„Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 19:55 Freyr Alexandersson er mættur til Bergen og mun skrifa undir samning við Brann innan skamms. Vísir/Getty Freyr Alexandersson lenti í Bergen í Noregi nú undir kvöld og verður innan skamms staðfestur sem nýr þjálfari Brann. Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor. Norski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti „Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Sport Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor.
Norski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti „Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Sport Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira