Að bera fyrir sig börn Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar 7. apríl 2011 07:00 Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur?
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun