mikilli samkeppni í FH og til greina gæti komið að snúa aftur til Fylkis þar sem hann átti sín bestu ár.Brynjar Gauti Guðjónsson 22 ára miðvörður Líklegast: Stjarnan Besti kosturinn: Stjarnan Brynjar Gauti er líklega á leiðinni upp á land eftir fjögur ár í Eyjum og fínn kostur fyrir Íslandsmeistarana úr Garðabænum sem þurfa væntanlega að fylla skarð Martins Rauschenberg. Stór og sterkur strákur sem hefur öðlast mikla reynslu á tíma sínum undir Hásteini.Iain Williamson 26 ára miðjumaður Líklegast: Valur Besti kosturinn: Breiðablik Williamson er harðgerður skoskur miðjumaður sem væri frábær kostur fyrir lið eins og Breiðablik sem er væntanlega að missa Finn Orra Margeirsson. Valsmenn vilja örugglega halda honum en önnur lið gætu freistað bjóði þau honum góðan samning.Grétar Sigfinnur Sigurðarson 32 ára miðvörður Líklegast: Valur Besti kosturinn: Víkingur Grétar Sigfinnur fær ekki nýjan samning hjá KR en vonast eflaust eftir að fá annað tækifæri til að sýna Vesturbæingum að hann á enn mikið eftir. Grétar hefur sýnt það að hann er aldrei betri en þegar hann þarf að sanna sig eins og sást með KR á 2013-tímabilinu. Ekki má gleyma þessum …Markmenn á lausu Ingvar Þór Kale Sandor MatusVarnarmenn á lausu Arnór Eyvar Ólafsson Aron Bjarki Jósepsson Ásgeir Eyþórsson Bjarni Ólafur Eiríksson Niclas Vemmelund Miðjumenn á lausu Andrew Sousa Finnur Ólafsson Sigurður Egill Lárusson Halldór Hermann JónssonSóknarmenn á lausu Rolf Toft Hörður Sveinsson Chukwudi ChijinduAthugið: Þetta er ekki tæmandi listi leikmanna með lausan samning.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Sport Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira