Lokasenna að Landsbankamáli Sverrir Hermannsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Þótt langt sé um liðið síðan síðara Landsbankafarganið reið yfir, býsnaveturinn 1998, er það fyrst um þessar mundir að öll kurl þess eru komin til grafar, svo öruggt megi telja. Rætur sínar á málið að rekja til þeirra stjórnarhátta, sem þá voru við lýði á Íslandi undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, í höndum mestu óhappamanna í íslenzkri pólitík fyrr og síðar, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og er þá langt til jafnað. Ekki er enn bitið úr nálinni með þau afglöp, sem þá voru unnin og hæst bar í hinu ofboðslega hruni sem varð á Íslandi 2008. Orsakir þess hversu hrunið varð örlagaríkt var hin gagngera ný-frjálshyggja stjórnvalda og birtist fyrst og fremst í einkavæðingu stofnana; einkum og sér í lagi bankanna. Bankarnir komust í eigu hlutafélaga og hluthafarnir tóku til við að stjórna þeim fyrir sig og sín fyrirtæki með svo hrapallegum hætti, og hlaut á skömmum tíma að leiða til gjaldþrots þeirra. Hundruð milljarða króna voru lánuð sýndarfélögum án frambærilegra veða, sem síðan urðu fjármálastofnunum að fótakefli, þegar kreppan skall á. Þessi upprifjun er aðeins gerð til að vekja athygli á að Landsbankamálið 1998 var ekkert annað en lítill angi af þeirri ráðabreytni stjórnvalda, sem kollsigldi fjármálakerfi þjóðarinnar. Víti til varnaðar Fjármálakreppa hefir löngum riðið íslenzkum stjórnmálaflokkum á slig. Það var því ekki að undra þótt þáverandi ríkisstjórnarflokkar teldu sig koma hnífi sínum í feitt með því að ráðstafa vinum og vandamönnum ríkisbönkunum, með vinnubrögðum sem ekki mega fyrnast, og verða til eftirbreytni. Fyrir því m.a. eru þessar línur settar á blað ef þær kynnu að verða ráðamönnum víti til varnaðar. Vegna hlutafjárvæðingar ríkisbankanna, Búnaðarbanka og Landsbanka, var undirstöðuatriði af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að til forystu í bönkunum veldust ráðþægir menn. Menn, sem gerðu sér fulla grein fyrir hvað til þeirra friðar heyrði. Menn, sem kynnu að þjóna ný-frjálshyggjunni til hins ítrasta í fullvissu þess að geta makað eigin krók í leiðinni. Þeim í Valhöll var af biturri reynslu ljóst að Sverrir Hermannsson var ekki einn þeirra manna, sem þeir gætu treyst á til slíkra athafna. Hann hafði áður sýnt berlega hversu óráðþægur hann var, og það í máli, sem forsætisráðherrann bar sjálfur svo mjög fyrir brjósti. Sú saga var upplýst fyrir margt löngu, enda þótt ekki væri af völdum þess, sem hér heldur á penna, þótt viðkomandi trúi uppspuna kollega í því sambandi. Nauðsyn ber samt til að hún verði rifjuð upp í sem stytztu máli, þótt hún í hina röndina sýni bezt hversu leiðitamur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var og auvirðileg senditík formanns flokksins. Bankavöldin Davíð Oddsson sendi nefnilega Kjartan Gunnarsson á fund bankastjóra Landsbankans, Sverris Hermannssonar, í þeim erindum að biðja bankastjórann um að gera Styrmi ritstjóra Gunnarsson gjaldþrota og ræna hann með því mannorðinu. Allt var það af þeim rótum runnið að Davíð þótti ritstjórinn taka óþarflega mikið undir málstað Jóns Baldvins Hannibalssonar á síðum Morgunblaðsins. Frekar um þann málatilbúnað geta menn fræðst við lestur nafnlauss bréfs, sem Kjartan Gunnarsson reit Matthíasi Johannessen ritstjóra og birzt hefir á prenti. Frá upphafi ráðagerða um einkavæðingu Landsbankans var það eindregið áhugamál framsóknarmanna að ná undirtökum í Landsbankanum, sem enn betur kom á daginn í átökum síðar um bankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka. Mun