Íslenski boltinn

KA-fólk fær sér­út­gáfu af bókinni Ís­lensk knatt­spyrna í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víðir Sigurðsson sést hér með báðar útgáfurnar af bókinni Íslensk knattspyrna 2024. Hefbundnu kápuna og KA-kápuna.
Víðir Sigurðsson sést hér með báðar útgáfurnar af bókinni Íslensk knattspyrna 2024. Hefbundnu kápuna og KA-kápuna. Víðir

Víðir Sigurðsson hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2024 en þetta er 44. bókin í bókaflokknum og hefur Víðir komið að 43 þeirra.

Víðir tók alveg við bókaflokknum af Sigurði Sverrissyni árið 1983 eftir að þeir unnu bókina saman fyrir árið 1982. Sigurður skrifaði fyrstu bókina einn en hún fjallaði um fótboltaárið 1981.

Bókin í ár er sú stærsta til þessa, 304 blaðsíður, sextán síðum stærri en undanfarin ár. Myndirnar munu vera 452 talsins en þarna má finna umfjöllun um allar hliðar íslenskrar knattspyrnu, frá yngri flokkum til Bestu deildanna og íslenskra afreka á erlendri grundu.

Sögur útgáfa er útgefandi bókarinnar eins og undanfarin fimm ár en það vekur sérstaka athygli að kápurnar eru tvær að þessu sinni.

Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvenna- og karlaflokki eru á kápu hinnar hefðbundnu útgáfu sem fer í almenna sölu en bikarmeistarar KA eru á kápunni í sérprentuðu upplagi sem verður aðeins til sölu hjá KA á Akureyri.

KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár alveg eins og Blikar fengu þegar bókin kom út fyrir tveimur árum.

KA varð bikarmeistari í sumar en það er fyrsti bikarmeistaratitill félagsins og fyrsti stóri titilll karlaliðs félagsins í 35 ár eða síðan KA varð Íslandsmeistari sumarið 1989.

Hér má sjá báðar bækurnar hlið við hlið.Víðir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×