„Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 08:33 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er jafnan líflegur á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson virðist hafa mun meiri ástríðu fyrir gengi Hattar en leikmennirnir sem hann stýrir, að mati sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds. Höttur tapaði gegn Keflavík í Bónus-deildinni á fimmtudaginn, 112-98, og situr í fallsæti með átta stig eftir þrettán leiki. „Miðað við hvað Viðar er ástríðufullur þjálfari þá fannst mér þetta ótrúlega flatt hjá þeim. Það er engin ástríða í þessum leik hjá þeim. Ég held að það skrifist ekki á Viðar. Hann er með tilfinningar og sýnir þær. En þú ert með lið í höndunum og leikmennirnir þurfa líka að bera ábyrgð. Mér leið bara eins og menn væru: „Jæja, ég er búinn með 10.000 skref, hvenær er flugið?“ Þetta var upplifunin mín,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Viðar sá eini með ástríðu hjá Hetti Höttur skipti Bandaríkjamanninum Courvoisier McCauley út fyrir Justin Roberts en það virðist því miður hafa gert illt verra: „Þetta er ein af þeim ákvörðunum sem hafa reynst rangar, eftir á að hyggja. Hún var samt rétt á þeim tímapunkti sem hún var tekin, en því miður fyrir þá, þá fengu þeir ekki nægilega sterkan leikmann inn í liðið í staðinn,“ sagði Jón Halldór. Hermann Hauksson tók undir þetta: „Hött vantar stærri karakter – leiðtoga inn á völlinn. Þetta er svo skrýtið lið. Þeir vinna oft ótrúlegustu leiki en eru svo bara ekki með í mörgum leikjum,“ sagði Hermann og Jón Halldór bætti við: „Mér leið bara eins og leikmönnum væri fokk sama. Á meðan var Viðar greyið þarna á hliðarlínunni og hann skildi ekkert í því að það voru engin viðbrögð hjá leikmönnunum. Það er svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta, og hann er að upplifa þetta leik eftir leik.“ „Það er verst þegar þjálfarinn er með mesta passionið,“ sagði þá Hermann og hélt áfram: „Samkvæmt þessu er Viðar eini gæinn sem þurfti að fara í sturtu eftir leikinn. Þetta er sorglegt og það er svo vont þegar þessi ástríða sem Viðar hefur nær ekki að smitast í leikmenn. Það er mikið af ólíkum karakter þarna og sorglegt að það sé ekki að minnsta kosti einn sem tekur þetta á sig og vill drífa liðið áfram. Það er enginn þannig þarna.“ Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Höttur Mest lesið 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann Körfubolti Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Englandi Sport „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn Maddison var að sussa á Roy Keane Enski boltinn Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn Fleiri fréttir Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Sjá meira
Höttur tapaði gegn Keflavík í Bónus-deildinni á fimmtudaginn, 112-98, og situr í fallsæti með átta stig eftir þrettán leiki. „Miðað við hvað Viðar er ástríðufullur þjálfari þá fannst mér þetta ótrúlega flatt hjá þeim. Það er engin ástríða í þessum leik hjá þeim. Ég held að það skrifist ekki á Viðar. Hann er með tilfinningar og sýnir þær. En þú ert með lið í höndunum og leikmennirnir þurfa líka að bera ábyrgð. Mér leið bara eins og menn væru: „Jæja, ég er búinn með 10.000 skref, hvenær er flugið?“ Þetta var upplifunin mín,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Viðar sá eini með ástríðu hjá Hetti Höttur skipti Bandaríkjamanninum Courvoisier McCauley út fyrir Justin Roberts en það virðist því miður hafa gert illt verra: „Þetta er ein af þeim ákvörðunum sem hafa reynst rangar, eftir á að hyggja. Hún var samt rétt á þeim tímapunkti sem hún var tekin, en því miður fyrir þá, þá fengu þeir ekki nægilega sterkan leikmann inn í liðið í staðinn,“ sagði Jón Halldór. Hermann Hauksson tók undir þetta: „Hött vantar stærri karakter – leiðtoga inn á völlinn. Þetta er svo skrýtið lið. Þeir vinna oft ótrúlegustu leiki en eru svo bara ekki með í mörgum leikjum,“ sagði Hermann og Jón Halldór bætti við: „Mér leið bara eins og leikmönnum væri fokk sama. Á meðan var Viðar greyið þarna á hliðarlínunni og hann skildi ekkert í því að það voru engin viðbrögð hjá leikmönnunum. Það er svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta, og hann er að upplifa þetta leik eftir leik.“ „Það er verst þegar þjálfarinn er með mesta passionið,“ sagði þá Hermann og hélt áfram: „Samkvæmt þessu er Viðar eini gæinn sem þurfti að fara í sturtu eftir leikinn. Þetta er sorglegt og það er svo vont þegar þessi ástríða sem Viðar hefur nær ekki að smitast í leikmenn. Það er mikið af ólíkum karakter þarna og sorglegt að það sé ekki að minnsta kosti einn sem tekur þetta á sig og vill drífa liðið áfram. Það er enginn þannig þarna.“
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Höttur Mest lesið 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann Körfubolti Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Englandi Sport „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn Maddison var að sussa á Roy Keane Enski boltinn Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn Fleiri fréttir Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Sjá meira