„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 22:02 Á einhvern ótrúlegan hátt tókst David Raya að verja skalla Mateo Retegui sem er þegar byrjaður að fagna. Matteo Ciambelli/Getty Images Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. „Þetta er ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var magnaður,“ sagði Arteta um samlanda sinn Raya en þökk sé markverðinum er Arsenal komið með stig eftir 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. „Eins og okkur grunaði þá var þetta erfiður leikur og ekki sá besti áhorfs. Við byrjuðum virkilega, virkilega vel og stýrðum leiknum. Eftir það gáfum við boltann frá okkur og náðum engum takti. Það er þó margt jákvætt en að sama skapi margt sem má betur fara,“ sagði Arteta að endingu. Markvörðurinn Raya var heldur auðmjúkur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var vítaspyrna og ég var heppinn að giska á rétta átt. Ég var óheppinn að boltinn féll beint fyrir hann en ég var nægilega fljótur til að ná að verja á ný. Það er frábært að halda hreinu og að geta hjálpað liðinu að ná allavega stigi.“ Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Eftir að vítaspyrnan var dæmt tók það langan tíma að fá hana staðfesta í varsjánni. Raya nýtti tímann vel og ræddi við Iñaki Caña, markmannsþjálfara Arsenal. „Það tók langan tíma að ákveða hvort þetta væri vítaspyrna eður ei svo ég vildi ræða við markmannsþjálfarann til að gera mér betur grein fyrir í hvora áttina ég ætti að skutla mér, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.“ David Raya had a just 3% chance of saving a goal, based on the xGOT of these two shots.World class goalkeeping. pic.twitter.com/0D21u0F9Va— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) September 19, 2024 „Hrós á hann því hann hjálpar mér gríðarlega mikið í öllum þáttum leiksins. Hann leggur á sig gríðarlega mikla vinnu og á einnig skilið hrós fyrir vörsluna,“ sagði Raya að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Þetta er ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var magnaður,“ sagði Arteta um samlanda sinn Raya en þökk sé markverðinum er Arsenal komið með stig eftir 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. „Eins og okkur grunaði þá var þetta erfiður leikur og ekki sá besti áhorfs. Við byrjuðum virkilega, virkilega vel og stýrðum leiknum. Eftir það gáfum við boltann frá okkur og náðum engum takti. Það er þó margt jákvætt en að sama skapi margt sem má betur fara,“ sagði Arteta að endingu. Markvörðurinn Raya var heldur auðmjúkur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var vítaspyrna og ég var heppinn að giska á rétta átt. Ég var óheppinn að boltinn féll beint fyrir hann en ég var nægilega fljótur til að ná að verja á ný. Það er frábært að halda hreinu og að geta hjálpað liðinu að ná allavega stigi.“ Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Eftir að vítaspyrnan var dæmt tók það langan tíma að fá hana staðfesta í varsjánni. Raya nýtti tímann vel og ræddi við Iñaki Caña, markmannsþjálfara Arsenal. „Það tók langan tíma að ákveða hvort þetta væri vítaspyrna eður ei svo ég vildi ræða við markmannsþjálfarann til að gera mér betur grein fyrir í hvora áttina ég ætti að skutla mér, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.“ David Raya had a just 3% chance of saving a goal, based on the xGOT of these two shots.World class goalkeeping. pic.twitter.com/0D21u0F9Va— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) September 19, 2024 „Hrós á hann því hann hjálpar mér gríðarlega mikið í öllum þáttum leiksins. Hann leggur á sig gríðarlega mikla vinnu og á einnig skilið hrós fyrir vörsluna,“ sagði Raya að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“