Íslenski boltinn

KA fær lykilmann úr Eyjum

Sindri Sverrisson skrifar
Guðjón Ernir Hrafnkelsson er mættur í KA.
Guðjón Ernir Hrafnkelsson er mættur í KA. KA

Bikarmeistarar KA í fótbolta hafa bætt við sig leikmanni en Héraðsmaðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja tímabila.

Greint er frá þessu á vef KA þar sem segir að Guðjón Ernir sé 23 ára gamall hægri bakvörður eða vængbakvörður sem gegnt hafi lykilhlutverki í liði ÍBV.

Guðjón Ernir hefur leikið með ÍBV frá árinu 2020, bæði í efstu og næstefstu deild, og átti sinn þátt í því að liðið vann Lengjudeildina á síðustu leiktíð. Hann mun því mæta gömlum liðsfélögum í Bestu deildinni í sumar.

Guðjón Ernir er hins vegar uppalinn á Egilsstöðum og hóf þar meistaraflokksferil sinn með Hetti og sameinuðu liði Hattar og Hugins.

Hann hefur alls leikið 46 leiki í efstu deild, og er skráður með 192 meistaraflokksleiki á vef KSÍ, í fjórum deildum, bikar og deildarbikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×