Íslenski boltinn

Tap hjá Roma og Juventus

Ranieri viðurkennir að Juventus sé í klípu þessa dagana
Ranieri viðurkennir að Juventus sé í klípu þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

Roma tapaði þriðja leiknum sínum í ítölsku A-deildinni í dag þegar liðið missti tvo menn af velli og lá fyrir Siena 1-0. Juventus gekk ekki mikið betur og tapaði 2-1 heima fyrir Palermo frá Sikiley eftir að Mohamed Sissoko hafði verið rekinn af velli í fyrri hálfleik.

Juventus hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum.

"Það er sárt að tapa heima en strákarnir gerðu það sem þeir gátu. Það er ekki auðvelt að spila manni færri þó ég vilji ekki nota það sem afsökun. Við erum að ganga í gegn um erfiða tíma - það er bara þannig," sagði Claudio Ranieri, þjálfari Juventus.

AC Milan hafði unnið þrjá leiki í röð en varð að láta sér lynda 0-0 jafntefli við Cagliari í kvöld.

Udinese, Lazio og Inter eru á toppi A-deildarinnar með 13 stig eftir góða sigra um helgina.

Undinese lagði Torino 2-0 með tveimur mörkum frá Fabio Quagliarella.

Inter vann 2-1 heimasigur á Bologna í gær með mörkum frá Zlatan Ibrahimovic og Adriano og Lazio gerði 1-1 jafntefli við Lecce.

Palermo og Atalanta hafa 12 stig í 4. og 5. sæti og þar á eftir koma Catania og Napoli með 11. Milan hefur 10 stig í 8. sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×