einkum hafa ráðið för að Landsbankinn var miklu öflugri banki um gjörvalla landsbyggðina, þar sem Framsókn hafði frá upphafi hreiðrað um sig í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar og kosningalaga. Er sú ósvinna að vísu enn við lýði, þar sem þéttbýlisbúar í höfuðborginni og nágrenni hafa aðeins hálfan kosningarétt á borð við aðra íbúa landsins. Að ekki sé í þessu sambandi minnzt á bankavöldin í þáverandi kjördæmi formanns Framsóknarflokksins. Í Landsbankanum voru aðstæður þannig vaxnar að heilsu Björgvins Vilmundarsonar fór mjög hrakandi og óttuðust menn mjög að brátt liði að tveimur og einum fyrir honum. Enda fór Kjartan Gunnarsson að skæla þegar hann heimsótti Björgvin á sjúkrabeð í þeim klíðum. Er sagt að valnum verði þetta á fyrir kærleika sakir, þegar hann hefir étið sig að hjarta rjúpunnar. Um Sverri Hermannsson gilti að Davíð formaður þurfti að hefna harma sinna á honum vegna Styrmismála. Formaður bankaráðs var þá Helgi Guðmundsson og varaformaður Kjartan Gunnarsson, sem vann öll þau óþrifaverk, sem Davíð formaður fól honum, og gekk þó nauðugur til verka á stundum. Bar það enda greinilega með sér, þegar hann kom með Styrmis-aftökuna á sínum tíma. Aðrir nýir í bankaráðinu voru þeir Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson, sem hjálpuðu til við sölu VÍS-bréfanna til Framsóknar. Undir þessum kringumstæðum þótti klíkumönnum Framsóknar kostgæft að búast um rammlega í Landsbankamálum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar bankans. Og hefir í ýmsu fleiru sýnt sig að Framsókn var ekki alltaf mjög vönd að meðulum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar, né hann sjálfur án þess að erfð hans á Höfn í Hornafirði sé nefnd til hlutanna að sinni. Greinin er fyrri grein af tveimur um Landsbankamálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þótt langt sé um liðið síðan síðara Landsbankafarganið reið yfir, býsnaveturinn 1998, er það fyrst um þessar mundir að öll kurl þess eru komin til grafar, svo öruggt megi telja. Rætur sínar á málið að rekja til þeirra stjórnarhátta, sem þá voru við lýði á Íslandi undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, í höndum mestu óhappamanna í íslenzkri pólitík fyrr og síðar, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og er þá langt til jafnað. Ekki er enn bitið úr nálinni með þau afglöp, sem þá voru unnin og hæst bar í hinu ofboðslega hruni sem varð á Íslandi 2008. Orsakir þess hversu hrunið varð örlagaríkt var hin gagngera ný-frjálshyggja stjórnvalda og birtist fyrst og fremst í einkavæðingu stofnana; einkum og sér í lagi bankanna. Bankarnir komust í eigu hlutafélaga og hluthafarnir tóku til við að stjórna þeim fyrir sig og sín fyrirtæki með svo hrapallegum hætti, og hlaut á skömmum tíma að leiða til gjaldþrots þeirra. Hundruð milljarða króna voru lánuð sýndarfélögum án frambærilegra veða, sem síðan urðu fjármálastofnunum að fótakefli, þegar kreppan skall á. Þessi upprifjun er aðeins gerð til að vekja athygli á að Landsbankamálið 1998 var ekkert annað en lítill angi af þeirri ráðabreytni stjórnvalda, sem kollsigldi fjármálakerfi þjóðarinnar. Víti til varnaðar Fjármálakreppa hefir löngum riðið íslenzkum stjórnmálaflokkum á slig. Það var því ekki að undra þótt þáverandi ríkisstjórnarflokkar teldu sig koma hnífi sínum í feitt með því að ráðstafa vinum og vandamönnum ríkisbönkunum, með vinnubrögðum sem ekki mega fyrnast, og verða til eftirbreytni. Fyrir því m.a. eru þessar línur settar á blað ef þær kynnu að verða ráðamönnum víti til varnaðar. Vegna hlutafjárvæðingar ríkisbankanna, Búnaðarbanka og