Fótbolti

Buffon besti landsliðsmarkvörður Ítalíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon.

Gianluigi Buffon er besti markvörður ítalska landsliðsins frá upphafi samkvæmt sérfræðingum fjölmiðils á Ítalíu. Buffon er nú í herbúðum Juventus en hann varði mark ítalska landsliðsins þegar það varð heimsmeistari 2006.

Í öðru sæti varð Dino Zoff sem var fyrirliði ítalska liðsins sem varð heimsmeistari 1982. Hann lék 112 landsleiki fyrir Ítalíu og varð einnig Evrópumeistari með liðinu.

Þriðji besti landsliðsmarkvörður Ítalíu frá upphafi er Giampiero Combi sem varði mark ítalska landsliðsins sem vann HM 1934.

Tíu bestu landsliðsmarkverðir Ítalíu:

1. Gianluigi Buffon

2. Dino Zoff

3. Giampiero Combi

4. Gianluca Pagliuca

5. Walter Zenga

6. Francesco Toldo

7. Angelo Peruzzi

8. Aldo Olivieri

9. Ivano Bordon

10. Stefano Tacconi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×