Landsbanka, var undirstöðuatriði af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að til forystu í bönkunum veldust ráðþægir menn. Menn, sem gerðu sér fulla grein fyrir hvað til þeirra friðar heyrði. Menn, sem kynnu að þjóna ný-frjálshyggjunni til hins ítrasta í fullvissu þess að geta makað eigin krók í leiðinni. Þeim í Valhöll var af biturri reynslu ljóst að Sverrir Hermannsson var ekki einn þeirra manna, sem þeir gætu treyst á til slíkra athafna. Hann hafði áður sýnt berlega hversu óráðþægur hann var, og það í máli, sem forsætisráðherrann bar sjálfur svo mjög fyrir brjósti. Sú saga var upplýst fyrir margt löngu, enda þótt ekki væri af völdum þess, sem hér heldur á penna, þótt viðkomandi trúi uppspuna kollega í því sambandi. Nauðsyn ber samt til að hún verði rifjuð upp í sem stytztu máli, þótt hún í hina röndina sýni bezt hversu leiðitamur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var og auvirðileg senditík formanns flokksins. Bankavöldin Davíð Oddsson sendi nefnilega Kjartan Gunnarsson á fund bankastjóra Landsbankans, Sverris Hermannssonar, í þeim erindum að biðja bankastjórann um að gera Styrmi ritstjóra Gunnarsson gjaldþrota og ræna hann með því mannorðinu. Allt var það af þeim rótum runnið að Davíð þótti ritstjórinn taka óþarflega mikið undir málstað Jóns Baldvins Hannibalssonar á síðum Morgunblaðsins. Frekar um þann málatilbúnað geta menn fræðst við lestur nafnlauss bréfs, sem Kjartan Gunnarsson reit Matthíasi Johannessen ritstjóra og birzt hefir á prenti. Frá upphafi ráðagerða um einkavæðingu Landsbankans var það eindregið áhugamál framsóknarmanna að ná undirtökum í Landsbankanum, sem enn betur kom á daginn í átökum síðar um bankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka. Mun einkum hafa ráðið för að Landsbankinn var miklu öflugri banki um gjörvalla landsbyggðina, þar sem Framsókn hafði frá upphafi hreiðrað um sig í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar og kosningalaga. Er sú ósvinna að vísu enn við lýði, þar sem þéttbýlisbúar í höfuðborginni og nágrenni hafa aðeins hálfan kosningarétt á borð við aðra íbúa landsins. Að ekki sé í þessu sambandi minnzt á bankavöldin í þáverandi kjördæmi formanns Framsóknarflokksins. Í Landsbankanum voru aðstæður þannig vaxnar að heilsu Björgvins Vilmundarsonar fór mjög hrakandi og óttuðust menn mjög að brátt liði að tveimur og einum fyrir honum. Enda fór Kjartan Gunnarsson að skæla þegar hann heimsótti Björgvin á sjúkrabeð í þeim klíðum. Er sagt að valnum verði þetta á fyrir kærleika sakir, þegar hann hefir étið sig að hjarta rjúpunnar. Um Sverri Hermannsson gilti að Davíð formaður þurfti að hefna harma sinna á honum vegna Styrmismála. Formaður bankaráðs var þá Helgi Guðmundsson og varaformaður Kjartan Gunnarsson, sem vann öll þau óþrifaverk, sem Davíð formaður fól honum, og gekk þó nauðugur til verka á stundum. Bar það enda greinilega með sér, þegar hann kom með Styrmis-aftökuna á sínum tíma. Aðrir nýir í bankaráðinu voru þeir Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson, sem hjálpuðu til við sölu VÍS-bréfanna til Framsóknar. Undir þessum kringumstæðum þótti klíkumönnum Framsóknar kostgæft að búast um rammlega í Landsbankamálum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar bankans. Og hefir í ýmsu fleiru sýnt sig að Framsókn var ekki alltaf mjög vönd að meðulum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar, né hann sjálfur án þess að erfð hans á Höfn í Hornafirði sé nefnd til hlutanna að sinni. Greinin er fyrri grein af tveimur um Landsbankamálið.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun